Fríkirkjan - 01.06.1900, Qupperneq 5

Fríkirkjan - 01.06.1900, Qupperneq 5
85 Benedikt 'var af háum stigum (f. 480), en dró sig snemma út úr skarkala og glaumi heimsins, til þess að geta lifað hrein- lega. Hann var fyrst einsetumaður, og safnaðisþ þá að honum fjöldi manna, síðan varð hann ábóti eða forstöðumaður hins nafnfræga klausturs, sem hann stofnaði í Monte Cassino í Kamp- aníu (árið 529), og voru áður 12 klaustur undir stjórn hans. Munkaregla hans hefur opt verið prentuð. Hann dó 547. Lif það, sem munkarnir lifðu í klaustrunum, var eins konar uppeldislíf; þeir voru aldir upp til að þjóna guði með fullri og aiiðmjúkri undiigefni undir guðs vilja, ogfúslegri afneitun allrar holdlegrar nautnar. Hinar alkunnu aðalkröfur voru hreinlífi, fátækt, og skilyrðislaus hlýðni við yfirboðara sína. Tímanum áttu þeir að skipta niður eptir ákveðnum reglum til guðræknis- iðkana, handavinnu (akuryrkju) og bókritunar. En auk þess áttu þeir að taka að sér börn og unglinga, sem klaustrunum höfðu verið fengin til uppeldis. Fyrir uppeldinu stóð meist- ari, sem éérstaklega var til þess kjörinn, en munkarnir áttu að vera honum til aðstoðar. Svona voru þá klaustraskólarnir, þegar þeir voru í blóma sínum. Samhliða þeim voru höfuðkn-knaskólarnir eða liskupa- skólarnir. Krodegang, biskup í Metz (f 766) setti þeim lög fyrst- ur; gjörði hann alla klerkana í höfuðkirkju sinni að einu munkafélagi, og gjörði síðan hverjum biskupi að skyldu, að láta einn kórsbróður í hverri höfuðkirkju sjá um, að ungir menn yrðu þar búnir undir klerklega stöðu. í þessum munka- félögum voru reglur Benedikts ábóta, sem fyr var getið, rækt- ar stranglega. Þessir "skólar hvoiirtveggja voru arinn hins andlega lífs á miðöldunum. Skólalífið var allt bundið hinum nákvæmustu reglum. Þar fóru fram guðræknisiðkanir og trúbragðakennsla fyrst og fremst, og aðallinn af því, sem kennt var, voru pistlarnir og guðspjöllin, sem heyrðu til messugjörðinni, biflían í latneskri þýðingu, kirkjufeðiafræði (0: kenningar iielztu biskupa og páfa), og hin kaþólska tíðagjöið Gregoríusar páfa hins mikla.

x

Fríkirkjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.