Fríkirkjan - 01.06.1900, Blaðsíða 10

Fríkirkjan - 01.06.1900, Blaðsíða 10
90 Jíranjj iOcliíjsctí um vanírúarguðfrceðina. í maínúmeri blaðsins „Yerði ljós!“ fer dócent síra Jón Helgason meðal annars þessum orðum um þá nrenn, sem hann kallar „andstæðinga hinna vísindalegu rannsókna gamla testa- mentisins “: „Nú hefur allt það, sem þessir menn hafa komið fram með, öll þeirra röksemdaleiðsla, verið þoss eðlis, að hún ein- vörðungu hefur sannað oss það, sem vér reyndar vorurn ekki i neinurn vafa um áður, að þessa menn skortir allt vit og alla þekkingu til þess að dæma um efni þau, sem hér ræðir um, eða þeireru svo blindaðir af fordómum fyrri alda, að þeir hvorki vilja né geta séð hið sanna og rétta í þessum efnum. Þess vegna hefðum vér helzt af öllu leitt hjá oss allt fáfræðis- raus þessara manna.“ Það er gömul aðferð, en ekki góð, að bregða nrótstöðu- mönnum sínum um skort á viti og þekkingu. Slíkt er auðgjört að visu, en harðla lítið sönnunargildi hefur það. Vér getum nú í rauninni ekki tekið til vor það sem herra dócentinn talar um „allt fáfræðisraus þessara manna.“ Yér höfum hingað til ekki „rausað“ neitt um þessi efni, heldur þvert á móti að mestu leyti leitt þau hjá oss, og að eins drepið á þau með örfáurn orðum. En vér tókum tvo greinarstúfa upp úr mjög rnerku lút- ersku blaði, „The Workman", og prentuðum þá í desember- númeri 1. árgangs blaðs vors. í þessum greinum var farið hörðurn orðum um hinar nýjari biflíurannsóknir; en naumast trúum vér því, að dócentinn þori að frádæma dr. Passavant, þáverandi ritstjóra „The Workman", allt vit og þekkingu. Nú skulum vér koma með n.okkur orð og ummæli, er lúta að þessu efni, eptir mann, sem vér þykjumst fullvissir um að dócentinum dettur ekki í hug að hafi verið „blindaður af fordómunr fyni alda“ eða hafi skort „allt vit og þekkingu til þess að dænra unr efni þau, senr lrér ræðir um.“ Unrmæli þessi eru optir einn hinn allra mérkaéta af bifliufræðingum síðustu tínra, prófessor dr. Fránz Delitzsch, í bók lrans, þeirri

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.