Ergo - 01.11.1920, Síða 4
4
ERGO
hann, víkíngur loftsins,
hann flýgur einn,
en hiniPí stórum hópum.
Við fjörð og í dal er hann
friðar án,
hans ferill um sveitina’
er blóð og rán,
en ókleyfa bjargið er líf hans
og lán,
svo langt ofar dalsins ópum.
»Nokkur kvæði«.
Frjetta-pistill
frá Ísafirðí.
Einn af mest málsmetandi
mönnum höfuðstaðarins spurði mig
að því í fyrradag hvernig það
væri með Isafjörð, hvort alt væri
þar nú á afturfótunum.
Sagði jeg honum svona undan
og ofan af eftir því sem jeg vissi
frekast og hefi að öðru leyti sann-
ar heimildir fyrir.
ísafjörður er blómleg borg,
brúJagðar götur, fögur torg
o. s. frv. — Nei og aftur nei.
ísafjörður stendur — ef jeg mætti
svo að orði komast — á grænni
grein. — Það eina sem stendur
bænum fyrir þrifum, er yfirvaldið
Magnús Torfason, sem gengur nú
yfirleitt undir nafninu »óklandraði«
Magnús. En jeg verð að taka hjer
alvarlega til athugunar þetta orð:
»óklandraði«.
Jeg álít og held því fram af
fullri alvöru, að hafi nokkur
maður á guðsgrænni jörðu kland-
raða samvizku, þá sje það einmitt
bæjarfógetinn á ísafirði, Magnús
Torfason. Þetta »klandur« átti áð
vera slagorð á herra bankastjóra
og alþingismann Jón A. Jónsson
á ísafirði, sem var rjett kjörinn
alþingismaður fyrir ísafjarðarkaup-
stað. En Mangi skrækur var bú-
inn að gera sjer svo góðar vonir
með að verða kandidatinn —
manngarmurinn — og hafði það
í gegnum nokkrar blindar kerl-
ingar og að öðru leyti hálfvolaða
sauði, sem »Eventuelt« hafa feng-
ið einskonar áheit hjá karlinum
til að greiða honum atkvæði sitt.
Aðall'ega var það dugnaði Helga
bankastjóra Sveinssonar að þakka
að hann komst þetta hátt við
atkvæðagreiðsluna við síðustu al-
þingiskosningar, því atkvæðin
fylgdu honum en alls eigi Magn-
úsi Torfasyni. Því það skal jeg
segja yður, að ef Helga hefði eigi
notið við við þær kosningar, hefði
Magnús Torfason aldrei fengið
yfir 72 — sjötíu og tvö — at-
kvæði, svo svartur var hann þá
orðinn í augum Isfirðinga, út
af skráveifum þeim og Filistea-
klækjum, er hann beitti mig rang-
lega árinu áður. — Þótt jeg segi
sjálfur frá, þá var jeg hugljúfi
allra betri borgara Isaíjarðarkaup-
staðar og er enn — eða að minsta
kosti veit jeg ekki annað.
Nú held jeg herra N. N. að
nóg sje komið, en annars verður
mjer vanalega mjög skrafdrjúgt
ef jeg hugsa til baka og sje hvað
miklu jeg hefi tapað af peningum
í gegnum þennan mannhund, nfl.
M. T., að undanskildum þeim
atvinnumissi og álitshnekki er jeg
varð að þola í tilefni af því, svo
og að öllu þessu samanlögðu var
það tæplega verjandi hjá mjer
gagnvart konu minni og börnum
ef jeg hefði þarna spilað botnin-
um úr buxunum. Auðvitað skal
jeg í sambandi við þetta geta
þess, að ekki var jeg að spila
með neina þá peninga, sem jeg
hafði eigi að fullu og öllu umráð
yfir.------
— Nú er vindillinn yðar. —
Gerið svo vel og takið hjer ann-
an í nestið.
— Þjer viljið þá ekki hafa mig
lengur?
— Jú, gerið svo vel, ef þjer
hafið nokkra ánægju af, þá megið
þjer mín vegna vera fram á rauða
nótt. Eigum við þá ekki að herða
á samræðunum og setja Reykja-
vík, Isafjörð og Sauðárkrók á eitt
bretti. — Nú! Gagnvart hugsjón-
um er jeg alveg að gefast upp
með þetta málæði, nema jeg láti
ná í kaffi.
— Kaffi drekk jeg aldrei segir
N. N., því jeg er svo hjartveikur.
— Nú trúi jeg ekki.
— Trúna get jeg ekki gefið
yður, en satt er það samt, og
tileinka jeg hjartveiki mína Ólafi
Friðrikssyni ritstjóra og bæjarfull-
trúa. Jeg kom hingað til bæjarins
fyrir 5 árum síðan og ætlaði mjer
að taka hjer rólega daga og lifa
eftir vild minni í höfuðborg ís-
lands, enda var peningabudda mín
það góð, og var jeg því all kjark-
góður — því peningarnir eru afl
þeirra hluta sem gera skal — og
góður vilji.
Framh. næst.
V erðlaunagáta.
Fimm frýr fóru í búð og hafði
hver dóttur sína með sér. Hver
þeirra keypti jafnmarga metra eins
og hún borgaði aura fyrir meter.
Hver móðir eyddi 4,05 kr. meira
en dóttir hennar. Frú R i x o n
eyddi 2,88 meira en frú V o 1 g a-
1 ó n s, sem eyddi tæpum fjórða-
parti af því, sem frú K a 1 b a x
eyddi, en frú Þ j a r k a n eyddi
mestu. Frú K e r a 1 z keypti 63
metrum meira en B í n a, sem var
ein af ungfrúnum, en af hinum
keypti fröken S í n a 48 metrum
meira en fröken T r í n a og eyddi
kr. 29,12 meira en fröken N í n a.
Fimta stúlkan hét P í n a. Hvað
var ættarnafn hennar?
Eftir því, sem vér höfum kom-
ist næst hefir enn enginn tekið
upp eða fengið staðfestingu
stjórnarráðsins á neinu af þessum
gullfallegu ættarnöfnum, sem fyrir
koma í gátunni. Hver sem ræður
gátuna má velja sér eitthvert af
nöfnunum, en ef fleiri biðja um
sama nafnið, sem búast má við,
því að þau eru ekki í ættarnafna-
bókinni, þá verður hlutkesti að
ráða. Ráðningar sendist á afgr.
blaðsins fyrir krossmessu. Þær
séu í lokuðu umslagi merktu
„Ættarsköinm“.
Dr. Ómar.
Lágir ómar.
í kvöldskugganna faðmi
er fegurðin oss kærst.
í ósungnu ljóðunum
listin er stærst.
Þá dauði í dropatali
drýpur hjartað á,
er söngurinn í hörpunni
hreimvana þrá.
Farandsveinn.
Prentsmiðjan A c t a.