Frón - 24.06.1918, Qupperneq 1
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Grimúlfur H. Ólafsson, Laugabrekku, Reykjavik. Sími 622. Box 151. ! F R O N 1 Afgreiðslu- og innlieimtumaður: Forlákur Davíðsson, Bergstaðastræti 45. Afgreiðsla Austurstræti 18.
BLAÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
hægri menn vildu elcki taka þátt
Sendinefndiii
danska.
Hún er nú á leiðinni hingað
heim. Lagði á stað frá Kaup-
mannahöfn á föstudaginn var.
Fer til Bergen og þaðan með
Islands Fallc. I henni eiga sæti
þessir menn:
1. Christopher Hage, formaður
nefndarinnar. Hann er fæddur 28.
nóv. 1848 i Lienlund hjá Nak-
skov. Varð stúdent 1867, las hag-
fræði og varð cand. polit. 1871,
fékk gullmedalíu háskólans 1874.
Hann varð fólkþingsinaður 1881
og hefir um langan tima átt sæti
á þingi. Hann var fjármálaráð-
herra í Deuntzer-ráðuneytinu
1901— 1905, fyrsta vinstrimanna-
ráðuneytinu í Danmörku, og
einnig samgöngumálaráðherra
1902— 1905. Hage er hagfræðing-
ur mikill. Nú er liann verzlun-
arráðherra, hefir verið það siðan
1916.
2. Erik Arup, prófessor i sagn-
fræði við Kaupmannahafnarhá-
skóla, fæddur 22. nóv. 1876 í
Slangerup.. Hann varð stúdent
1894, fékk gullmedaliu háskólans
1898, tók meistarapróf 1901, en
varð doktor phil. 1907. Hann
hefir verið ríkisráðsritari ogskjala-
vörður utanríkisráðuneytisins.
3. Frederik Hedegaard Jeppesen
Borgbjœrg, jafnaðarmannaforing-
inn danski, fæddur 10. april 1866
í Skelskör. Hann varð stúdent
1884. Las guðfræði og tók heim-
spekispróf með ágætiseinkunn, en
lauk ekki guðfræðisnámi. Árið
1890 varð hann blaðamaður við
Social-Demokralen. Árið 1898 varð
hann fólksþingsmaður í 5. kjör-
dæmi Kaupmannahafnar og hefir
síðan verið foringi jafnaðarmanna.
Frá 1898—1913 sat hann í borg-
arstjórn Kaupmannahafnar.
4. Jens Christian Christensen,
fæddur 21. maí 1856, bóndason
Jrá Jótlandi. Tók kennarapróf
1877 og var lengi lýðkennari í
bænum Stadil. Árið 1890 varð
liann fólksþingsmaður í Ring-
köbingkjördæmi og hefir jafnan
verið það síðan. Hann varð
kenslumálaráðherra 1901 i ráðu-
neyti Deuntzers og 1905 forsætis-
ráðherra Dana til 1908. I ráðu-
neyti Holstens Ledreborg var hann
landvarnarráðherra. 1916 átti
liann um stund sæti í ráðuneyti
Zahle. Hann er foringi vinstri
manna.
Þrír aðalflokkar ríkisþingsins
standa að baki nefndinni, en
í samningunum, en fyrverandi
ráðherra þeirra Rotböll, mun þó
hafa greitt atkvæði með hinum
flokkunum.
1 síðasta blaði gátum vér þess
til, að úrvalsmenn mundu sendir
frá Danmörku til samninga við
oss, og sézt nú að sú tilgáta var
rétt.
I þingi voru hefir og verið
skipuð með þingsályktunartillögu
4 manna nefnd til að hafa milli-
göngu við samningana, og er
þeirrar nefndarskipunar getið hér
annarsstaðar.
Er nú vonandi að giftusamlega
takist með mál vor.
íslandsmál
í Danmörku.
SímsUeyti íríi Ritzau.
Khöfn 16. júní.
í ríkisþinginu var í gær rætt
um það að senda fulltrúa til
Reykjavikur. Nefndarmenn frjáls-
lynda flokksins, »radikala« og
jafnaðarmanna úr báðum þing-
deildum höfðu lagt það til að
þingið féllist á tillögu stjórnar-
innar um það að senda fulltrúa,
en nefndarmenn ihaldsflokksins
voru á móti því.
Borgbjerg, fulltrúi jafnaðar-
manna, var framsögumaður máls-
ins í þjóðinginu og mælti hann
með tillögu stjórnarinnar. Sagðist
hann þó fremur mundi hafa kos-
ið að samningar milli þjóðanna
hefðu farið fram í Kaupmanna-
höfn, en kvaðst eigi hika við það,
að verða við óskum íslendinga
um það að samningarnir færu
fram i Reykjavik. Fulltrúarnir
ættu eigi að fá neitt vald til þess
að binda hendur ríkisþiugsins, en
það væri augljóst, að ef þeir gætu
komist að samkomulagi við Is-
lendinga, þá væru allar líkur til
þess að ríkisþingið inundi fallast
á það samkomulag. Kvaðst hann
þess fullviss, að ríkisþingið og öll
danska þjóðin mundi láta hinar
hugheilustu óskir fylgja nefndinni
um það að henni' mætti takast
að koma því í kring, að trygt
væri ríkjasambandið, þannig að
réttmætum kröfum íslendinga um
þjóðlega sjálfstjórn, væri fullnægt.
