Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum - 24.12.1915, Blaðsíða 9

Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum - 24.12.1915, Blaðsíða 9
7 'livorki á dönsku nje Svertingjamáli heldur á ensku, hún er tunga þeirra, en sumir sálmurnir eru })ó peir sömu bæði hjá þeim og oss og yður, t. d.: „Oss barn er fætt i Betlehem.“ En hluslið þið nú á: Á eftir messu förum við, sem erum fædd í Danmörku, og höld- um jólin heima hjá okkur, og lesum jóla- brjef frá vinum okkar. En Svertingjarnir vilja heldur vera úti, })eir ganga um göt- urnar, blása í lúðra, brenna flugeldum og púðurkerlingum og gera svo mikinn há- vaða sem mest J)eir geta. Á prestssetrinu mínu var alt vinnufólkið með okkur við jólatijeð, en þó að litla vinnupiltinum þætti gaman að horfa á ljósin og jólatrjesskraut- ið, varð hann J)ó jafnan feginn, er jeg leyfði honum að fara út og horfa á flugeld- ana og taka þátt í gleðskapnum á göt- unum. En þegar við erum gengin til hvíldar, hálfþreytt eftir alt annríki aðfangadagsins, og erum rjett að festa svefninn, þá tekur annað við. Æskulýðurinn svarti fer þá hópum saman um göturnar og syngur jóla- sálma. Sá söngur hefst um miðnætti og stendur alla nóttina. Það er svo heitt veðrið að við treyst- umst ekki til að loka gluggum, en þú er auðskilið að manni verður ekki svefnsamt við sönginn. Og þó maður sje syfjaður verða söngkærir menn að dást að söngn- um. Margir Svertingjarnir syngja mjög vel og þeir hafa æft þessa jólasöngva alla jólaföstuna. Jeg býst við að ykkur mundi sömu- leiðis þykja ánægjulegt að heyra alla jóla- nóttina sungið um Jesúm og jólaenglana. — Hver veit nema })ið vilduð fara á fætur og ganga syngjandi með jafnöldrum ykkar um götur borgarinnar. — Ekki þyrftuð þið að fá kvef af kulda, því að hjer er jóla- nóttin lieit sem sumardagur hjá ykkur. Það mun líka hafa verið blíðviðri fyrstu jólanóttina i Betlehem, og þar blöktu sömu- leiðis pálmaviðargreinur í næturandvar- •anum, en snjór sást livergi. Á jóladaginu koma öll börnin til sunnu- dagaskólans, en mörg eru syfjuð eftir jóla- sönginn undanfarna nótt, og það er svo heitt í kirkjunni að þau hálf dotta í sætum sínum. En kvöldið, sem jólatrjeð er tendrað í skólanum, eru þau vel vakandi. Þá stíga þau dans um trjeð, syngja, leika sjer og hampa jólagjöfum sínum. Góðir vinir þeirra í Danmörku sendu sem sje kassa með ýmsum leikföngum og jólagjöfum til sunn- udagaskóluns fyrir jólin; og það er heldur en ekki glatt á hjalla þegar verið er að úthluta hrúðunum og myndunum og ýmsu öðru úr þessum kössum við jólatrjeð. — Nú er jeg búinn að segja ykkur, hörnin góð, dálítið frá jólunum á Ve'sturheimseyj- unum. En þegar þið nú fagnið jólun- um á íslandi, þá bið jeg ykkur að þakka Drottni, að hann elskaði svo heiminn, að hann fór ekki í neitt manngreinarálit, svo að Svertingjarnir, slórir og smáir, geta haldið jól sem vjer, því að þeim er einnig frels- ari fæddur. — Og vilduð þið ekki biðja Guð um að mörg svörtu börnin elski Jesúm alla æfi? Og ef þið, kæru hörn, elskið hann einnig, þá kemur sú stund að þið hittið svörtu börnin, ekki á Islandi nje á St. Tómasareyjunum heldur þar, sem Jesús er núna, og þar sem hann hefir lofað að veita yður viðlökur; því að hann Sagði: „Leyfið börnunum að koma Lil mín og bannið þeim það ekki, því að slíkra er guðsríkið.“ Jóhs. Petersen, Prófastur Vesturheimseyja Dana. JÓSE.F ^ Smásaga lianda börnum eftir G u ð r u n u L á r u s d ó 11 u r. Hann var munaðarlaus og átti alls enga vini, engan, sem væri góður við hann, jngan, sem tæki hann þreyttan í fang sjer, og segði honum sögu eða raulaði við hann kvæði. Þótt ungur væri, hafði hann bragðað

x

Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum
https://timarit.is/publication/446

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.