Kirkjuritið - 01.05.1941, Blaðsíða 9

Kirkjuritið - 01.05.1941, Blaðsíða 9
Kirkjuritið. Allir eiga þeir að vera eitt. 167 lesú Ivristi sjálfum og samfundirnir við hann í líkingu við það, sem varð í fyrstu kristni. Þeir, sem halda fram kenningunni um bókstafsinn- blástur allrar Biblíunnar, eru einnig orðnir á eftir tím- anum. Þeir þekkja hvorki né skilja samtíð sína. Rann- sóknir vísindanna á Bihlíunni um undanfarna áratugi og jafnvel aldir valda því, að sú kenning er fallin um koll og rís vonandi aldrei aftur. Þeim mönnum, sem Guð hefir gefið fulla skynsemi og dómgreind og lesið bafa Gamla testamentið alt, dylst það ekki, að sumt í Gyðingasögunni er mjög ljótl og fráleilt að eigna Guði alt, sem honum er lagt þar í munn. Má sýna það með fjölda af dænnnn, þótt ekki verði farið út í það hér.*) Jesús Kristur rís einnig sjálfur gegn hefndarákvæðum ^yðingalögmálsins. Hann segir t. d. í Fjallræðunni: „Þér bafið heyrt, að sagt var: Auga fyrir auga og tönn fvrir iönn. En eg segi yður: Þér skuluð ekki rísa gegn mein- gjörðamanninum, en slái einhver þig á hægri kinn þína, Þá snú þú einnig hinni að honum. Lagabálkinn um breinsunarsiði nemur hann einnig úr gildi. Og blóðfórn- ■i'nar verða að þoka í augum lians fyrir miskunnseminni °g kærleikanum. Fyrir samfélag sitt við föðurinn á bimnum fullkomnar bann spámannsstefnu Gamla testa- ‘nentisins og brýtur sundur fjötra bókstafsins af óvið- jaínanlegri djörfung og vegsöguþori. Það eitt ætti í raun- bini að nægja oss lil varnar því, að vér gerumst bókstafs- þi’ælar, hvað sem öllum guðfræðivisindum kann að líða. Nú er því sízt að neita, að trúarskoðanir kristinna •nanna hér á landi eru allmisjafnar og munu verða. En ) Þeim, sem kann að þykja hér tekið of djúpt í árinni, skal •'áðið til þess að lesa frásögnina í II. Konungabók, 10. kapítula, 1,111 hryllileg manndráp og svik Jehú konungs, er hann brýzt tii 'alda, og orðin, sem drottinn á að segja á eftir: Með því að þú hefir leyst vel af hendi það, er rétt var í mínum augum, og farið •dveg mér að skapi með ætt Akabs, þá skulu niðjar þínir i fjórða hð sitja í hásæti ísraels.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.