Framsögumaður ininni hlutans
var Johan Knudsen og lýsti han'n
yfir þvi, að íhaldsmenn áliti að
fulltrúarnir ættu að hafa tak-
markað umboð og að þeir gætu
alls eigi fallist á tillöguna að því
leyti að láta sendinefndina hafa
óbundnar hendur. Mælti hann
með þeirri tillögu ihaldsmanna,
að samningum yrði frestað.
Khöfn 16. júní.
Önnur og síðari umræða ríkis-
þingsins um íslandsmálin fór
þannig fram:
Starfandi forsætisráðherra, fjár-
málaráðherra Edward Brandes,
lýsti því yfir, að stjórnin gæti fall-
ist á tillögur meiri hluta nefnd-
arinnar. Ilann sagði, að sam-
bandsdeilan milii Danmerkur og
íslands hefði nú slaðið yfir i
mörg ár og nú að siðustu harðn-
að svo, að æskilegt og nauðsyn-
legt væri, að byrjað yrði á samn-
ingatilraunum svo fljótt sem unt
væri. En það væri ómögulegt, að
binda hendur fulltrúanna fyrir
fram á uokkurn hátt. Hann harm-
aði það, að ekki hefði verið unt
að fá flokkana til að fylgjast að
málum. íslendingar væru einhuga,
en sendinefnd Dana ætti ekki alla
þjóð sína að baki sér. Það gerði
samningana erfiðari, en þó mætti
gera sér beztu vonir um árang-
urinn. Danir óskuðu þess allir
einhuga, að ísland og Danmörk
mættu einnig 1 íramlíðinni halda
saman.
Tillagan um að senda fulltrúa
til Reykjavíkur var samþykt með
102 atkv. gegn 19.
í landsþinginu fóru umræðurn-
ar í sömu átt og i þjóðþinginu
og var tillagan þar samþykt njeð
46 atkv. gegn 15 og greiddi Rott-
böll, fyrv. íhaldsmanna-ráðherra,
atkv. með meiri lilutanum, og á
móti íhaldsflokknum.
Ritzau.
Khöfn 16. júni.
Konungurinn skipaði i gær
sendinefndina, sem á að íara til
Reykjavikur, þá ChristofTer Hage
verzlunarmálaráðherra og þjóð-
þingsmennina I. C. Christensen,
Borgbjerg og Erik Arup, prófessor
við háskólann. Hage er formaður
nefndarinnar.
Ráðuneytið hefir skipað cand.
jur. Magnús Jónsson ritara nefnd-
arinnar.
Blöðin láta þá von i Ijós í dag,
að nefndinni takist að komast að
samningum, sem verði bæði ís-
landi og Danmörku til gagns og
gæfu.
Sænsk og norslc blöð segja, að
málið snerti ekki að eins Dan-
mörku og ísland, heldur næst
þeim öll Norðurlönd. Ritzau.
Berklaveiki.
Á það þarf ekki að minna, að
berklaveiki er ein með algeng-
ustu sóttum hér á landi. Orsakir
veikinnar eru bakteríur, sem þró-
ast svo að segja hvar sem vera
skal, þó þola þær ekki mikinn
hita, og drepast við suðuhita 100°.
I húsdýrum eru berklar efa-
laust algengari en flestir ætla, og
i kúm erlendis hafa oft og einatt
fundist berklar, en sem kunnugt
er fer engin slík rannsókn fram
á mjólkurkúm hér á landi. Ann-
arsstaðar, að minsta lcosti þar
sem heilbrigðismálefnum er kom-
ið í viðunanlegl horf, er haft
strangt eftirlit með heilbrigði
mjólkurkúa, og með állrí’ með-
ferð mjólkurinnar, enda er ný-
mjólkin víðast hvar gerilsneidd
áður en leyft er að selja hana til
almennings, og til svonefndr
barnamjótkur er sérstaklega vand-
að. —
Nú hefir V(aldimar) St(efensen)
læknir á Akureyri hinn 31. f. m.
ritað góða grein um þetta efni
í blaðið íslending og þótt lækn-
irinn tali að eins um Eyjafjörð,
þá mun ástandið svipað víða
annarsstaðar,
Grein læknisins hljóðar svo:
»Það mun tæplega ofmælt, að
Eyjafjörður sé það hérað á land-
inu, sem mest er berklasmitað, og
þá sérstaldega innfjörðurinn fyrir
framan kaupstaðinn. Það sem
mestu um veldur er hin afarilla
b3Tgging á, svo að segja, hvei-jum
bæ; byggingin er svo, að lítt er
hugsanlegt að sótthreinsa að gagni,
en af þvi leiðir, að maður sýkist
af manni, ekki síst þegar eigi er
farið því varlegar með hráka.
Því miður mun þrifnaði í þeim
efnum enn ábótavant, þrátt fyrir
alt, sem um það hefir verið ritað.
Ekki verður sagt, að veikin sé
neitt i rénun, hveldur þvert á móti.
Margir eru þeir bæir í firðinum,
sem aldrei eru berklafriir, maður
tekur við eftir mann og eru berld-
arnir i ýmsum myndum; lungna-
berklar, kirtlaberklar og aðrir út-
vortis berklar.
Eg hefi eigi að þessu sinni gert
neina skýrslu um veikina liér i
héraðinu, enda skiftir það minstu.
Hitt tel eg meiru skifta, að gerðar
séu ráðstafanir til að hefta fram-
gang veikinnar, en allar ráðstafan-
ir verða árangurslausar, ef eigi
næst góð samvinna milli heil-
brigðisnefnda og sjálfrar alþýðu
manna.
Tryggasta og bezta ráðið væri