Fríkirkjan - 01.07.1900, Qupperneq 4

Fríkirkjan - 01.07.1900, Qupperneq 4
100 fyrstur manna eptir þessu, og gjörir fyrstu tilraunina til að koma á almanna fræðslu i kristindómi. Það má því með sanni sogja, að hann sé fyrsti stofnandi alþýðnskólans. Um það leyti, sem krossferðirnar stóðu yfir (1096 - 1260), þá duttu klausturskólarnir og höfuðkirknaskólarnir smámsam- an úr sögunni. En þá komust á fót einskonar hersveitir í þjónustu kirkjunnar, riddarafélögin. Frá þeim breiddist nú út öll hin æðri menntun. Aðalsmenn miðaldanna, skattfrjálsir stór- eignamenn, létu riddarana ala upp sonu sína við strangan aga og guðræknisiðkanir, til þess að þeir á síðan heiguðu kirkj- unni og frægðinni iif sitt. Aðalbornir menn máttu ekki vera iengur en sjö ár undir hendi mæðra sinna; þá gjörðust, þeir sveinar einhvers ágæts riddara, er átti að vera fyrirmynd þeirra í öllum riddaralegum dyggðum, en frúin í riddaraborg- inni átti að vaka yflr siðferði þeirra og leitast við að hneigja huga þeina að því að starfa í þarflr kirkjunnár og fyrirtrúna. Frá 16 til 18 ára nárnu þeir allar riddaralegar íþróttir, og er þeir voru 21 árs að aldri, mátti slá þá til riddara. Þegar hagur manna blómgaðist i borgunum, þá komst ný stétt manna á legg, borgarastéttin, og varð nýtt þjóðmenn- ingarveldi, einkum eptir það, er hið svo nefnda Eansafélag var stofnað (1241), en það var allsherjar-verzlunarfélag, stofnað til að ná aliri verzlun í sínar hendnr. Heimilisuppeldið hjá borg- urunum á miðöldunum var einkum fólgið í því, að venja börnin á sparsemi, guðrækni ag starfsemi. fað var venja hús- föðursins að safna börnunum saman kvölds og morguns og láta þau biðja guð einum munni. Húsmóðirin hafði sjálf alla hússtjórn á hendi og konndi börnum sínum fyrirskipaðar bænir og blessunaróskir. En eptir þvi sem vald og viðgangur borgáranna óx, þá urðu þeir að koma sér upp skóla, borgara- slcólanum, sem sniðinn væri eptir þörfum þeírra. En hann var nú samt æði snauðlegur framan af. Hið helzta, sem þar var kennt, voru fræðin á iatínu, hin latneska málfræði Donatusar og söngur. Börnin voru látin syngja í brúðkaupsveizlum og við jarðarfarii' og önnur kirkjuleg tækifæii. Skóiastjórar voru fengnir til.eins árs í senn i- mesta lagi. teir bjuggu í skóla-

x

Fríkirkjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.