Frón - 26.01.1918, Page 3
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Grimúlfur H. Ólafsson,
Laugalirekku, Reykjavík.
Sími 622. Box 151.
F R O N
I. tölublað.
Laugardaginn 26. janúar 1918.
Fáninn.
Engir þurfa meira að halda á
þolinmæðinni en vér íslendingar.
Enn þá megum vér ekki sýna
fána vorn fyrir utan landhelgina.
Og þó alþingi hafi í einu hljóði
samþykt ályktun um siglingafána,
þá stendur við sama. í ríkisráði
var fánaúrskurði synjað staðfest-
ingar. Það minnir á að Færey-
ingar máttu til skamms tíma ekki
heyra guðsorð prédikað á sínu
eigin máli í kirkjum sinum.
Miklir menn erum við Hrólfur
minn. Danskir stjórnmálamenn
vaka eins og ormar á gulli yfir
þvi, að sjálfstæðismál vor nái eigi
fram að ganga. Altaf eru yfir-
skinsviðbárur til á takteinum. I
þetta sinn var ekki hægt að sinna
málinu neitt fyr en öll afstaðan
til Danmerkur væri afráðin. Hvað
liugsa Danir? Búast þeir við þvi
að vér unum því lengi, að fáni
vor sé falinn inni i landhelginni.
/Etla þeir oss öðruvísi en aðrar
þjóðir ? Allar þjóðir bera virð-
ingu fyrir fána sínum, og krefj-
ast þess einnig að aðrir beri virð-
ingu fyrir honum. En livað er
oss boðið? Oss er beinlínis neitað
um að sýna hann fyrir utan land-
helgina. Af hverju? Er það hags-
munatap fyrir Dani? Þvert á
móti; ítrekuð fánasynjun, hlyti
að leiða til hagsmunataps fyrir
þá, því hætt er við að lítið yrði
um verzlunarsamband við þjóð,
sem skildi svo illa menningu
vora, allar tilfinningar vorar, að
hún neitaði oss að sýna fána
vorn á höfunum. Danir verða
að kasta barnalegum yfirdrotn-
unaranda, sem er ósamrýman-
legur þessum tímum, fyrir borð.
Þeir verða að skapa sér stærra
stjórnmálavíðsýni, og læra að
samúðin er sterkasti þátturinn,
einasti óbilandi þátturinn i sam-
bandi tveggja menningarlanda.
En lykillinn að samúðinni er
einn, að réttmætar kröfur vorar
nái fram að ganga. Þetta skilja
Danir ekki enn. Og að einu leyti
er þeim vorkunn. Lærifaðir þeirra,
spámaður þeirra í íslands mál-
um er Knud Berlin, en hann
hefir gert það að lífsstarfi sínu,
að vekja tortryggni gegn oss niðri
í Danmörku. Ef einhverju sjálf-
stæðismáli voru er hreyft þar,
rís hann öfugur gegn því. Hann
hamaðist gegn fánamálinu nú i
vetur niðri í Danmörku og æsti
Dani gegn oss. Því ver og miður
hlusta þeir á hann í stað þess
að þagga niður i honum, því
Knud Berlin er einn af þeim
mönnum, sem hættulegastir eru
fyrir sambandið milli landanna,
því hann sáir þeim ófriðarkorn-
um sem úlfúðin sprettur af.
Á meðan á ófriðinum hefir
staðið höfum vér farið einir með
öll vor mál. Hefir það skaðað
Dani? Hafa sendimenn vorir
verið þeim til meins? Engan
veginn, en þeir hafa verið oss
til hagsmuna.
Eins er það með fánann.
Því sldldu nú Danir risa öfugir
gegn því, sem er oss til hags-
muna, en þeim ekkert mein i.
Því þurfa réttmætar fánakröfur
vorar að stranda á dönsku skiln-
ingsleysi? Er það ekki beinlínis
soi'glegt. En hvað sem um það
er — eitt er víst, og allir hljóta
að skilja það, að vér höldum
þessum kröfum vorum fast fram.
í þvi máli verður ekkert hik
á oss, engin hálfvelgja.
Þó orð foi'sætisi’áðhen'ans um
um að málið verði ekki látið
falla, þyki mjúk, þá munu þau
koma hljómsterlc út úr næsta
alþingi íslendinga.
