Kirkjuritið - 01.03.1956, Side 7
Vitnisburður um eilífa lífið
(Srindi (latt í Caugarmskirkju)
í kvöld ætla ég að tala um það, sem oss mennina varðar einna
mest, en það er ódauðleiki lífs vors. En það verður með dálít-
ið einkennilegum hætti. Eg ætla að leiða eitt vitni í því máli,
sænskan biskup, Thorsten Bohlin að nafni.
Þegar ég kynntist honum, var hann ungur maður og enn ekki
orðinn biskup. Það var í lýðháskólanum í Sigtúnum fyrir þriðj-
ungi aldar. Hann flutti erindi, og var mér starsýnt á þennan
fríða og glæsilega mann, sem var betur máli farinn flestum
öðrum. Hann byrjaði á því að segja frá hermanni í stríði, ung-
um, hraustum ofurhuga. Allt í einu fær hann kúlu í höfuðið og
hnígur andvana til jarðar. Hvað er orðið um hann? Er hann
alveg horfinn úr tilverunni? Þeirri spumingu leitast hann því
næst við að svara út frá reynslu þeirra, er lægju við dauðans dyr.
Hann nefndi fjölmörg dæmi, sem bentu á það, að þeir ættu líf
framundan. Ég man sérstaklega tvö þeirra. Aldraður maður lá
mjög langa banalegu. Hann hafði Nýja testamentið hjá sér. Þar
var ein málsgrein, sem hann minntist einkum á, orð Páls postula
í 2. Korintubréfi: Fyrir því látum vér ekki hugfallast, en jafn-
vel þótt vor ytri maður hrörni, þá endumýjast dag frá degi vor
'nnri maður. „Þessi orð standast prófraun sína“, sagði hann fagn-
andi. „Það er nákvæmlega þetta, sem ég er að reyna núna dag
frá degi.“ Annar maður var orðinn svo langt leiddur, að hann
gat aðeins hvíslað. En glettnisglampi var í augum hans stund-
um. Hann bað vin sinn að beygja sig niður að sér og sagði síðan:
>Á ég að segja þér, hvaða álit ég hefi á þeim, er telja ekkert líf
eftir þetta. Ég segi bara: Þeir eru heimskir.“ Ennfremur sagði
Thorsten Bohlin frá sálfræðingnum mikla, William James, og
heimspekirökum hans fyrir framhaldi mannlífsins handan við