Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1956, Page 47

Kirkjuritið - 01.03.1956, Page 47
ERLENDAR FRETTIR 141 Jansson, Saltsjöbaden, Harry Johansson, framkvæmdarstjóri, Sigtúnum, Dag Strömback prófessor, Uppsölum, og David Ahlén hljómsveitarstjóri, Stokk- hólmi. Bo Giertz biskup í Gautaborg liefir ritað grein um sívaxandi vanda- ■Ral sænsku kirkjunnar, sakir hinnar öru fólksfjölgunar í borgunum. Telur hann, að þjóðkirkjuskipulagið sé því að nokkru til hindrunar, að unnt sé að færa prestana til eftir þörfum og reisa nýjar kirkjur, þar sem það er aðkallandi. Hvetur hann að vísu ekki til aðskilnaðar ríkis og kirkju, eins °g sakir standa. Kaþólskur erkibiskup. dr. Bernhard Alfrink í Utrecht, hefir leyft Rotkun bibliuþýðingar dr. Ulbe van Houten, sem er guðfræðingur í hópi "lotmælenda. Er biblíuþýðing þessi gerð á frísnesku. Mælir biskupinn einn- *g með því, að hún sé notuð við kennslu í kaþólskum skólum. — Talið er, að þetta sé fyrsta dæmi sinnar tegundar. Dr. Bernhard Alfrink var skipaður erkibiskup 3. nóv. síðastliðinn. Allhörð deila stendur enn yfir í Noregi út af ummælum dr. Eivinds ®erSgravs í þá átt, að heimatrúboðið mætti ekki verða kirkja innan kirkj- Unnar, og andmælum hans gegn því, að landið væri að afkristnast. Telja heimatrúboðsmenn sig eiga annað skilið af hálfu kirkjunnar en ákúrur og Seu þeir enn kjarninn í kristnilífi N'orðmanna. — Hvað sem segja má um gildi þessa máls, — enda virðast báðir aðilar vilja vægja —, er gott til þess að vita, hve frændur vorir virðast margir hverjir áhugasamir um kirkju og hristnimál. Biblían hefir nýlega kornið út á tíbetsku. Þýðingin er hin mesta þrek- raun> enda stóð hún yfir í mörg ár. Segir gjörla frá þessu í ársriti brezka h'blíufélagsins. Mikil grafhvelfing fundin. I suðurhlíðum Galíleufjalla, þar sem heitir Beth Shearinn, fannst stór grafhvelfing í sumar, sem leið. Það var • aguSt. Þegar grafið hafði verið niður 5 metra, var komið að dyrum Jnelfingarinnar, og er liún höggvin í klett. Reyndist hún vera full af lík- ■stum úr kalksteini frá 2.-4. öld e. Kr. Kisturnar eru vfir hundrað talsins. r eru um 2% metra á lengd, en 2 á hæð, 3—5 smálestir að þyngd, sumar mJóg út höggnar og rist á grafletur á hebresku. Þykja þessar fornleifar hin- ar merkustu.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.