Hljómlistin - 01.04.1913, Qupperneq 3

Hljómlistin - 01.04.1913, Qupperneq 3
Richard Wagner. 22. maí 1913 eru hundrað ár liðin síðan mesta söngleikatónskáld heimsins, Richard Wagner fæddist; 100 ára afmæli hans er hátíðlegt lialdið um allan mentaðan heirn og á því vel við að »Hljómlistin« minnist hans lítið eitt. Richard Wagner fæddist nefndan dag 1813 í Leipzig. í uppvexti hans bar snemma á að hann var hneigður fyrir skáldskap, og ætlaði hann um tíma að gefa sig við hók- mentum, en bráðlega breyttist þetta áform hans, og fór hann að stunda söngfræði af kappi og lærði hann lijá mörgum mætum meisturum. Um tvítugt byrjaði hann á laga- smíð, en ekki eru þau lög lians sérkennileg og fór það að vonum því hann var ungur og óþroskaður. 1834 varð hann fyrst æðsli söng- stjóri við leikhúsið í Magdeburg, en að eins stulta stund. 1837—39 dvaldi hann á Rúss- landi (söngsljóri í Riga) en varð að hröklast þaðan og héll lil Parísar og var þar 1839—42; þar leið lionum illa, svo hann varð að lifa á nótnaskrifum, en dvölin liafði mikla þýð- ingu fyrir andlegan þroska hans, þvi bæði heyrði liann öll frægustu stórverk á sönglist- inni ágællega leikin og kyntist í borginni fjölda tónsnillinga. Prált fyrir örbyrgð sína slarfaði Wagner mikið að söngleikagerð þessi ár og samdi: Rienzi og Der lliegende Hollaender. 1842 var liann skipaður hljóðfæraílokksljóri við hirðleikhúsið í Dresden; var Wagner óvanalega duglegur í stöðu þessari, afarvand- virkur og stórvirkur að sama skapi og má einkum nefna að hann lét leika 9. symfoniu BeelhovenS, sem alveg var gleymd. 1848—49 var frelsishreyfing í álfu vorri og var Wagner með i þeirri lireyfingu. Smábylting varð þá í Dresden en var hæld niður og varð Wagner þá að flýja á braut, og útlægur ger um alt Þýzkaland. Hafðist Wagner eftir það við á Svisslandi, einkum í bænum Zúrich. Hann var sí-ritandi bæði söngleiki sína og ritgerðir um sögu sönglistarinnar og gagnrýni á lón- skáldum sem uppi voru. Aðrar ritgerðir eru um endurreisn og framfarir söngleika í fram- tíðinni og eru þær aðallega fólgnar í þvi að

x

Hljómlistin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hljómlistin
https://timarit.is/publication/435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.