Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1982, Blaðsíða 22

Muninn - 01.11.1982, Blaðsíða 22
gildir þó fremur um fá mengi. LÍtum á dæmi. Mengi manna getur enganvegin talist stak i sjálfu sér, þvi að mengi manna er ekki maður. Hinsvegar er mengi allra sértækra hugtaka stak i sjálfu sér, vegna þess að hugtakið „mengi allra sértækra hugtaka" er sértækt. Þannig virðist ljóst, að unnt sé að skipta mengjum í tvo hópa, annarsvegar mengi, sem eru stök i sjálfu sér. Af þessu leiðir að við höfum mengi þeirra mengja, sem ekki eru stök í sjálfu sér. Köllum þetta mengi A til þæginda. Nú er spurt: Er A stak í sjálfu sér? Ef við segjum: A er stak i sjálfu sér, - þá höfum við um leið sagt, að A sé ekki stak í sjálfu sér, þvi að forsenda þess að A sé stak i sjálfu sér, er, að það sé ekki stak i sjálfu sér. Sama verður uppi á teningunum, ef við segjum: A er ekki stak i sjálfu sér, - þvi að sé mengi allra þeirra mengja, sem ekki eru stök i sjálfu sér, ekki stak i sjálfu sér, þá hlýtur það að vera stak i sjálfu sér. Á táknmáli litur þetta svona út: Hér virðist um óyfirstiganlega mótsögn að ræða. Spurningin um að hvort A sé stak i sjálfu sér er rökfræðilega ekki unnt að svara þvi bæði játandi og neitandi svör leiða til þversagnar. Svona þversögn hefur verið kennd við mig og kölluð Myrkurs - paradox. Ætla ég að leyfa ykkur lesendur góðir að spreyta ykkur á þessu og bið ykkur að senda lausnir til ritstjóra Muninns með yfirskriftina - Myrkurs - paradox. Ég hef fundið lausn á þessu og verður hún kannski birt almenningi siðar. En þá er þessu lokið i bili og ég sný mér að frekari rannsóknum.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.