Brúin


Brúin - 11.05.1929, Blaðsíða 2

Brúin - 11.05.1929, Blaðsíða 2
2 ftRÚlN BRÚIN Vikublað, lcemur iit á hverj- um laugardegi. Útgefendur: Nokkrir Hafnfirðingar. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Þorleifur Jónsson. Sími 120. Auglýsingar, afgreiðsla og innheimta: Helgi Guðmundsson. Sími 47. H.f. Prentsm. Hafnarfjarðar. Guðmundur Helgason forstjóri og fyrverandi bæjargjaldkeri and- aðist að heimili sínu hjer í bæn- um, laugardaginn 4. þ. m. Æfiatriða þessa merka manns verður nánar getið í næsta blaði. Hellisgerði. i. í engum l)æ eða kauptuni á landinu munu vera jafnþröng og örðug ræktunarskilyrði, eins og í Hafnaríirði, enda ber bærinn sjálfur og umhveríi hans þess glöggan vott. IJæjarstæöinu þarf ekki að tysa og umhverfinu ekki heldur. Er þar lítið annað en hraun. Að eins til einnar handar er ekki hraun. Og, sem að líkindum ræður, sjer þar helstmerki ræktun- ar og gróðurs. Á bæjarstæðinu sjálfu hafa til langs tíma, smáir matjurtagarðar í hraunholunum verið sem sagt einu ræktuðu blettirnir. Blóma- eða trjágarðar voru að vísu við einstöku hús, en þeim heíir fjölgað mjög nú á seinni árum. Mikla fyrirhöfn og ærið fje hafa þessar garðholur kostað. En vel heíir gróðurinn dafnað í þessum „holum“, því að moldin er frjó þegar til hennar næst og nægur ylur í jörðu. II. Fyrir 6 árum, eða vorið 1923, fekk fjelagið „Magni“ til umráöa hjá bænum allstóranhraunhvamm, vestan Reykjavíkurvegar, til jæss að rækta þar trje og blóm, og um léið að gjöra staðinn að skemtigarði fyrir bæjarbúa, er stundir liðu fram. Heitir þar Hellisgerði. Er það einkennilegt og fagurt frá náttúrunnar hendi. Eyrsta árið, sem „Magni“ rjeði þar ríkjum, var alt svæðið girt með vírneti, en lítið unnið að ræktun. Næsta ár var svo tekið til óspiltra mála með ræktunina. Ekki skal |>róunarsaga Hellis- gerðis rakin hjer — til þess brestur mig kunnugleika, svo að nákvæmt geti orðið — en hitt má jeg óhikað fullvrða, að j)ar hafa orðiö mikil og fögur umskifti. Er staðurinn nú, að miklu leýti, þakinn margvíslegum gróðri. Fjöldi trjáplantna, ýmsra tegunda, og blómahaf, brosa nú viö auganu — að sumrinu til — frá þeim stað, sem áður var gróðurlítill eða „nakinn og ber“. — Slík getur orðið uppskera þeirra, sem „leggja hönd á plóginn“ til Jáess að rækta landið. Og gróðurinn í Hellisgeröi sannar mönnum það, að moldin bregst þeim ekki, sem muna hana. — En „Magni“ virðist ekki ætla að láta sjer nægja að rækta og prýða Hellisgerði innan girðing- ar. Mun fjelagið hafa í hyggju að gera einnig girðinguna þannig úr garði, að hún hæíi fegúrð staðar- ins. Er það starf þegar hafið. Því í vor heíir verið gjör girðing úr steinsteypustólþum á öllu svæð- inu meðfram hinni nýju Hellis- götu, og er það um 80 metrar á lengd. Er girðing þessi í senn, traustleg og prýðileg, og eykur hún, ásamt Hellisgötunni, mjög á fegurð staðarins. — Og víst mun „Magna“ leika óskiftur hugur á því, að halda jiannig áfram, uns komin veröur vegleg og varanleg girðing í kringum alt svæðið. En ærið fje mun slík girðing kosta, og er jæss ekki að vænta, að henni verði komið upp, nema á löngum tíma. Ekki ætti heldur að þurfa að efast um vilja bæjarbúa í því, að stuðla að vexti og viðgangi Hellisgerðis, því að það er, og á ætíð að vera, fyrir alla. Það er, og á'að vera í framtíðinni, skemti- staður og