Hjálpræðisorð - 01.01.1893, Blaðsíða 5

Hjálpræðisorð - 01.01.1893, Blaðsíða 5
5 hugrekki sínu uppi með voninni urn að umflýja reiðina. Menn hitta nú varla hinn versta drykkju- rút, argasta-blótmann, eða hneyxlara, sem vonasfc eigi eptir því, að verða sæll, þrátt fyrir allar synd- ir sínar. þ>að er hin voðalegasta sjón, sem fyrir mann getur borið í þessum heimi, að sjá svo ó- guðlegan mann deyja, og hugsa til þess, að líf hans, og hin sviksamlega von hans, yfirgefa hann hvorutveggja í einu, jafnharðan. Hve ógurleg breyting verður eigi fyrir honum í öðru lífi. Hug- leiddu, hve mjög það eykur vansælu fordæmdra sálna, að þær missa alla þá von, sem mx heldnr þeim uppi, jafnframt því, sem þær missa himna- ríki. þar að auki missa þær líka falska friðinn, sem gjörir þær svo rólegar og öruggar í þessu lífi. |>egar vjer sjáum hinn mikla hóp óguðlegra lifa í óhultleik sínum, hver skyldi þá halda, að þeir innan skamms lægju í »eilífum eldi«. þeir eru fjarri öllum ótta, eins og trúir og hlýðnir kristnir og, ef til vill, minni kvíði í sálum þeirra. þegar menn töluðu við þá í þessu lífi, um helvíti, og þegar samvizkan truflaði ró þeirra, þá voru hugg- endur nálægir: vinirnir, starfinn, veizlurnar og dægradvölin; þeir gátu drukkið, legið eða sofið úr sjer alla hryggð. I helvíti er þetta ekki hægt;. þar verða öll þesskonar úrræði ófáanleg; þar sakna. þeir ljettúðar-leikfanga sinna og glaðværðar sam-- sæta. þeir halda, að ef þeir hjer í lífi athuga. Guðs orð, og biðja, þá verði það til þess, að gera þá ólukkulega og geðveika; ræður og bænir þótti þeim optastnær leiðinlegar. þ>egar dómur þeirra

x

Hjálpræðisorð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjálpræðisorð
https://timarit.is/publication/432

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.