Allur innanlandskritui', öll
valdaþrá einstakra manna, alt
verður að víkja fyrir öndvegis
kröfu vori'i,
fánakröfúnni.
M-aiiiiréttincii.
Einvaldarnir ogr lijörstjórnin,
Einvaldar hafa jafnan gert lítið
úr manni'éttindum. Þeir hafa á-
skilið sér vald lífs og dauða yfir
íbúum rikis síns. Kjörstjórnin í
höfuðstað íslands hefir eigí reynt
það enn þá.
Einvaldar hafa auðvitað gert
enn þá minna úr þeim mann-
réttindum, sem llf eða dauði er
eigi undir komið beinlínis. Tala
eg þar um rétt manna til þess,
að ráða þvi að sínum hlut, hversu
stjórnað er þjóðfélagi og sveitai'-
félagi. Þar er kjöi’stjórn Reykja-
víkui'bæjar þeim jafnsnjöll. Henni
verður eigi mikið fyrir, að svifta
menn kosningari'étti og kjörgengi.
Einvaldar þurfa eigi að beygja
sig fyrir lögum. Þeir hafa sett
þau sjálfir og breyta þeim, hve
nær sem þeim kemur í hug. Hér
er kjörstjói’nin þeim fremri, þvi
að hún tekur sér vald til þess,
að breyta þeim lögum, sem hún
hefir elgi sjálf sett. Hún tekur
sér með öðrum orðum einveldi.
Að því búnu sviftir hún á annað
þúsund kjósendur hér í bænum
kosningarrétti.
Þetta vex-k hennar er nú alræmt
orðið, en það eitt undrast menn,
að hún er að ómaka lögfræðing
sinn með þvi, að leggja sig undir
atkvæði bæjai’búa. Hví fyrirskipar
hún ekki beinlínis, að hann skuli
vei’a í bæjarstjórn og þá auðvitað
í kjörstjórn framvegis.
Lagabreytingrin.
Maður einn ki'afðist þess, að
kjörstjórnin tæki hann og konu
hans á kjörski'á. Þessu neitar
kjöi'stjórn »með því að þér hafið
eigi gi’eítt gjald í bæjai'sjóð fyrir
ái’ið 1917«, segir hún i bréfi 19.
janúar þ. á. I sama bréfi birtir
kjöi'stjói’n það, að hún »lítur svo
á, að 1. gr. laga nr. 49, 30. júlí
1909, beri að skilja svo, að þeir
einir eigi að takast á kjörskrá,
sem hafa greitt útsvar fyrir það
ái', er kjörskráin er samin eftii’,
nær yfir, sbr. oi'ðin »og' greiða
gjald í bæjai’sjóð eða hi'eppssjóð«.
Kjörstjórnin gei'ir hér nútíð að
foriið, greiða að hafa greitt og
þai'f eigi lengi að þrátta um þá
málfræði. Hefði þessir góðu menn
farið eftir þeii’i'i i'eglu í stílum
sinum í skóla, þá rnundu þeir
liafa fengið litla viðurkenning.
En hvað skiftir slíkt nú þá ein-
völdu kjörstjórn? Hún mun nú
og svara mér, að hér sé eigi um
málfræði að ræða. En til þess
liggur þó það svar, að þar sem
lög eru sett í orðum, þá muni
lögskýrendur eigi ganga beint
gegn lögum málsins og málvenju.
En hvorttveggja er svo gjörsam-
lega andstætt skilningi kjöi’stjórn-
ai', að eigi þarf um að deila. —
Möi'g önnur rök renna þar og
tíl, er sýna, að skilningur þessi
er svo fráleitui', að mönnum hlýt-
ur að vei’ða leit úr, að finna á-
stæður til hans, þar sem eigi
getur verið greindarskorti um að
kenna. Hér skulu talin nokkur
hin helztu:
Lárus H. Bjarnason, háskóla-
kennari, hrekur þenna skilning
gjörsamlega i grein sinni i Tím-
anum 19. janúar þ. á. Hann
byggir fyrst og fremst á 7. grein
bæjarstjórnai'tilskipunai'innar:
»Kjöi’stjói'nin semur kjörskrá yfir
kjósendur og skal þá farið eftir
skattgjaldaskrám bæjarins frá
næsta ári áður en kosning fer
fram«. Tekur hann það réttilega
fram, að hér sé eigi um það að
ræða, hvort«menn hafi greitt
gjöldin í réttan tíma. Þetta eitt
nægir til þess, að kollvarpa »skiln-
ingi« kjörstjórnar.
