Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum - 24.12.1915, Blaðsíða 13

Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum - 24.12.1915, Blaðsíða 13
11 og kroppaðu með mjer nufni minn.“ En þetta var áreiðanlega ekki vers. „Kantu ekki þetta: „Nú legg jeg augun aftur?“ Nei, ekki kunni hann það. „En þetta: „Nú vil jeg enn í nafni þínu“?“ Ekki held ur. „En versin þau arna: „Vertu, guð faðir, faðir minn“?“ Jósef svaraði engu. Það var svo ótta- lega sárt að kunna hreint ekkert. „En þú kannt faðirvorið?“ „Ekki alt.“ Hann var dauðhrœddur um að Sigríður munði slá hann utun undir fyrir að kunna ekkert af því, sem öll góð börn hlutu að kunna, en hún gjörði það ekki. Hún klappaði blítl á kinnina á honum og sagði svo undur blíðlega: „Blessað barnið.“ Þá þoldi Jósef ekki meira. Hann grúfði andlilið í koddann og grjet, grjet af því að hann kunni ekkert versið og ekki faðir- vorið heldur, grjet af því að hann var sjálfsagt lang-verstur af öllum börnum. Sigríður sat hjá rúminu hans, löngu eftir að hann var sofnaður. Tárin þornuðu á hvörmum hans, en hugur Sigríðar hvarfl- aði til munaðarleysingjanna, sem eru að velkjast hér og livar um hjarn heimsins. Hún laut ofan að sofandi barninu og kysti á enni hans. „Aumingja barn,“ hvíslaði liún. „Einstæðingur eins og jeg. Guð gefi að jeg geti orðið þér góð móðir.“ En .lósef brosti í svefninum og brá lógr- um gleðisvip á þreytulega, föla andlitið hans. Hann dreymdi að liann hafði eignast góða, ástúðlega inömmu. Kærleikur eyðir ótta. Móðurleg um- hyggja Sigríðar tendraði gleði og von í hjarta drengsins inunaðarlausa, sem aldrei hafði reynt alúð eða kærleiksríka umönn- un. Ótta og kvíðasvipurinn, sem jafnað- arlega var á andliti lians áður, var nú með öllu horfinn. Gamli hrygðarsvipur- inn kom aldrei í ljós, nema ef Jóset kom það til hugar, að sjálfsagt fengi hann ekki að vera í svona góðum stað til lengdar. En Sigríður komst einhverju sinni á snoðir um þessar liugsanir hans. Hún tók hann þá í fang sjer, horfði inn í barnsaugun og sagði hægt með sorgblandinni rödd: „Jósef minn, jeg átti einu sinni dreng á stærð við þig, en guð tók hann frá mjer og jeg álti ekkert eftir, jeg grjet og syrgði, mjer fannst bfið tómt fánýti, eintóm byrði. Jeg flýði aðra og aðrir flýðu mig. Fólkið hjelt að jeg væri orðin eitthvað geðbiluð, en það var sorgin og söknuðurinn eftir litla lambið mitt, sem gjörði mig svona fáláta. En svo leið timinn og jeg fór að sjá að svo búið mætti ekki standa, jeg varð að hætta að sökkva mjer ofan í sorg mfna, og nú fór mig að langa til þess að taka að mjer barn, m'.naðarlaust barn, sem livorki ætti pabba eða mömmu, og svo komst þú liingað Jósef minn. Þú komst i staðinn fyrir litla dreng- inn minn, sem nýtur nú gleði eilifðarinnar, en þú áttir engan að. Og jeg hugsaði með mjer: „Þennan dreng tek jeg, jeg ætla að vera mamma lians. Heldurðu nú að jeg láti þig nokkurntíma fara í burtu frá mjer?“ Jósef lagði báða liandleggina um hálsinn á henni, brosaifdi í gegnum tár af fögnuði og feginleik. Og svo leið að jólunum. Jósef átti að fá ný föt, nýja skó og ljómándi fallegan mynda' asaklút. Hann söng af kæti frá morgni til kvölds, og enginn amaðist við gleðinni hans. Sigríður naut liennar með honum. Hún bafði ekki hlakkað neitt til jólanna, undanfarin ár, en nú tók hún þátt í jólatilklökkuninni með Jósef, og það vöknuðu á ný fagrar, bjartar æskumyndir í huga hennar, sein böfðu legið þar í gleymsku um langa hríð. Þegar hún var búin að klæða Jósef í nýju fötin og þau gengu bæði áleiðis til kirkjunnar á aðfangadagskveldið, þá fann liún að hún átfi auð í fátæktinni, gleði í sorginni og vonarljós, sem ljómaði skært þrátt fyrir alt. Það var fögnuður jólanna, sem kominn var i hjarta hennar, fögnuður yfir fæðingu frelsarans. Og þegar hún setlist inn í ljósprýdda kirkjuna, og varð litið á drenginn, sem sat við hlið liennar og söng með skærum barnarómi fögru jóla- söngvana, þá fyltist bjarta liennar innilegu þakklæti til föður allra föðurlausra, sem hafði trúað henni fyrir munaðarlausu barni, og jafnframt gefið henni son í sonarstað. — Þegar Jósef síðar á æfi sinni, rendi liuga til liðinna ára, nam lmgiir hans á- valt staðar andspænis fyrstu jólunum hans, hjá henni Sigríði. Hann sá það og skildi til fulls að það var kærleikur hennar, sem liafði bjargað honum og náð tökum á því bezta, er guð hafði gróðursett í sál lians. Kærleikur, runninn úr kærleiksdjúpi

x

Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum
https://timarit.is/publication/446

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.