hvíldarstaður bæjarbúa, jregar þeim, að sumrinu til, gefst tóm frá stritinu, mölinni og Mammoni. Hellisgerði á að bæta Hafnfirðingum upp þann skort náttúrufegurðar, jurtagróðurs og blóma-anganar, sem þeir verða að líða sökum gróðurleysis og hrjósturs hraunflákans, er þeir byggja. — Hellisgerði á að verða menningaratriði í andlegu u])peldi bæjarbúa. — III. Margvíslegt er það gildi, sem Hellisgerði heíir og mun hafa fyrir bæinn og bæjarbúa. > Þar er ekki einungis skemti- staður og hvíldarstaður fyrir bæj- arbúa. Þar er einnig gróörarstöð og jurtabúr. Með sanni má segja, að upphaf Hellisgerðis sje og upphaf nýs kafla í ræktunarsögu bæjarins. Sýna verkin þar merkin. Þeir munu hafa verið teljandi skrúðgarðarnir við hús bæjarbúa, J>egar byrjað var á ræktun Hell- isgerðis. Síðan heíir þeim hríð- fjölgað. Má hiklaust þakka Helí- isgerði það, að áhugi manna og framkvæmdir i Jæssu efni hafa aukist svo mjög og fara æ vax- andi. Þessu til sönnunar má benda á, að fyrstá vorið, sem ræktað var í Hellisgerði, voru látnar af hendi J)aðan til bæjarbúa, 5 eða 6 trjáplöntur, en í vor munu það hafa verið jafn mörg hundruð trjá- plöntur, sem bæjarbúar hafafengið þar, til þess að gróðursetja við hús sín. — Má af þessu marka, meðal annars, hvílíkar framfarir hafa átt sjer stað í bænum á Jæssu sviði. Umhirða og meðferð á blómum og trjáplöntum hefir og stórum batnað. Hafa menn tekið sjer Hellisgerði til fyrirmyndar í því efni. — Enn er eitt ótalið, sem ekki hvað síst ætti að hvetja Hafn- firöinga til þess að vernda og unna Hellisgerði. Er það sú mynd, sem J)ar hlýtur að geym- ast um aldur æfi, af því lands- lagi og þeim náttúrueinkennum, sem bæjarstæðið bar, áður heldur en mannshöndin og sprengiefnið bylti því um og braut til grunn- stæða og vega. — Hellisgerði á því ætið að vera augasteinn bæjarbúa. A J. Þingfrjettir. (Yfirlit frá 23. apríl til 3. maí). Þriðjud. 23. apríl voru miklar umræður í N.d. um Fiskiveiða- sjóðinn. Beittu jafnaðarmenn sjer mjög gegn frv. og töldu jbað kák eitt. En formælendur frv. kváðu J)að álitlegt spor í áttina til efl- ingar bátaútvegi landsmanna. Umr. ólokið. Á öndverðu þingi kom fram frv. í N.d. um breyting á kosn- ingalögum til Alþingis, í þá átt, að kjördagur skuli fluttur frá fyrsta vetrardegi til fyrsta laugardags í júlí. Mætti frv. þetta þegar ákafri andspyrnu jafnaðarmanna, en var aígreitt til E.d. á síðasta vetrar- dag, með yíirgnæfandi atkvæða- mun (19:9). Fleira gerðist ekki á þingi þann dag, nema að hafnar- lög Hafnarfjarðar voru afgreidd umræðulaust til E.d. Þriðja umr. fjárlaganna í N.d. fór fram föstud. 26. apríl og stóð fram á laugardagskveld, alt til miðnættis. Brtt. einstakra J)in. og fjvn. voru um 90 talsins, og voru ílestar skornar niður við sama trog. Samþyktar voru m. a. J)ess- ar fjárveitingar: Til Flensborgar- skólans 16 þús. kr., til norræns stúdentamóts í Reykjavík 1930 10 þús. kr., til rannsókna og á- ætlana um raforkuveitur utan kaupstaða 15 þús. kr., til Stór- stúkunnar 10 þús. kr., til vega- gerðar til J)ess að ílytja björgunar- bátinn frá Sandgerði til Stafness 8 þús. kr. Upplýsti flm. þessarar till. (Ól, Thórs), að síðan um alda- mót hefðu farist J)ar 62 skip og 92 menn, og að þetta væri því einhver hættulegasti strandstaður hjer við land. Ennfremur var stjórninni gefin heimild til að láta reisa