Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1956, Síða 48

Kirkjuritið - 01.03.1956, Síða 48
142 KIRKJUBITIÐ Jólabréf — fagurlega handrituð og mörg kostulega skreytt, — berast öllum brezkum föngum og fleirum víða um heim. Upptök þessa máls er starfsemi, er ensk kona, Meredith að nafni, hóf til umbóta á fangelsum og fangalifi í Bretlandi á síðari hluta 19. aldar. Upphaflega skrifuðu fyrrver- andi fangar gömlum félögum, sem sátu í dýflissu um jólin. Síðan var bundizt samtökum um að skrifa öllum föngum. Hafa verið gerðar sérstak- ar fyrirmyndir að slíkum bréfum og leggja síðan margir hönd að verki. Efnið er í samræmi við jólaboðskapinn, en frágangur mjög breytilegur. Er alsiða, að fangar hengi myndskrevtt bréfin upp á nakta klefaveggina. Segja fangaverðir, að kveðjum þessum sé vel fagnað, enda fái sumir fangar ekki annan jólapóst. Anglikanska kirkjan í Kanada hefir gefið út nýja bænabók, sem í eru m. a. fyrirbænir fyrir þeim, sem látnir eru. Slíkt kvað ekki hafa átt sér stað þarna siðan 1552. En margir hafa þó iðkað þennan sið án opin- berrar viðurkenningar kirkjunnar á réttmæti hans. : ■ ------------j Tnnlcndm* fréttir j--------------------------- ■*-----------------------------4. Kópavogssöfnuði hefir enn borizt góð gjöf. Fagur og dýr blómavasi úr silfri til skreytingar á altarinu. Stjórn Kirkjusjóðs Kópavogs gefur, eins og stjakana áður. Æskulýðsfélag var stofnað í Aðaldal, sunnudaginn 19. febrúar. Var það gert með líkum hætti og skýrt hefir verið frá í sambandi við félagið á Siglufirði. Séra Sigurður Guðmundsson helgaði Jretta nýja félag við fjöl- sótta og hátíðlega guðsþjónustu á Grenjaðarstað. Formaður er Guðni Sig- urðsson. Den isliindska kyrkehandboken (íslenzka helgisiðabókin) heitir grein eftir sænska sóknarprestinn Hilmer Wentz, Höör, sem birt er í Ny Kyrklig Tidskrift, Uppsölum (n. 2—4, 1955). Presturinn virðist þessu máli vel kunnugur og skrifar um það af skilningi. Hann telur, að helgisiðabók vor beri þess hvors tveggja merki, að vér íslendingar séum að öðrum þræði fastheldnir við söguleg verðmæti, en að hinum all „frjálslyndir". Því f)'rra til sönnunar bendir sér Wentz á, að lesnar séu ljóðlínur úr Sólarljóðuffl

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.