Einingin - 01.06.1902, Qupperneq 1

Einingin - 01.06.1902, Qupperneq 1
T za.m EININGIN. I. ár. Akureyri, júní 1902. Blað Umdæmissíúkunnar %/fsfjóri: ‘Bjarni Kæru samverkamenn! Á Umdæmisstúkuþinginu, sem haldið var á Akureyri í síðastl. mafmán., var samþykt að gefa út blað fyrir umdæmið, og Fram- kvæmdarnefndinni falið að annast um útgáfuna. Enginn vafi getur á því leikið, að samvinna milli stúkna inn- byrðis og stúkna og bindindisfélaga í umdæminu gæti verið og ætti að vera meiri en hún er, og að vöntun á slíkri samvinnu stendur framförum bindindismálsins hér í umdæminu mjög fyrir þrifum. Tilgangur umdæmisstúkuþingsins með útgáfu þessa blaðs var aðal- lega sá, að allar stúkur og öll bindindisfélög í umdæminu ættu kost á að kynnast hvert öðru, með því að fá nægilega oft glögt yfirlit yfir ástandið í hverri stúku og bindindisfélagi út af fyrir sig; að fá stúkurnar og bindindisfélögin til að vera samíaka í öllu því, er beint getur bindindismálinu áfram í rétta átt; að fá þessa tvo flokka til að skipast sem mest að sömu háttum, svo þeir geti komið fram sem ein heild gagnvart mótstöðumönnum bindindis- starfseminnar; og að flytja friðar og vináttumál millum allra þeirra, er helgað hafa einhvern þátt úr lífi sínu þessu þýðingarmikla sið- menningar og mannkærleiks-starfi, hvort sem þeir heita Good-Templ- arar eða bindindismenn. Með þessu markmiði heilsar »Einingin« öllum G.-Templurum, bindindismönnum og bindindisvinum, og ég vona að hún verði þeim flestum kærkominn gestur. Þó að Umdæmisstúkan ein hafi ráðist í að gefa út þetta litla blað, jafnvel fram yfir það, sem efni hennar leyfðu, er ætlast til þess, að það standi jafnopið fyrir bindindisfélögum í umdæminu sem stúkunum, að svo miklu leyti sem rúm leyfir, eins og líka

x

Einingin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Einingin
https://timarit.is/publication/462

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.