Fríkirkjan - 01.07.1900, Side 10

Fríkirkjan - 01.07.1900, Side 10
ÍOG (hypothesev), og kannast hinir gætnari biflíufræðingar við það fullum orðiun, að jafnvel þær getgátur, sem nú þykja senni- legastar og öllum kemur saman um, kunni síðar að falla um koll fyrir meiri og betri þekkingu. Prófessor Franz Delitzsch, sem vér gátum um í síðasta blaði voru og var einn af hinum allra merkustu biflíufræðingum nútíðaiinnar, talar um ásigkomu- lag liinnar vísindalegu bifllíurannsóknar eins og óskapnað eða ringulreið (chaos). Hann kveðst eigi dirfast að segja fyrir, hve mikið af hinni núverandi biflíufræði muni verða uppistandandi árið 2000; en hitt er hann sannfærður um, að hin helgu íit gamla og nýja testamentisins séu og verði um aldur og æfi hin eina áreiðanlega uppspretta sannrar guðsþekkingar. „Verði ljós!“ hefur viljað slá því föstu í meðvitund íslend- inga, að ritningin sé áreiðanleg í guðfræðislegum efnum eða sáluhjálplegum, en í öðrum atriðum sé hún óáreiðanleg, svo sem t. a. m. sögulegum og náttúrufræðislegum. Sumir hafa nú haldið fram einmitt hinu gagnstæða, nl. að ritningin sé áreiðanleg sem sögubók, en að því er snertir andleg efni sé ekki meira að marka hina helgu rithöfunda, heldur enn guð- fræðinga nú á dögum. Mundi það ekki hafa verið réttast, á meðan hin vísinda- lega biflíufræði er að vinsa sannleiksmolana úr óskapnaðinum (chaos)*, að lofa íslendingum að hafa ritninguna í friði, sem áreiðanlega bæði í sögulegum efnum og trúaratriðum ? En úr því „Verði Ijós! “ fann sig knúð til að byrja að „upplýsa" landa sína um skoðun sína og biflíufræðinganna, þá er það skýlaus skylda þess að lialda áfram og koma með sannanir þær, sem hingað til hefur vantað, eða þá að öðrum kosti játa að ógætilega hafi verið af stað farið, að niðurstöður biflíufræðinnar séu enn óáreiðanlegar, og að það eitt sé áreið- anlegt að „ritningin getur ekki raskast.“ ^nódus. Hin venjulega prestastefna var haldin dagana 29. og 30. júní mánaðar. Voru þar, auk stiptsyfirvaldanna, komnir saman * Franz Delitzsch.

x

Fríkirkjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.