Kirkjuritið - 01.02.1937, Blaðsíða 36

Kirkjuritið - 01.02.1937, Blaðsíða 36
Kirkjuritið. INNLENDAR FRÉTTIR. Góð nýbreytni. Séra Gunnar Arnason á Æsustöðum hefir tekið upp þann sið í prestakalli sínu að messa stundum að loknum jarðarförum. Hefir hann einkum hylst til þess, þegar messa liefir átt í kirkjunni dag- inn eftir eða einhvern næstu daga og talsverður söfnuður hefir yerið við jarðarförina. Séra Gunnar liefir að sjálfsögðu gjört þetta í samráði við aðstandendur og söfnuð sinn, og liefir fólk yfirleitt tekið því mjög vel. Þannig liafa ýmsir notið kirkjugöngu, sem annars gefa sér sjaldan tíma til ])ess að fara í kirkju sökum fjar- lægðar frá kirkjustaðnum eða annríkis. Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík hefir reist presti sínum, séra Árna Sigurðssyni, prýðilegt og vand- að íbúðarhús, og er nýlega fullgerð í því dálítil kapella. Séra Árni heldur nú i vetur barnaguðsþjónustur annanhvern sunnudag, eins og séra Friðrik Hallgrímsson, við ágæta aðsókn. Sjóður Guttorms prófasts Þorsteinssonar. Úr sjóði þessum er m. a. heitið verðlaunum fyrir góða ritgjörð um kristilega siðfræði, og skal hér sérstaklega vakin athygli presta á því. Séra Gunnar Árnason hefir hlotið slík verðlaun fyrir ritgjörð um: Gildi sannleikans fyrir þjóðfélagið. Séra Pétur T. Oddsson vinnur ötullega að því að koma upp hókasafni fyrir söfnuð sinn á Djúpavogi og hefir útvegað því að gjöf allmörg hindi. Hann liefir einnig stofnað þar unglingaskóla með rúmum 20 nemöndum. Samkepnispróf um dósentsembætti við guðfræðisdeildina. Sú breyting hefir orðið á skipun dónmefndar um samkepnis- prófið, að prófessor Sigurður P. Sívertsen hefir gengið úr henni sökum veikinda, en í hans stað hefir nefndin kvatt til starfa dr. theol. Holger Mosbech prófessor við Kaupmannahafnarhá- skóla. Ritgerðir keppendanna þriggja, séra Benjamíns, séra Björns og séra Sigurðar (séra Garðar tók aftur umsókn sína) hafa því verið þýddar á dönsku, enda þótt Mosbech prófessor skilji nokk- uð íslenzku. Hann kom hingað til lands snemma í þessum mánuði. Á. G.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.