Einingin - 01.09.1902, Blaðsíða 2

Einingin - 01.09.1902, Blaðsíða 2
14 Einingin. 4. blað. sé bein skylda bindindismanna, með því að þeim sé um það að kenna, að veitingahúsin leggist niður. Það þarf auðvitað ekki að eyða mörgum orðum að annari eins fjarstæðu og þessari. Því er alveg eins varið með þetta þjóðar- mein, áfengisveitingarnar, og hverja aðra meinsemd. Ef einhver hefir fengið kolbrand í fótinn, er læknirinn tafarlaust sóttur, til þess að taka fótinn af, án þess að nokkurum detti í hug, að gera lækninum það að skyldu, að láta manninn hafa nýjan fót í staðinn fyrir þann veika. Það er þjóðfélagið sjálft, og enginn annar, sem á að byggja upp í skörðin, sem verða eftir, þar sem veitingahúsunum er kipt í burtu. Enginn einstaklingur á að þurfa að tefla eigum sínum og atvinnu á tvær hættur, til þess að sjá óviðkomandi ferðamönnum fyrir nauðsynlegum gististað; því eins og ferðamönnum hlýtur að vera það óljúft, að þurfa að níðast á gestrisni einstakra manna, eftir að veitingahúsunum er lokað, eins hlýtur þeim að vera það ógeðfelt, að njóta óbeinlínis aumingjanna, sem borga framfærslu- eyri sinn og sinna inn til veitingamannsins fyrir brennivín og styrkja hann þannig til að viðhalda gistihúsi fyrir þá. Gistihúsin eiga alls ekki og þurfa alls ekki að styðjast við á- fengisveitingar. Ef þau ekki geta borið sig sjálf, sem þau auðvitað geta ekki nærri allstaðar, eiga þau að styðjast við tillag af opin- beru fé. Þau eru fyrir almenning og almenningur á að sjá fyrir þeim. Það virðist heldur ekki vera óframkvæmanlegt. Gerum ráð fyrir, að eins og nú er, geti landið komist af með 50 gistihús og að landsjóður leggi af mörkum 12,500 kr. til þeirra á ári, gegn því, að hlutaðeigandi sýslu- og bæjarfélög legðu jafn mikið fram, og þau yrðu aðnjótandi hvert um sig, en Iandsjóðs- tillaginu væri skift mismunandi niður, eftir staðháttum. Rleð þessu móti fengjust 25,000 krónur, er skiftust niður milli 50 gistihúsa, en það eru 500 kr. á hvert að meðaltali, sem ætti að vera nægi- legur styrkur, til að halda þeim uppi og alls ekki tilfinnanlegur, hvorki fyrir Iandsjóð né sýslu- og bæjarfélög. Stærri kauptún og bæir, þar sem stærri gistihúsanna er þörf, borguðu auðvitað meir en 500 kr., hin minni aftur talsvert lægra. Að sjálfsögðu stæðu gistihúsin undir umsjón þess opinbera, og bæjarfógetar og sýslumenn leituðu á manntalsþingum undirboðs í þau, til 2 eða 5 ára í senn, en sýslunefndir og bæjarstjórnir settu skilyrði þau og ákvæði, er styrkhafi væri bundinn.

x

Einingin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einingin
https://timarit.is/publication/462

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.