Fríkirkjan - 01.07.1900, Blaðsíða 8

Fríkirkjan - 01.07.1900, Blaðsíða 8
104 T(m vísindalcga Éiílíurannsóhn. (Utlagt úr tímaritinu ,.For Ivirke og Kultur“). „Fyrst og fremst mætti koma með þá spurningu, hvort það sé timabært og tilhlýðilegt að efni þau, er snerta hina vísindalegu rannsókn biflíunnar, séu lögð fram almenningi til íhugunar eða um þau rætt i heyranda hljóði; og um þetta eru skoðanir manna vitanlega mjög sundurleitar. Sumir halda því fram, að slik efni beri eigi að ræða annarstaðar enn meðal þoirra manna einna, sem hafi vit á vísindalegri biflíurannsókn og hafi sérstaklega lagt hana fyrir sig. Og vitanlega er að eins á þann hátt unnt að tryggja sig gegn öllum þeim grófa misskilningi, sem að öðrum kosti getur svo hæglega komið upp og smeygt sér inn. Og að eins á þann hátt er unnt að meta eins og vera ber hin smávægilegu afbrigði á því, hvernig menn skilja eitt og annað. Aðiir vilja aptur á móti halda því fram, að hin vísinda- lega rannsókn ritningarinnar hafi svo rnikla þýðingu fyrir memi á vorum tímum, að eigi tjái annað enn að hreifa henni hvorvetna, jafuvel meðal hinna fáfróðustu og menntunarsnauð- ustu. Eigi nú að skera til hlítar úr þessum skoðanamun, þá má úrskurður vor eigi vera kominn undir því, hvort vér höf- um mœtur eða óbeit á vísindalegri rannsókn ritningarinnar; eigi heldur undir sannfœringu vorri, hve rótgróin sem hún kann að vera; og eigi heldur undir því, live mikið vit vér kunnum að hafa eða þykjast hafa — eða hve lítið vit — á því, hvernig menn hafa ráðið gátur þær, sem hin vísinda- lega biflíurannsókn fæst við, eða þykjast geta ráðið þær. Nei, úrskurður þossi hlýtur aðallega að vera kominn undir algjör- lega nauðsynlegu liiiiti til inanna þeirra, sem vér snúum máli voru til. VTér veiðum fyrst að ihuga það samvizkusamlega, hvort menn þessir hafi til að bera hin nauðsynlegu skil- yrði; hvort þeir hafi þörf á fræðslu um vísindalega bifliurann- sókn og geti haft not af henni; hvort þeir goti skilið hana og komið henni fyrir í meðvitund sinni; hvort þeim jafnvel sé ekki ofvaxið að fylgjast með framsetningu slíkra efna. Þvi, eigi að gefa þeim sanna „upplýsingu", þá verður það auðvitað

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.