Einingin - 01.06.1902, Qupperneq 4

Einingin - 01.06.1902, Qupperneq 4
4 Einingin. i. blað. a. Að skuld sú, er st. Nýju Aldarblómið er talin að vera í, út af mismun á skatti, falli burtu. b. Að skuld sú, er stúkan Framsókn er talin að vera í, út af sama, falli sömuleiðis burtu, ef stúkan ekki vill góðfúslega greiða hana. 19. Samþykt tillaga Fjármálanefndarinnar: Að Útbreiðslusjóður Umd.st. hafi sérstakan reikning, og hinn eiginl. Umd.st. sjóður sérstakan reikning. 20. Reikningar Umd.st. fyrir síðastl. ár því næst samþyktir. 21. Samþykt að gefa út blað fyrir Umdæmið, samkv. yfirlýstum vilja fulltrúafundarins, og Frkvn. falið að framkvæma það, og veitt heimild til að verja til þess fé úr Útbreiðslusjóði. 22. Samþykt að borga upp í ferðakostnað þessara fulltrúa þannig: Jónasar Sveinssonar 15 kr., Hinriks Árnasonar 15 kr., Ástvaldar Björnsson- ar 12 kr., Sigtryggs Sigurðssonar 6 kr. 23. Kosið og skipað í embætti Umdst. 24. Mælt með br. Frb. Steinssyni bóksala, sem Umdæmisumboðsmanni. 25. Samþykt að halda næsta Umdæmisstúkuþing á Sauðárkrók. : 6. Samþykt að taka gilda ábyrgð Einars Hjörleifssonar fyrir U. G. og ábyrgð Davíðs Ketilssonar fyrir U. R. 27. Embættismenn settir í embætti af Umd. umboðsmanni, br. Friðbirni Steinssyni. 28. Þá skipaði U. Æ. í hinar föstu nefndir. 29. Eftir að gjörðabók hafði verið upplesin og samþykt, var þinginu slitið kl. 10V2 síðd. sunnudaginn 25. maí. U. Regluboðar. Á Framkv.nefndarfundi 31. maí var sr. Árni Björnsson á Sauðárkróki endurkosinn regluboði Umd. stúk. fyrir Skagafjarðarsýslu, og br. Lárus Thórarensen fyrir Eyjafjarðarsýslu í staðinn fyrir br. Bjarna Lyngholt, er tjáðist ekki lengur geta gegnt því starfi sökum annríkis. * „EININGIN" er ætlast til að komi út einu sinni á hverjum mánuði, á söniu stærð og þetta 1. núiner. Verð árgangsins er 60 aurar, er borgist fyrir 1. desember, en þeir sem kaupa 10 eintök eða fleiri, eða hafa útsölu á þeiin, fá árganginn fyrir 50 aura. Blaðið verður sent bæði G. T. og Bindindismönnum til útsölu, og treystum vér því að útsölumennirnir séu svo heppilega valdir, að það fái talsverða útbreiðslu. Prentari Oddur Björnsson.

x

Einingin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Einingin
https://timarit.is/publication/462

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.