Hljómlistin - 01.04.1913, Síða 10
56
HLJÓMLISTIN
Ijóðmælasafn hans, er Bókmentafélagið gaf út
í tveim bindum 1885—86. Annars hefir síra
Stefán aldrei gleymst hjá þjóð vorri síðan
hann var uppi. Gamla fólkið kunni utanað
»Vallaneskverið« eða »Stefánskver«, sem sumir
nefndu það, en það var eldri útgáfan af ljóð-
mælum hans, sem Bókmentafélagið gaf út í
Kaupmannahöfn 1823, iítið kver og snoturt
með skemtilegum kvæðum og var það lengi
nálega hið eina, sem fólk kunni og söng af
veraldlegum Ijóðum, auk rímnanna. Um söng
síra Stefáns hefir á seinni tímum ekkert verið
skráð, og vita menn þó af eldri ritum, að
hann var afbragðs söngmaður og tónskáld
og hefir hann því verið einn þeirra fáu manna
hjá oss, er gefin var bæði slcáldskaparlist og
tónsnild, og lög eru til eftir hann, sem eru
perlur í íslenzkum söng, er seint munu firn-
ast, og getum vér því sagt um hann, að liann
sé svanurinn, sem bezt hafi sungið fyrir ís-
land, og þegar skugga fer að bregða yfir
skáldskaparlist hans, mun sönglistin bregða
skæru ijósi yfir minningu hans. (Framh.)
Tveir sálmar.
Sem sýnishorn af þýðingum í Sálmakveii
Marteins Einarssonar, er prentað var í Kmli.
1555 koma liér tveir sálmar. Fyrri sálmur-
inn er upphaflega morgunsöngur frá 4. öld
og eignaður Hilaríus biskupi frá Poitivers (Pic-
tavium) og frumortur á Iatínu frá óbundnu
máli: Gloria in excelsis Deo. Sálmur Mar-
teins er þó tekinn eftir liinni elztu, dönsku
þýðingu sálmsins: »Alleneste Gud i Himme-
rig« og versin 5 eins og í danska sálminum.
Síðari þýðingin er af Lúlers sálmi: »Ein
veste Burg ist unser Golt«. Báðir hafa sálm-
ar þessir síðan um siðaskifti verið í sálma-
bókum vorum og eru þar enn og hafa þeir
þó tekið mildum breytingum. Af fyrri sálm-
inum eru tvær þýðingar í öllum útgáfum
Hólasálmabókanna og Grallaranum, nema 1.
útg. Grallarans, Hól. 1594; það er sálmur-
inn: »Heiður sé guði himnum á«, og er
hann þýddur úr þýzlru eftir sálmi Nik. Deci-
usar og 4 vers eins og frumsálmurinn, sem
þjdt er eftir. I aldamótasálmabókinni, Leir-
árg. 1801, og Reykjavíkur sálmab. 1871 er
sálmur þessi með breytingum M. Stephensens,
og í sálmabókinni síðustu frá 1886 er hann
í nýrri, vandaðri þýðingu eftir lektor Helga
Hálfdánarson.
Eitthvað hefir Guðbrandi biskupi ekki fallið
við þýðingu Marteins Einarssonar, er hann
tekur sálminn: »Alleinasla guði í himerike«,
þýðingu Gísla biskups Jónssonar, í sálma-
bækur sínar og Grallarann og er sú þýðing
þó bæði stirð og illa ort, en meira líkist hún
frumsálminum og fellur enda betur undir
lagið eins og það var sungið á þeim dögum.
Fyrsta versið af þýðingu Gísla biskups er
þannig:
Alleinasta guði í himnaríki
sé lof og dýrð fyrir sínar náðir,
sem liann hefir gjört á jarðríki
á þessum náðuglegum dögum.
Á jörð er komin slór gleði og frið,
svo manneskjan má vel gleðjast við
guðs elsku og góðan vilja.
Sálmur þessi var í grallarasöngnum ætl-
aður tii að syngjast milli pislils og guðspjalls
alla Jólaföstuna.
I Marteinskveri er sálmurinn þannig:
Vér heiðrum þig guð í liæstum slað
fyrir hjálp og þínar náðir,
því himin og jörð nú hyllast að,
þú liefir oss sýnt þær dáðir
og geíið á jörðina gæzku’ og frið
svo gleðjast mega liöldar við,
að góðvild sjálfur sáðir.
Vér lofum, heiðrum og lútum þér
og ljúllega dýrð þér þökkum,
herra, guð faðir, sá hæstur er,
lielzt þinn góðleik vér smökkum;
á himni og jörðu hefir þú vald
og liefir gjört miskunn þúsundíáld
á vorum veraldar klökkum.