Kirkjuritið - 01.05.1941, Blaðsíða 35

Kirkjuritið - 01.05.1941, Blaðsíða 35
Kirkjuritið. Kirkjur konunga á Bessastöðum. 193 Líklégast tel ég, að á þessu ári hafi mestmegnis verið unnið við það að höggva grjót í hálfgerða stöpulinn, en smiði kirkj- unnar sjálfrar hafi þá verið lokið að rnestu leyti. Og víst er þakið komið áður á kirkjuna. Lekinn á nýja þakinu. ólafur stiftamtmaður liafði beðið Þorgrim múrmeistara að gera grein fyrir lekanum á kirkjuþakinu nýja. Þorgrimur svarar bréf- lega 14. febr. 1794 (Dags. á Elliðav. — A 142): Þegar „þakið var !agt og ótilstrokið með kalki, þá lak ei mjög mikið í logni, en ef vindur var með, þá lak það mikið meira, þvi að þá hindraði vind- urinn vatnsrásina og hélt þvi inn um samkomur ,steinanna“. Nú var þakið „vandlega strokið með kalki utan og innan, en þá lak svo mikið sem í stiltu veðri“, og fór vatnið þá gegnum þakhell- una. Með samþykki prófasts M. M., gerði ég þá tilraun að tjarga •ueð 16 pt. af volgri tjöru % af þakinu, vel þuru og í þuru veðri. Komu þá í ljós litarskipti á steinunum, því að sumir voru svo hrjúfir, að þeir drukku í sig tjöruna og láku líkt og áður. En með Þvi að tjarga þakið vandlega i sólskini jDrisvar sinnum mundi iuka fyrir lekann. „í þriðja sinn má brúka vel mulin þaksteinabrot °g koma í tjöruna, svo að þakiö verði ei svarl“. — Þaksteinninn var rauður. Bjarni Arngrímsson stud. (síðar preslur á Melum?) hafði þá umsjón með smiði og reikningum kirlcjunnar. 1795. Á þessum árum hlýtur kirkjan að vera vígð — þó að um Það finnist ennþá ekkert orð. — En einliverntima á þessu ári segir Markús prófastur, að Bessastaðakirkja sé nú „fullgjörð so aser sem að málverki, en kirkjuturninn ekki utan hálfgerður“. Óni sjóð kirkjunnar segir próf. þá, að hann sé „að óreiknuðum hyggingarkostnaði 112 rd. 78 sk.“. En þar af eigi 50 rd. að ganga Ll þeirra „Zirater", skrauts, sem til kirkjunnar var sent á s.l. sumri. Um sending þá er ekki kunnugt. Og skal þvi ósagt látið, hvort þetta á skylt við þá 8 stólpa, sem litlu síðar er getið um, að séu tilbúnir til þess, að á þeim skuli hvíla himinn yfir altarinu. Himinn þessi hefir sennilega sézt yfir skýjaborg einungis, af því, að aldrei finst lians getið siðar. 1796. Enn kemur nokkuð byggingarefni með fálkaskipinu til Keykjavíkur, bæði til húss og kirkjunnar á Bessastöðum (liklega kalk til kirkjunnar). Var þá lika enn verið að byggja kirkjuna í Keykjavik, og vildu forráðamenn hennar fá lánað Bessastaða- efnið. Én Vibe amtmaður þorir það elcki, án skipunar stiftamt- manns. Með því líka, að hann telur alla þörf til þess, að endur- hyggja þakið á kirkjunni. — En nagla og fleira telur amtmaður,

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.