Brúin - 18.05.1929, Síða 4
4
&RÚIN
Bærinn og grendin.
Messur á hvítasunnudag.
í Hafnarfjarðarkirkju kl. 1 síðd.,
síra Árni Björnsson (altarisganga).
í Fríkirkjunni kl. 12 á hádegi,
síra Ölafur Ólafsson (ferming).
í Spítalakirkjunni: Hámessa kl.
9 árd. Guðsþjónusta með prjedik-
un kl. 6 síðd.
Messur á annan í hvítasunnu.
í Bessastaðakirkju kl. I síðd.,
síra Árni Björnsson.
í Hafnarfjarðarkirkju kl. 5 síðd.,
síra Árni Björnsson.
K. F. U. M. og K.
Sameiginleg samkoma á hvíta-
sunnudag kl. ÖV2 síðd. Allir vel-
komnir.
Bj.arni Bjarnason
skólastjóri í Straumi er nýkom-
inn heim úr ferðalagi um Dan-
mörku, Noreg og SvíjDjóð. Var
hann að kynna sjer skólamál og
kensluaðferðir í jressum löndum.
í. O. G. T.
Næstkomandi miðvikudag (22.
]). m.) verður síðasti fundur st.
Morgunstjarnan'nr. 11. á Jressu vori,
haldinn á venjulegum stað og
tíma. Verður ])á lokið við ýms
ólokinstörf, svo sem: 1. Kosningu
og innsetningu embættismanna,
2. Kosningp fulltrúa á Stórstúku-
þing, 3. Mælt ineð umboðsmanni,
4. Rætt húsmálið, o. fh, sem fje-
lagsskapinn varðar. Meðlimir eru
alvarlega ámintir um að fjölmenna
og mæta stúndvíslega.
Æ. T.
Á annan í hvítasunnu verður
framhaldsfundur Umdæmisstúk-
unar nr. 1, haldinn í Brattó
í Rvík, og eru þeir fulltrúar st.
Morgunstjörnunnar nr. 11, sem
ekki geta mætt, beðnir að láta
æðstatemplar stúkunnar (sími 135)
vita í tæka tíð, svo að hægt sje
að gera varafulllrúunum aðvart.
Æ- T.
Skipafregnir.
Af veiðum hafa komið þessa
viku:
Togararnir: Surprise með 90
föt lifrar, Ceresio með 46 föt,
James Long með 22 föt, Sviði
með 65 föt, Júpíter með 50 föt
og Kings Gray með 56 föt.
Línubáiarnir: Sjöfuglen frá Aale-
sund með 100 skpd., Andey með
40 skpd., Sæbjörg með 90 skpd.,
Pjetursey með 90 skpd., Eljan
með 95 skpd., Jernbarden frá
Aalesund með 120 skpd., Roald
með 100 skpd. og Papey með 70
skpd.
Vjelbáíarnir: Frigg með 40
skpd. og Erik frá Hafnarfirði, skip-
stjóri Halldór Magnússon. Er hann
nú hættur veiðum. Hefir lagt upp
i Keflavík á vertíðinni og aflað
ágætlega.
Þrír
af togurum Hellyers hafa komið
í vikunni, tveir þeirra á leið til
Grænlands og einn af ísfisks-
veiðum. Hafði vír lent í skrúfuna
hjá honum, og varð hann að
koma hingað inn til þess að láta
losa hann.
Alúðar þakkir vottum við hinum mörgu einstakjingum og íje- H.F. DVERGUR.
lögum, sem auðsýndu okkur hluttekningu og vinarpel við fráfall og jarðarför manns míns, föður, tengdaföður og bróður, Guðmundar Mikil verðlækkun á
Helgasonar gjaldkera. byggingarefni.
VJit/i/ííi þorgi/sclóttir, f/Ilalt/iilt/ur Suðmunc/si/óitir, Sarðar S. Sis/ason, Hvergi ábyggilegri
Ul/elgi U/elgason, fJUagnús iT/or/erg. reikningsskil.
Nokkrar stúlkur 11Kartöflur>
afbragðsgóðar a 10,50 pokinn hja
vanar fiskvinnu (sjerstaklega fiskþvotti) vantar í Svendborg.
Upplýsingar hjá verkstjóranum.
Gunnl. Stelánssyni
Kvöldskemtun
verður haldin í Good-Templarahúsinu í
Hafnaríirði á annan í hvítasunnu.
Skemtiskrá:
1. Einsöngur: Hr. Siefán Guðmundsson
Hr. Emil Thoroddsen aðstoðar
2. Ræða.
3. Frjálsar skemtanir.
Veitingar á staðnum.
Húsið opnað kl. öVa- Hefst kl 9.
Aðgöngumiðar seldur við innganginn.
