Einingin - 01.09.1902, Blaðsíða 3

Einingin - 01.09.1902, Blaðsíða 3
4. blað. Einingin. 15 Á þennan hátt ætlum vér að auðveldast sé að bæta úr hinum tilfinnanlega gistihúsaskorti, sem vonandi verður bráðlega tekinn til alvarlegrar íhugunar, bæði af bindindisflokknum og öðrum fram- faramönnum þjóðarinnar. Fundartíminn. Að sækja vel fundi, oft og á réttum tíma, sýnist ekki vera hverjum þeim félaga ofvaxið, sem annaðhvort er í sjálfstæðri stöðu, eða er ekki háður því strangari húsbónda — í einu orði, það virð- ist að vera útlátalítið fyrir sérhvern meðlim, og sá, er eingöngu sækir fundi, án þess að taka nokkurn verulegan þátt í fundarstörf- unum, er vanur að telja sig ónýtan meðlim. En þetta er ekki rétt. Það er meira vert að sækja vel fundi, heldur en það alment er álitið. Það er meira vert en alt annað, sem gert er á fundum og utan funda. Það er mest um það vert af öllu því marga, sem einn meðlimur getur gert fyrir félagið sitt. Ekkert er eins dýrmætt og nauðsynlegt fyrir félagslífið innbyrðis, eins og fundartíminn. Öll velferð félagsskaparins er undir því komin, að meðlimirnir kunni að nota og noti hann rétt. Á stuttum fundi má gera alt það, sem þarf að gerast á einum fundi. Á löngum fundi leiðist vanalega einhverjum. Sá sem kemur á fund til þess að heyra það sem talað er, er alt eins virðingarverður og sá sem talar; hann hefir, alveg eins og sá sem talaði, gert alt það, sem honum bar að gera. Enginn, sem kemur á fund, neitar fundinum um að vinna það, sem hann er fær um að vinna, hvort það er til orða eða verka, og ef hann leggur alt sitt fram, hversu lítið sem það kann að vera, þá er hann jafn þeim mesta. En sá sem ekki kemur á fundinn, neitar félaginu um alt það, er hann getur látið því í té. Á fundunum nærist félagslífið því lífs eldi, sem það alls ekki getur lifað án og sem það alls ekki getur notið án fundanna. Það er á valdi meðlimanna einna og engra annara, að gera fundina það, sem þeir eiga að vera: næringarstund félagsins. Æfilöng reynsla sýnir, að fundirnir eru jafn nauðsynlegir fyrir félagslífið og fæðan fyrir líkamann. Fáeinir menn geta ekki gert fundartímann að fundi, fjöldinn verður að gera það. Fyrsta skilyrðið fyrir því, að fundartíminn verði að tilætluðum notum, er að sækja fundina; ef því er ekki fullnægt, eru öll önnur skilyrði óuppfylt. Hér eiga þeir þó ekki hlut að máli, sem vegna fjarveru, veikinda, eða annarra

x

Einingin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einingin
https://timarit.is/publication/462

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.