Hjálpræðisorð - 01.03.1893, Side 7

Hjálpræðisorð - 01.03.1893, Side 7
23 framboðin, er hann býður þjer, sem vhcftr biðlund,, svo hann geti líknað þjer ? (Es. 30, 18). Ætlar þú að láta Guð bíða eptir þjer ? Ó! meðsyndari minn ! varpa þjer á þessu augnabliki niður, frammi fyrir náðarstólnum, þar sem sjálfur Jesús Kristur bíður þín með sínum miskunandi kærleika, til að taka á móti þjer. fnx getur ekki verið svo illa útleikinn af syndinni, að kraptur Krists geti ekki læknað þig, hann læknar allan sjúkleik, alla synd, og hann er umburðar- lyndur einnig við hann, sem allra dýpst er í syndina sokkinn. Hann mun ekki reka þig út!......... 6. Friður syndumþyngdri samvielcu. »Trú þín hefir frelsað þig, far þú í friði«. (Lúk. 7, 50.). Veslings konan, sem Drottinn ávarpaði þoss- um orðum hafði eigi gjört nein gððverlc, sem tal- að gætu fyrir hana, en með sundurkrömdu hjarta flýði hún til Jesú, á sömu stundu og hún sann- færðist um synd sína; trúði á mátt hans, til að fyrirgefa syndina, og hún fjekk strax fyrirgefningu allra synda sinna, þrátt fyrir það, þó þær væru margar og miklar, hún sneri sjer. Syndugur maður! er ekki þetta hin öflugasta örfun fyrir þig, til þess, að gjöra hið sama, svo þix getir hlotið sömu blessun, sömu miskunsemi og fyrirgefningu. Kristur er jafn fúa enn þá, eins og fyrir nær því nítján öldum, að bjóða hvern þann syndara velkominn, sem til hans kemur, að leita hjá honum hjálpar og huggunar, — og, fyrirgefa hon- um allar hans syndir. — Hversu viðurstyggilegar

x

Hjálpræðisorð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjálpræðisorð
https://timarit.is/publication/432

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.