Fríkirkjan - 01.07.1900, Blaðsíða 14

Fríkirkjan - 01.07.1900, Blaðsíða 14
I-Iann kveðst eigi geta þagað, þegar farið só að vitna í ann- an eins mann og prófessor dr. Franz Delitzsch „á móti þessari vísindastefnu“ (c: vísindalegri biílíurannsókn). En það var alls eklci gjört í grein vorri. Hann segir, að „eitthvað hlýtur að vera bogið við þær t.il- vitnanir ekki sizt þegar ummælin, sem vitnað er til, eru tekin úr ritinu „Messíasar spádómar í sögulegri röð“, þvi einmitt sú bók vottar það ef til vill betur en nokkurt annað af ritum hans, að liann er einn af mönnum hinna frjálsu vísindategu rann- sókna.u* En einmitt þetta er með skýrurn orðum tekið fram í grein vorri. Prófessor Delitzsch er þar talinn einn hinn allra merkasti af „biflíufræðiugum síðustu tima“, og eptir að til- greind hafa verið nokkur af ummælum hans, þá standa þessi orð i grein vorri: „Svona ritaði dr. Franz Delitzsóh, þó hann vœri sjálfur bifliufrœðingur og áliti vísindalega rannsókn ritning- arinnar uauðsynlega og hefði varið til liennar lanqri œfl. “ Að siðustu skal til greina þessi orð dócentsins: „Það er meira en bíræfni að sitja með slíkt rit í höndunum og ætla að nota höf. þess sem vopn gegn hinum vísindalegu biflíurannsókn- um.“ En í grein vorri standa þessiorð: „Yér vonum að hver maður sjái, að þessi ummæli eru ekki vægari en þa?u, sem vér höfum leyft oss að brúka, og er því ekki fremur ástœða til að gjöra oss að andstœðing visindalegrar rannsóknar ritningarinnar fyrir ummœli vor, lieldur en Fr. Dclitzsch fyrir ummœli hans“. — Hvar er þá „bíræfnin" ? Er hún hjá oss, eða mun hún ekki öllu heldur vera hjá dócentinum sjálfúm ? Vér þorum óhræddir að eiga svarið undir dómi hvers skynberandi lesanda beggja blaðanna. En vér viljum með allri vinsemd leyfa oss að benda herra dócentinum á, að heppilegra væri að láta slík orð sem „biræfni" og því um líkt vera órituð. Það er ávallt hægðar- leikur að gjöia andmælanda sínum upp orð eðameiningu, alveg þvert á móti sannleikanum og byggja svo þar á sleggjudóm og brígsl. En slíka aðferð teljum vér fyrir neðan virðing dócents- ins, og þá ætti hann eigi síður að telja það sjálfur. Enda er- um vér sannfærðir um að ranghermi það, er hann í þetta sinn hefur gjörzt sekur í, er að eins sprottið af fljótfœrni, því við nákvæm- * Liiturbreytingin eptir útg. Fríkirkjunnar.

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.