Kirkjuritið - 01.05.1941, Blaðsíða 18

Kirkjuritið - 01.05.1941, Blaðsíða 18
176 Guðbrandur Björnsson: Mai. að fram í tímans straum. Það, sem einkennir menningu vora nú, er hávaði og liraði. En munum vér þá ekki þarfnast hljóðra stunda? Ég svara þeirri spurningu hik- laust játandi. Hin framgjarna íslenzka þjóð verður að læra af fortíðinni í þessum efnum og tengja hið bezta í fortíð við liið hagkvæma í nútíð. Sú þjóð, sem í gæfu og gengi vill búa, á Guð sinn og land sitt skal trúa. Hávaðinn og hraðinn fullnægja ekki eilífðareðli voru. Á oss sannast orð Ágústínusar kirkjuföður: Hjarta vort er órótt, unz það hvílist við lijarta þitt, vor himneski faðir. Það er í mannssálinni þorsti eftir Guði. Þess vegna er hljóðleikinn oss öllum nauðsynlegur. Hvar finnur mannssálin eilífðarþránni fullnægt? Sú stofnun, sem hefir sett sér það takmark að fullnægja guðsþrá einstaklingsins, er kirkja Krists. Hún hefir þrátt fyrir öll víxlspor altaf haft um liönd orðið og sakra- mentið, hoðið leitendum í Jesú nafni að þiggja hvíld og frið. — Hin eldri menning hafði samlagast hugsun kirkj- unnar og sigldi undir hennar merki. Nú um tíma hefii' orðið nokkur misbrestur á, að kirkjan hefði þá aðstöðu að geta haft forystu í andlegum málum hjá þjóð vorri, og margir liafa snúið haki við lienni og horfið frá að sækja lielgar tíðir eða hafa um liönd heimaguðsþjón- ustur. En mér virðist, að nú muni aftur vera að snúast hugiu' þjóðar vorrar til einlægari guðsþjónustu en áður. Her- dunu-hávaði lieimsglaumsins leiða hugina aftur á braut hins eilífa. Trúin gerir kröfu að vera einkaathvarf mann- kyns, sem er sjúkt af ótta, örvæntingu og tryltum her- húnaði. Ég veit, að nú undanfarin ár hefir kirkjurækni frekar dvínað liér í Skagafirði sem víðar á íslandi. En ennþá má líta af einum stað i mið-Skagafirði til 12 kirkna, sem kalla á Skagfirðinga til hljóðra stunda í

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.