Kirkjuritið - 01.02.1937, Blaðsíða 40

Kirkjuritið - 01.02.1937, Blaðsíða 40
78 Erlendar fréltir. KirkjuritiS. af ýmsuni þjóðum og hörundslitum. Það er sambandsráð kirkna Krists í Ameríku (The Federal Council of the Churches of Christ in America), sem hefir ráðið þessa menn og biiið undir starf þeirra 18 undanfarna mánuði. 25 stórborgir hafa verið ákveðnar sem miðstöðvar fyrir sókn þessa, sem er hin vold- ugasta, er kristin kirkja hefir sett af stað i nokkuru landi á seinni tímum, og hin mikilfenglegasta í sögu Ameríku. Kirkjurnar í Ameríku hafa gert sér vonir um, að áhrifin frá þessari mikilvægu sókn muni ná til hvers einasta manns i land- inu, og munu margir hlakka til að frétta af árangrinum, sem áreiðanlega verður mikill og góður. — Sunnudaginn 13. sept. 193(i flutti Stanley Jones ræðu í útvarpið í New York og hóf þar með þessa miklu og merkilegu sókn (Campaign), sem nú stendur yfir. Ræða hans er hin merkilegasta, full af kristilegri auðmýkt og djörfung, og góðum skilningi á félagslegum vandamálum þjóð- anna. Þar er sameinað vit og góðleikur. — Guð blessi þessa göf- ugu menn. Pétuv Sigurðsson. Kagawa, trúarhetjan kristna í Japan, er nú, samkvæmt fregn þaðan að austan, orðinn hlindur. Hann tók augnsjúkdóm, er hann fórnaði öllum kröftum sínum fyrir fátækraliverfin heima. Löng ritgerð er um hann eftir séra Björn Magnússon í Prestafélagsritinu 1934. „Lútherskustu“ kirkjurnar. Prófessor I)r. Willy Hellpach í Heidelberg hefir ritað í þýzka tímaritið Eckart (Nóv. 1934) eftirtektarverða grein um guðstrúiia í nýjustu hókmentum Norðurlanda. Tekur þar mörg dæmi, t. d. úr ritum Björnsons og Ibsens, Hamsuns og Duuns, Selmu Lagerlöfs og Hildar Dixeliusar, .1. P. Jakobsens, Einars Hjörleifssonar og Gests Pálssonar. Álítur höfundur, að allar bókmentir allra Norð- urlandaþjóðanna beri sérstaklega mikinn vott um trúhneigð þeirra og jafnvel lifandi trúarlíf. Einkum álítur hann, að guðstraustið sé áberandi einkenni í fari þessara þjóða — og svo trúin á myrkraverurnar. Og telur, að til þessa gefi náttúruumhverfið auk skapferlis kynstofnsins aðaltilefnið. Þá bendir hann og á, að ein- lægni og hreinskilni virðist mönnum í hlóðið borin og menn yfir- leitt fjarhuga dómsýkinni. Dragi ekki greinilega línur milli góðs og ills, heldur ætli þeim úrskurðinn, „sem réttlátlega dæmir“. Höfundur heldur því fram, að Norðurlandakirkjurnar muni nálgast mest hugsjón Lúthers af öllum kirkjum, ekki aðeins fyrir þau einkenni, er nefnd hafa verið, heldur enn frekar fyrir það,

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.