Fríkirkjan - 01.06.1900, Qupperneq 4

Fríkirkjan - 01.06.1900, Qupperneq 4
84 menn svo úr garði, að þeir geti fullnægt þeim kröfum. Þá verða þau að leita sér iiðs hjá mönnum út i frá. Við komu kristindómsins í heiminn, var all-mikil menn- ing þjóðanna í grísk-rómverska ríkinu; kristnir menn í því þjóðfélagi hafa því hlotið að finna sérstaklega sárt til þess, hvað heimilunum var ábótavant í þvi að veita nauðsynlega þekkingu. Þar Við bættist, að hinni heiðnu menntun fylgdi svo öflug siðaspilling hvervetna í þjóðlifinu, og svo hafði hún næm áhrif á börnin, að kristnir menn fundh ekki annað ráð til að verjast henni, en að senda börnin frá sér á eins konar griðast.aði kristilegrar trúar og heilags lifernis, sem kallaðir voru klaustur. Þetta voru upptökin til klaustra- uppeldis fornaldarinnar. Auðvitað voru það fæstir, sem fengu að njóta klaustra uppeldis, og því var eins vaiáð með klaustraskólana, eins og aðra kirkjuiega skóla (t. d. höfuðkirknaskólanaj, að þar var þeim einkum veitt kennsla og uppeldi, sem áttu að verða kennimenn. Þar gátu þeir fengið guðfræðilega menntun, og þar var guðrækilegt bræðralif, en það voru eðlilega skilyrðin fyrir því, að þeir gætu fengið nauðsynlegan undirbúning til sins helga ombættis. Til þess að almenningur gæti fengið uppeldi á þennan hátt, þá voru uppeldismennirnir allt of fáir, þvi að engin sér- stök stofnun var til, sem gæti búið þá undir starf sitt, en til þessa starfa var ekki hægt að taka hvern sem verkast vildi, eins og þeir komu af heiinilunum, þó vel upp aldir væi u. Það vantaði kennaraskóla. t*að gátu heimilin sjaldnast verið. Blómaöld klaustraskólanna er — miðaldirnar, og þeir liöfðu ótrúlega mikil áhiif á mannlífið á miðöldunum. Snemma var það, sem kirkjunnar mönnum kom fyrst til hugar að stofna klaustraskólana. Það var þegar í fornöld að Benedikt frá Nurcia setti grundvallariög handa klaustraskólun- um á VesturJöndum, og kom föstu skipulagi á þá. Klaustrin, sem liann stofnaði, voru arinn sá, sem allar greinar bókmenntanna breiddust úl fiá á Vesturlöndum.

x

Fríkirkjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.