í tilskipun um bæjarstjórn í
kaupstaðnum Reykjavik 20. apr.
1872, 5. gr. er kveðið svo að orði
bæði um hærri og lægri gjald-
endur, að þeir skuli kjósa, ef þeir
hafa verið eitt ár..............og
greitt o. s. frv. Þ. e. ef þeir hafa
greitt það gjald, sem þar er til
skilið. — 1 tilskipun um sveita-
Afgreiðslu- og innlieimtumaður:
Þoríákur Daviðsson,
Bergstaðastræti 45.
Afgreiðsla Templarasundi 3.
I. árgangur.
stjórn á íslandi 4. mai 1872 stendur:
»Kosningarrétt og kjörgengi til
hreppsnefndar á hver búandi . .
.......ef hann síðasta árið hefir
haft fast aðsetur í hreppnum og
goldið o. s. frv.« En i lögum um
breyting á tilskipun um bæjar-
stjórn í Reykjavík 22. nóv. 1907,
3. gr. (5. gr. tilsk.) er kveðið svo
að orði um þetta: »ef þeir greiða
skattgjald til bæjarsjóðs«. Sama
orðalag er í lögum um bæjar-
stjórn í Hafnarfirði 22. nóv. 1907,
5. gr. Og loks er í lögum um
breyting á lögum, er snerta kosn-
ingarrétt og kjörgengi í málefnum
kaupstaða og hreppsfélaga 30. júlí
1909 1. gr. sagt »og greiða gjald
í bæjarsjóð eða hreppssjóð«.
Löggjafinn hefir breytt greini-
lega til um orðun laganna að
þessu leyti. í eldri lögunum er
það beint skilyrði kosningarréttar,
með ótvíræðum orðum, að hafa
greitt gjaldið. Hefði nú löggjaf-
inn 1907 og 1909 ætlast til að
svo væri, þá mundi hann alls
eigi hafa breytt orðalaginu. Hann
breytti því af þvi, að hann vildi
breyta ákvæðinu á þann hátt, að
þetta skilyrði félli burt. Og það
er auðsætt og fljótséð, hversvegna:
Að hafa greiit gjaldið var sett
að skilyrði fyrir kosningarrétti i
lögum 1872, en 1874 fellir stjórn-
arskráin þetta skilyrði niður fyrir
kosningarrétti til Alþingis, þó að
hún gerði gjaldskyldu að skilyrði,
og sama gera öll kosningarlög
sem á henni bygðust alt þar til,
er nýja stjórnarskráin feldi gjald-
skylduskiljTðið einnig.
Árið 1874 er því tímamóta ár
i löggjafarsögu vorri. Þá er virð-
ing manna fyrir almennum mann-
réttindum, og þá sérstaklega fyrir
kosningarrétti og kjörgengi, orðin
svo rík, að löggjafinn þekkir ekki
nema tvær tegundir afbrota svo
illar, að þær svifti fullveðja menn
þessum rétti: syndir á móti hegn-
ingarlögunum og fátœkt. Og þótt
ósamræmt atriði héldist í sveitar-
stjórnarlögum nokkru lengur, þá
er það að eins tómlæti löggjafans
að kenna. En óðar en hann
hreyfði við þeim lögum, þá hlaut
hann að koma þeim i samræmi
við stjórnarskrána, varð að breyta
ákvæðinu, og hann — breytti því.
Þessi rök ein nægja til þess að
kollvarpa alveg »skilningi« kjör-
stjórnar.
Auk þessa fer hálfilla á þvf, að
kjörstjórn bæjarins sé höfð fyrir
skuldakröfusendil.
Bæjarstjórn gerir sig og heldur
smáa með slíku, er hún reynist
eigi bær að semja við einstaka
menn um lúkning á skuld eða
gjaldi til bæjarsjóðs, þar sem
kjörstjórnin gæti refsað gjaldand-