skrifstofubyggingu fyrir landið, nýja landsímastöð, og til þess að kaupa nokkrar hvera- jarðir í Ölvesi. (Hressingarhæli berklaveikra). Heiklarútkoma fjárlaganna, eins og N.d. ljet J)au frá sjer fara, er þessi: Tekjur 11829 600,00 kr., gjöld I I 877 364,95 kr., tekjuhalli 47 764,95 kr., en hinn raunveru- legi tekjuhalli er sennilega miklu meiri en þetta. Á laugardaginn var rætt um Búnaðarbankann í E.d. B. Kr. bar fram ýmsar brtt., m. a. að fella veðdeildina niður, en stofna í hennar stað nýjan veðdeildarflokk við Landsbankann. Allar voru till. Jfessar feldar. J. Bald. flutti tillögu um að stofna njrja lána- deild fyrir smábýli við kaupstaði og kauptún. Tók hann þó till. þessar aftur, er til atkvgr. kom, en H. Steins. tók þær upp og komu J)ær því til atkvæða, og voru samþyktar gegn atkv. Fram- sóknarmanna. Samkvæmt þeim skal deildin lána til jarðræktar á þeim býlum, sem minst geta veitt meðalfjölskyldu þriðjung fram- færis, en aldrei mega slík lán fara fram úr 15 þús. kr. á býli hvert. Mánudaginn 29. apríl var „ömmu frv.“ svonefnda (um loftskeyta- notkun togara), á dagskrá í N.d. Kom það frá E.d. og var flutt þar að undirlagi dómsmálaráðherrans. Umræður urðu hvassar, og sló í brýnu allmikla milli Ól. Thórs og dómsmálaráðherra, en slíkt þykir nú engin nýlunda. Um helgina skilaði allshn. vinnu- dómsfrv., og J)ótti mörgum mál til komið. Nefndin klofnaði í þrent, eins og vænta mátti. M. Guðm. og Hákon vildu samj). frv. með smá breytingum. Hjeðinn vildi fellaþað, en M. Torías. ogGunnar flytja í ])ess stað frv. um breyt- ing á sáttasemjaralögunum 1925. En eigi hefir vinnudómurinn enn komið til umræðu, hvað sem veldur. .Sama er að segja um rannsókntogaraútgerðarinnar. Fer nú málum þessum að verða hætt, hvað líður, því óðum líður að þinglokum. Þriðjud. 34. apr. svæfði E.d. tóbakseinkasölufrv. með rök- studdri dagskrá. í N.d. var löggjafanefndin (stjfrv.) á dagskrá. Á nefnd J)essi að vera þingi og stjórn til aðstoðar við samning lagafrv. og undir- búning, gefa ut lagasafn öðru hvoru o. s. frv. Umræður urðu langar og harðvítugar. íhalds- menn og Sig. Eggerz risu önd- verðir gegn þessu og hváðu slíkt óþarfa kostnað, þar sem þing og stjórn ætti ávalt völ á sjerfræði- legri aðstoð hæfustu manna við lagasmíðið. í annan stað gæti beinn háski af slíku stafað, ef nefndin neytti aðstöðu sinnar til áhrifa á löggjafastarfið. Væri slíkt ekki einungis hugsanlegt heldur mjögsennilegt.Dómsmálaráðherra og Framsókn varði frv. og stóð í þessu þófi fram á kvöld, og var þá umr. frestað. Á miðvikud. 1. maí sendi E.d. Búnaðarbankafrv. til N.d. með þeirri breytingu, að ríkisstjórn- inni er heimilt að fresta stofnun veðdeildar. Að því loknu hófst 1. umr. fjárlaganna í E.d. og tók þá J. Bald. til „eldhúsverka“, en með því að íhaldsmenn höfðu sig ekki í frammi, varð „eldhús- dagur“ þessi einungis „góðlátlegt rabb“ milli J. Bald. og stjórnar- innar. Fóru fjárlögin i nefnd og til 2. umr. í N.d. fór mestur dagurinn i umr. um síldarverksmiðjuna. Urðu harðar sviftingar milli stjórnar- sinna og íhaldsmanna. Upplýstist undir umræðunum að forstjórar síldareinkasölunnar hefðu nýlega lofað Norðmönnum að beita sjer

x

Brúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brúin
https://timarit.is/publication/448

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.