Hjálpræðisorð - 01.03.1893, Blaðsíða 2

Hjálpræðisorð - 01.03.1893, Blaðsíða 2
18 Engin af hana syndum, sem hann drýgfc hefir, (hinn óguðlegi) skal að álitum gjörast (Esek. 33,16.). Drottinn frelsar á elleftu stundu, og hann getur gjört oss fullkomlega sœla; örvœntu því al- drei. Ekki máttu samt staðar nema eitt augna- blik, því ske kann, að á morgun sje náðartíminn liðinn! Dagur dómsins er i vœndum! Ert þú viðbúinn þessum ógurlega degi? hrynd- ir þú frá þjer hugsaninni um hann, eins og hje- gómlegur heimur, þangað til að sjúkdómur varpar þjer á banabeðinn? Milliónir sálna, sem nú eru í eilífum kvölum, hafa breytt svo ógætilega. Jeg var einu sinni hjá deyjandi manni, sem var í þessu óttalega ástandi; hann hafði opt verið aðvaraður; en þegar sóttin þjáði hann, og dauðinn nálgaðist, hafði hann óbeit á himneskum hlutum og deyði án apturhvarfs. Meðan maður er heill og hraust- ur, er hinn rjetti timi að leita Drottins og þjóna honum, enda þótt ekki sje ómögulegt, að gjöra það á sóttarsænginni, og jafnvel á hinni síðustu stundu, því apturhvarfið og-fyrirgefning syndanna, er ætíð samfara (Lúk. 24, 47.). En það er hæp- ið áræði, að fresta apturhvarfi sínu, og engum kemur til hugar að gjöra það, nema hinum ógætna, heimskingjanum. Les þú næstu grein, og taktu eptir þeirri hvöt sem þar er gefin þjer til þess að reiða þig á náð Guðs og miskunsemi hans, sem ekki hefir þóknun á dauða hins óguðlega (Esek. 33, 11.), en hefir lofað, að reka engan þann frá sjer, sem til hans

x

Hjálpræðisorð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjálpræðisorð
https://timarit.is/publication/432

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.