Fólki
skal bent á, að messan í Frí-
kirkjunni á morgun byrjar kl. 12,
en ekki kl. 2 eins og venja hefir
verið til.
Hjúskapur.
Á fimtudaginn voru gefin sam-
an í borgaralegt hjónaband hjer
í bænum, ungfrú Steiney Krist-
mundsdóttir og Magnús Ingi-
bergsson vjelgæzlumaður.
Úr Höfnum.
í Höfnunum var síðastliðin ver-
tíð ein með þeim aflamestu, er
komið hafa í seinni tíð. Hlutir
frá 1200—2000 af ágætum fiski.
Var þessa fiskjar eingöngu aflað
á lóðir, og er því nokkuð dýr,
því beitan var dýru verði keypt
þar sem annarstaðar; var beitu-
kostnaður nálægt kr. 200.00—
250.00 í hlut. Er alvarlegt til þess
að hugsa fyrir hreppsbúa, að
borga á einu ári, sem núna, ca.
30000.00 krónur út úr hreppnum
fyrir beitu.
Væri hægðarleikur fyrir hrepps-
búa að kóma sjer upp íshúsi, sem
nægði hreppnum í lengri tíö, þó
útgerð ykist þar töluvert, fyrir
helming þeirrar upphæðar, er
greidd hefir verið fyrir beitu á
þessu ári.
Væri óskandi að mönnum þar
ykist framtakssemi í að koma
þessu stórþrifamáli á rjettan rek-
spöl hiö bráðasta.
Afkoma manna og líðan er þar
hin ákjósanlegasta og bygðar-
lagið í mesta uppgangi, því við
þessa aflasæld bætist j)að, að
vaknaður er töluverður ræktunar-
Kasmírsjöl,
fjórföld með silkikögri,
komin aftur.
Yerzlun
Helga Guðmundssonar.
Kaupendur Brúarinnar í bæn-
um, sem hafa bústaðaskifti, eru
vinsamlega beðnir að tilkynna
afgreiðslunni það.
hugur í mönnum, og eru það
ávalt hyggindi, sem i hag koma.
Kunnugur.
Flutningaskip.
G.s. Vard kom á þriðjudag. Tók
pakkaðan fisk hjá Þ. Flygenring
og Lofti Bjarnasyni.
G.s. Dana sama dag með timbur
og sement til Einars Þorgilssonar.
Seglskipið Vera á miðviðviku-
dag með timbur og sement til
Jóh. Reykdal.
Blöð og rit.
Ægir,
4. tbl. XXII. árgangs er ný-
komið út.
Eru í blaðinu ýmsar skýrslur,
svo sem um fiskafla á öllu land-
inu, um útfluttar íslenskar afurðir
i febr. og marz s.l., um háseta-
námskeið og vjelfræðinámskeið,
er haldin hafa verið í Reykjavík
og sjávarþorpum víðsvegar á
landinu á síðastl. vetri. Grcinir um
Nokkrir bílar
af torfi (snyddu) óskast keyptir
strax.
Þorvaldur Árnason
Sími 135.
Taurullurnar
eru komnar til
Gunnl. Stefánssonar.
Linoleum
gólfdúkar.
Borðdúkar
Hillurenningar
Pappi undir dúka
stærsta úrval í bænum hjá
GunnL Stefánssyni.
Búsáhöld
í stóru úrvali komu með Gullfossi
og Goðafossi til
Gunnl. Stefánssonar
íiskirannsóknir og þarabrenslu,
skýrslur um fiskiveiðar Canada-
manna og Norðmanna síðastl.
vetur og ýmislegt fleira er í
blaðinu.
Gapaleg sjóferð.
Síðastliðinn miðvikudag fór Jón
Jónsson frá Hlíðarenda f Ölfusi
á vjelbáti frá Eyrarbakka til Þor-
lákshafnar. Hafði hann verið for-
maður á bát þessum síðastliðna
vertíð. Ekki var annað manna á
bátnum í för þessari en Jón og
sonur hans 10 ára. Þótti mörgum
Eyrbekkingum ferðalag þetta með
lítilli forsjá stofnað, því snarpur
sunnanvindur var á, og ilt við-
fangs fyrir einn mann að gæta
bæði stýris og vjelar. Fór og svo
þegar Jón var kominn nokkuð
áleiðis að gangvjel bátsins stöðv-
aðist. Setti Jón þá upp segl og
sigldi sem leið lá til Þorláks-
hafnar. Hafði vindur og sjór auk-
ist mjög, og varð Jón að sigla
bátnum í strand skamt ftá svo-
kallaðri „«iorðurvör“ i Þorláks-
höfn. Komu þá heimamenn til
og björguðu þeim feðgum, en
báturinn brotnaði í spón.