Einingin - 01.09.1902, Blaðsíða 4

Einingin - 01.09.1902, Blaðsíða 4
i6 Einingin. 4. blað. óviðráðanlegra orsaka ekki geta sótt fundi; slíkir menn geta verið og eru oft ágætir meðlimir fyrir því. Kæru bræður og systur! Látum það eitt, að sækja fundi, vera vora fyrstu og síðustu skyldu, til uppfyllingar hinu fagra bindindis- heiti, sem vér öll höfum unnið, og þá mun veturinn, sem nú fer í hönd, verða góður vetur, framfarasæll fyrir stúkurnar, ánægjulegur fyrir starfsmenn þeirra, heillaríkur fyrir velferð Reglunnar, og oss öllum til sóma, sem tökum þátt í bindindisstarfinu. Munum, að það er fyrsta skilyrðið fyrir velferð stúknanna, að sækja hvern fund á réttum tíma. Gerum það sjálf, og fáum aðra til að gera það með oss; þá mun veturinn, sem nú fer í hönd, verða góður vetur. JVIakleg verðlaun. (Sönn saga.) Unglingspiltur, tæplega tvítugur, fór í »útreiðartúr« með húsbónda sín- um, sem er einn af meiriháttar bæjarbúum, á sunnudag í sumar. Þegar þeir höfðu riðið »fyrsta sprettinn*, fóru þeir af baki til að gefa hestunum hlé til að blása. Tekur húsbóndinn þá upp ferðapelann, að fornum sið, sýpur á og réttir piltinum, sem réttir pelann frá sér aftur, án þess að taka úr honum tappann. »Viltu ekki vera með?« spyr húsbóndinn. »Nei,« svaraði pilturinn. »Þú hefir gott af að fá þér ofurlítið bragð svona í útreiðartúr.* »Eg geri það aldrei, hvernig sem á stendur.« »Ertu þá bindindismaður eða Good-Templar?« »Nei«, svaraði pilturinn, »en ég hef aldrei bragðað áfengi, og ætla mér ekki að gera það.« »Það er fallegur ásetningur,« mælti húsbóndinn með aðdáun, tekur upp budduna, réttir piltinum tíu króna seðil og segir: »Þú átt að eiga þetta fyrir það að þú þáðir ekki staupið.« Oefað eru til margir húsbændur, sem kunna að meta það að verðleikum við hjú sín og verkamenn, ef þeir eru reglusamir, en fá dæmi munu vera jafn-ljós og þetta, enda mun tilfinningin fyrir reglusemi og bindindi vera misnæm, jafnt hjá yfirboðnum sem undirgefnum. Einingin kemur út einusinni á mánuði og kostar 60 aura árgangurinn, 12 blöð. Gjalddagi fyrir 1. desember. Borgun fyrir blaðið ber að senda til umdæmisritara br. Lárusar Thor- arensens á Akureyri. Prentuð hjá Oddi Björnssyni.

x

Einingin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einingin
https://timarit.is/publication/462

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.