Kirkjuritið - 01.02.1937, Blaðsíða 8

Kirkjuritið - 01.02.1937, Blaðsíða 8
16 Ásmundur Guðmundsson: Iíirkjurilið. En þarf liann ekki að minsta kosti að koma í trúnni á guðdóm Jesú. Ég' hygg ekki einu sinni það. „Þann, sem lil mín kemur, mun ég alls ekki burt reka“, segir Jesús eftir því sem stendur í Jóhannesarguðspjalli, og þar er engu skilyrði við bætt. Þeim, sem kemur heilum huga til Jesú, mun, hvað sem öllum trúarskoðunum líður, fara líkt og Kristófer Bruun lýsti: „Þegar ég fann Jesú sem mann og hann liélt innför sina með Sókratesi og' Plató og öllum mestu andans mönnum sögunnar — þá þóiti mér sem alt annað bliknaði fyrir honum. Og allar stjörn- urnar lutu hinni upprennandi sól“. Löngun okkar eftir Jesú verður aðeins að vera sönn, cr við leitum hans, og við að hera traust til orða lians: „Biðjið, og yður mun gefast; leitið, og þér munuð finna; knýið á, og fvrir yður mun upp lokið verða, því að sér- Iiver sá öðlast, er biður, og' sá finnur, er leitar, og fyrir þeim mun upp lokið, er á knýr“. Og það er af því, að Jesús sjálfur leilar einnig okkar. Djúpt í sálum okkar finnum við á hljóðum og lielgum stundum eitthvað hær- ast, sem minnir á kali hans: „Fylg þú mér“. Já, hann er altaf að hjálpa — altaf að kalla á þig og mig. Því hefir verið lýst fagurlega með þessum orðum: „Það sem við getuin ekki, það gerir hann með sínum heita kær- leika og sínu sterka aðdráttarafli. Þó að við sjáum hann ekki nema eins og í þoku og gegnum hjúp, þá sér hann löngun okkar. Og hann kemur á móti okkur og býður okkur leiðsögu sina og lijálp. Hann svalar instu þrá okkar: „Þú ert all, sem þarf ég, Ivristur". Hann birtir okkur sannleikann um Guð, gefur okkur svar, er hjartað lirópar á hann. Þegar hugann sundlar við að liorfa á flugstraum timans og fallvelti jarðlífs okkar og við reynum að svipast um i tilverunni eftir því, er stendur stöðugt, þegar við lítum upp frá jörðunni og horfum í anda á óteljandi vetrarbrautir um takmarka- lausan geiminn, þróun og hnignun, dauða og líf, án upp-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.