Fríkirkjan - 01.04.1899, Qupperneq 11

Fríkirkjan - 01.04.1899, Qupperneq 11
58 sagt í 2. Mósb. 20, 1.—17; 31, 18, og 34, 28. í 5. Mósb. 4, 12.—14., er aptur á .þetta minnst með þessnm orðum: „Og drottinn talaði við yður mitt úr eldinum; róminn orðanna heyrðuð þér, en enga mynd sáuð þér, rómurinn var það einn. Þá birti hann yður sinn sáttmála, sem hann bauð yður að breyta eptir, þau 10 hoðorðin, sem hann ritaði á 2 steinspjöld. Um leið skipaði drottinn mér, að eg skyldi kenna yður laga- setninga og réttarhoð“. í 5. Mósb. 5, 22. stendur enn fremur, eptir er hin 10 boðorð hafa verið endurtekin: „Þetta eru þau orð, sem drottinn talaði við yður, þar sem þér voruð saman komnir, á fjailinu, úr miðjum eldinum, skýinu og myrkrinu, með hárri raust. Bœtti hann þar engu við, heldur ritaði á 2 steinspjöld, sem hann fékk mér.“ Hér virðist svo greinilega sem unnt er hin 10 boðorð vera skilin frá hinum öðrum „lagasetningum og réttarboðum“, sem Móses kenndi Gyðingaþjóðinni. Er það því næsta undar- legt, þegar dócent Jón Helgason í V. ]j. kveðst að vísu kann- ast við sérstöðu hinna 10 boðorða, en kveðst ehki setja hana í samband við „hina gömlu frásögu um steintöflurnar". Það er eins og sjálfur prestaskólakennarinn trúi ekki meira en svo þessari frásögn ritningarinnar, og vilji fá aðra til að efast um hana. Ummæli hans um þetta verða eigi skilin á annan veg; en það ætluðum vér sízt að hann mundi vilja í nokkurri grein verða til þess að veikja trú almennings þjóðar sinnar á ský- laus orð heilagrar ritningar. Vér höfum haft þá hugmynd um þenna mann, að hann, eins og faðir hans heitinn, væri einlægur og falslaus trúmaður á það, sem „skrifað stendur“ í þeirri blessuðu bók: og vér hljótum að lmgsa oss að álmgi hans á að verja helgi sunnudagsins hafl í þessu og jafnvel tleiru leit.t hann til að rita á annan hátt um hið heilaga, fullkomna lögmál guðs, heldur en hann í raun og veru hugs- ar um það; svo sem þegar hann á öðrum stað gefur í skyn, að Páll postuli hafi kallað lögmál guðs, hin 10 boðorð, „krapt- lítið og fátæklegt barnastafróf". Ef vér flettum upp staðnum, þar sem þessi orð koma fyrir (Gal. 4, 9.), þá sjáum vér, að Páll á' þar orðastað við lieiðingja, er til kristni höfðu snúist. „Forðum dýrkuðuð þér að vísu, á meðan þér þektuð ekki guð, þá sem í raun og veni ekki eru guðir. En hvenng getið

x

Fríkirkjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.