Alþýðublaðið - 07.05.1923, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.05.1923, Blaðsíða 3
ALfctfÐUBLAÐIB 3 Nýir áskrifendur að Alþýðublaðinu, irá i. maí að telja, fá í kaupbæti Alþýðublaðið frá því að sagan >Dýr Tarzans< fór að koma í því. En þar sem upplagið er mjög takmarkað, eru þeir, sem vilja nota þetta tæki- færi, ámintir að skrifa eig strax á afgreiðslnnni, því þetta stendur ekki lengur en á meðan uppiagið endist. Frá bæiarstjárnar' fimdi 3. maf. Eamingjuósk. Forseti las upp skeyti, er hann og borgarstjóri hefðu sent kon- ungshjónunum á silfutbrúðkaups- degi þeirra, og þakkarskeyti frá þeim. Ólaiur Friðriksson spurði, hvaða heimild forseti hafði haft til að senda skeyti þetta, en for- seti kvað það sent af meiri hlut- anum í bæjarstjórninni. Lét Ólaf- ur bóka, að hann vildi ekki hafa átt neiná hiutdeild í þvi. Byggingarmál. í sambandi við umræður um fundargerð byggingarnetndar skýrði borgaratjórí fiá því, að von væri um, að tbúðum í bæn- um myndi á þessu ári íjölga um alt að 100. Væru 41 hús í smíð- um með samtals 67 fbúðum, og 4 íbúðir bættust við fyrir breyt- ingu á gömlum húsum. Þar að auki væri búið að veita leyfi til byggingar margra nýrra húsa, og myndu við það fást upp undír 30 nýjar (búðir. — Það er aug- Ijóst, að þetta nægir hvergi nærri til að bæta úr húsnæðis- eklunni, því að tjöigun af innan- bæjarmönnum nemur um 200 á ári hverju, og þurfa þá þess vegna að bæta-t við 40 — 50 tbúðir árlega; auk þess þarf að bæta fyrir gamlar vanrækslu- syndir um húsagerð, og í þriðja lagi verður því á engan hátt varnað, að alt af flytji eitthvað at fólki til bæjarins. Þörfin á, að bærinn byggi íbúðarhús, er því litlu óbtýnni tyrir þetta. — Pétur Haúdórsson flutti tiilögu í mörg- um liðum og undirliðum um að lela húsaleigunefod að gefa ítar- laga skýrslu um starf sitt og ýn is atriði viðvíkjandi þvf, og var hún samþykt f einu hljóði. Leigulóðir. Út af skiftingu á leigulóðum, er byggingarnefnd hafði leyft, urðu allmiklar umræður. Ólafur Frið- riksson kvað það óhæfu, er við- gengist. að menn, sem fengið hefðu leiguióðir, seldu aftur nokkuð af þeim fyrir ærna pen- inga og græddu þannig stórfé á eignum bæjarins. Vildi hann láta fyrirbyggja þetta, t. d. með því að sníða lóðirnar eftir hús- unum, er á þeim ætti að reisa. í sama streng tók Pétur Hall- dórsson, en hann vildi bæta úr Edgar Rico Burrougha: Dýr Tarzans. af gelti, er Shíta hafði lagt að velli, braut Númi, ljónið, gvimt og ægilegt, út úr runna rétt hjá. Með reiðiöskri stökk hann fram til þess að hræða þá frá bráðinni, Sbíta þaut inn í þykkni rétt hjá, en Tarzan stökk upp í lággieinar trés, sem slútti yfir bráðina. Apamaðurinn losaði stráreipi sltt, og meðan Númi stóð yfir hræinu og teygði öskrandi upp haus- inn, varpaði hann snörunni um háls hans og hei ti að henni í einurn rykk. Jafnframt kallaði hann á Shitu og dró ljónið að sór, unz afturfæturnir einir námu við jörð. Hann batt reipið í skvndi fast um sterka grein, og um leið og pardusdýrið kom í Ijós, stökk Tarzan til jaiðar við hlið ljónsins, er brauzt ákafiega um, og réðst á það vinstra megin með hníf sinn. Shíta réðst hinum megin að því. Pardusdýrið beit og reif ljónið hægra irtegin, en Tarzan rak hníf sinn hvaö eftir anuað í hjarta þess, og svo fóru leikar, að konungur dýranna varð að láta í minni pokann og valt dauður til jarðar áður en hann næÖi aö bita sundur snöruna, er hélt honum föstum. Pá kvað við í skóginum siguröskur karlapa, blandað siguröskri pardusdýrs. þegar síðasti hljómuiinn dó út í fjatska, hættu tuttugu málaðir hermeti að draga a land á strönd- jnni bát sinn. þeir litt til skógarii s og hlustuðu. V. KAPLI. Mngambi. Þegar Tarzan var búinn að fara í kring um eyna og hafði faiið viða um hana, var hann vís um, að enginn maður var á henni annar en hann. Hvetgi fann hann þess merki, að menn hefðu dvaiið þarna. Þó gat honum skjátlast, því hita- beitisgróðurinn er fljótur að afmá merki manna- ferða, nema þvi meiri séu. Daginn eftir dráp Núma hittu Tarzan og Shíta flokk AkútB. Aparnir flýðu, er þeir sáu pardus- dýrið, en innan skamms gat Tarzan kallað þá til sín. Honum fanst það að minsta kost þess vert, að gera tilraun til þess að sætta þessa svörnu fjendur. Hann fagnaði hverju þrí, er dró huga bana frá þunglyndis- og sorgarhugsuuum, er stöðugt sóttu á hann, þegar hanti var aðgerðarlaus. Það var ekki sérstaklega erfltt að gera öpunum þelta skiljanlegt. þótt mál þeirra ætti fá orð. En að troða því inn í hausinn á Shítu, að hún ætti að veiða með þeim, sem hún taldi sjálfsagba bráð sína, var þvf nær ofvaxið apamanninum. Meðal annara vopna Tarzans var langur og traustur lurkur. Er hann hafði bundið reipi sitt um hils pardusdýrsins, notaði hann þetta vopn óspart til 'þess að reyna að koma urrandi dýiinu í skiln- ing um, að jað ætti ekkí að veíða þessi stóru,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.