Fríkirkjan - 01.07.1900, Side 12
108
Það stingur allt of mikið í stúf, að heyra í kirkjunni
talað um prestana sem „salt jarðar" og „ljós heimsins", og
sjá þá síðan setjast á rökstóla til að — telja krónur. Prest-
arnir eru saman fáar klukkustundir einu sinni á ári, til að
ræða um málefni kirkjunnar, og þó er hnípt af þessum litla
tíma, til að gjöra það, sem er ailsendis óþarft að komi nokk-
um skapaðan hlut til kasta prestastefnunnar. Dæmalaust er
það uppbyggilegt að byrja hverja prestastefnu á þessu krónu-
umstangi, og dæmalaust eru knýjandi hin andlegu málefni
kirkju þeirrar, sem gjörir — nei, sem ]>olir slíkt hneixli ár
eptir ár af gömlum vana. Að þessu sinni var varið l1/^
klukkustund til að fjalla um þessi fjármál; eitthvað hefði víst
mátt gjöra betra við þann tíma.
Þá var heila klukkustund verið að ræða um kirkjugarða-
frumvarpið, og minnti það átakanlega á orð frelsarans: „lát
hina dauðu grafa sína dauðu, en far þú og flyt lærdóminn
um guðs ríki.“ Lúk. 9, 60.
Þessu næst hélt dócont Jón Helgason fyrirlestur sinn og
var fyrirsögn hans og efni: Mósebækurnar í Ijósi v'tsindalegrar
biflíurannsóknar. Upplesturinn var afar-langur, stóð yfir hartnær
tvær klukkustundir. Auðvitað var lítið sem ekkert af þessum
langa Jóns(bókar)lestri frá brjósti sjálfs hans; það var hin
nýja bifllíufræði, sem talaði, með Welhausen í broddi fylkingar;
að minnsta kosti nefndi lesarinn ekki annan biflíufræðing og
kvað alla hina nýju biflíufræði við hann kennda. EnWelhausen
þessi er forsprakki fyrir þeim flokki biflíurannsóknara, sem
hinum gætnari þykir fara of langt og kalla neitandi (negativa),
og munu orðin eptir Dr. Franz Delitzsch, þau er vér tilfærð-
um í síðasta tölublaði, einmitt lúta að biflíurannsókn þessara
manna.
Biflíutrúuðum áheyrendum uppi á pöllunum gætum vér
ímyndað oss að hefði komið til hugar, þegar þeir heyrðu,
hvernig dócentinn tætti í sundur hinar lielgu bækur, að hon-
um mundi þykja „betra illt að gjöra, enn ekki neitt.“
Yæntanlega birtist öll þessi sannuppbyggilega biflíufræði
síðar á prenti. Alls engar umræður urðu um þennan fyrirlestur;
enda var hann svo langur og þreytandi, að þess var ekki von,
og hljóp þó dócentinn yfir mörg blöð af því, er hann hafði