Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 14.01.1950, Side 2

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 14.01.1950, Side 2
2 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Framhald af 1. síðu. hvað til þess að þau nægi fyrir auknum kostnaði, því að gera má ráð fyrir því, er aftur þrengir að, að bærinn geti ekki í framtíðinni tekið á sig mikið þyngri byrgðar, hafnarinnar vegna, en hann hefir þegar gert, í bili. — Það sem næst liggur fyrir að gera í hafnarmálum okkar Hafnfirðinga er þetta: 1. Það þarf að lengja suðurgarð- inn enn nokkuð, sennilega 1—2 hundruð metra að minnsta kosti, og má þá vel hugsa sér að láta lokaátakið við að full- gera hann bíða eitthvað, á meðan annað er gert, sem meira liggur á. 2. Það þarf að ljúka við norður- ÖFNI garðinn. Gera við hann „haus“ 20—30 m. frá núverandi enda, og steypa skjólvegg á allan garðinn. 3. Það þarf að dýpka suðurhluta hafnarsvæðisins, fyrir innan suðurgarð, gera þar afgreiðslu- pláss, bæði fyrir mótorbáta og togara, og tryggja þar öruggt lægi fyrir skip, sem bíða í höfninni, hvernig sem viðrar. Verður sennilega bezt fyrir þessu séð með því að byggja heila bryggju úr járni frá garðinum inn í höfnina, og bryggju með fram garði að innanverðu, og mundi við það fást skipakví, sem væri hið öruggasta lægi. — Eitt af stærstu olíufélögum lands ins hefir sótt um land við hliðina á fiskimjölsverksmiðjunni, í því skyni að reisa þar stóra olíustöð, þar sem erlend olíuskip af stærstu gerð gætu losað farma sína. Vantar ekki nema herzlumuninn að þetta sé nú hægt, en yrði vitaskuld miklu þægi- legra, ef skipin gætu lagst að góðri bryggju innan garðsins. Ber að því að keppa, að skapa þau skilyrði þarna, að þessi afgreiðsla geti farið fram, því að mikil atvinnuaukning væri það fyrir bæinn og tekjur fyrir höfnina, ef stór olíustöð risi þar. — Verkefnin eru mörg og stór og kosta mikið fé. En að því verður að vinna, og það þegar á næsta kjörtímabili, að leysa þau með skynsemi og festu. Það má ekki reisa bæjarfélaginu, eða útgerðinni, hurðarás um öxl, með fyrirhyggju- lausu flani ,og það má heldur ekki dragast að leysa þau þrjú verkefni, sem hér hafa verið nefnd, að minnsta kosti að verulegu leyti, á næstunni. Alþýðuflokkurinn hefir gert allt sem gert hefir verið í hafn- armálum bæjarins og gert það þannig, að ekki hefir verið stofnað til skulda, nema fyrir mjög litlum hluta af heildarkostnaði. Sjálfstæð- isflokkurinn hefir haft uppi mikinn áróður um hafnarmálið, en gerði ekkert í því á meðan hann hafði aðstöðu til. Alþýðuflokkurinn mun halda á- fram sömu stefnu í framtíðinni og hann hefir þegar markað, og mun fylgja henni fram, fái hann að ráða. —Bygging stórrar og góðrar hafnar kostar miljónatugi, í peningum, og áratugi í tíma. Rómaborg var ekki byggð á einum degi Alltaf má benda á eitthvað, sem er ókomið, en æskilegt væri að fá. Það verður að gerast fyrst, sem mest liggur á, og gera eins mikið og fjárhagslegt bolmagn leyfir á hverjum tíma. — KOSl 9 fulltrúa í bæjarsjórn Hafnarfjarðar og ennfremur varamanna fer fram í Barna A-listi, borinn fram af Alþýðuflokknum. 1. Guðmundur Gissurarson, fulltrúi, Tjarnarbraut 15. 2. Óskar Jónsson, framkvæmdarstjóri, Skúlaskeiði 32. 3. Ólafur Þ. Kristjánsson, kennari, Tjarnarbraut 11. 4. Stefán Gunnlaugsson, skrifstofumaður, Austurgötu 25. 5. Emil Jónsson, vitamálastjóri, Kirkjuvegi 7. 6. Helgi Hannesson, bæjarstjórf, Suðurgötu 64. 7. Guðmundur Árnason, bæjargjaldkeri, Brekkugötu 8. 8. Haraldur Kristjánsson, slökkviliðsstjóri, Tjarnarbraut 21. 9. Borgþór Sigfússon, form. Sjómannafél. Hafnarfj., Skúlaskeiði 14. 10. Þorleifur Guðmundsson, verkstjóri, Nönnustíg 3. 11. Vigfús Sigurðsson, trésmíðameistari, Nönnustíg 8 B. 12. Steingrímur Bjarnason, trésmíðameistari, Skúlaskeiði 12. 13. Kristján Dýrfjörð, rafvirkjameistari, Skúlaskeiði 16. 14. Kristján Steingrímsson, bifreiðastjóri, Norðurbraut 3. 15. Helgi Jónsson, ritari Verkam.fél. Hlíf, Selvogsgötu 4. 16. Sigurður Lárus Eiríksson, skrifstofumaður, Krosseyrarvegi 2. 17. Kristján Hannesson, bifreiðarstjóri, Norðurbraut 33. 18. Guðjón Gunnarsson, framfærslufulltrúi, Gunnarsundi 6. B-listi, borinn fram 1. Þorleifur Jónsson, fulltn 2. Stefán Jónsson, framkv; 3. Helgi S. Guðmundsson. 4. Ingólfur Flygeming, fi 5. Bjarni Snæbjörnsson, la 6. Guðlaugur B. Þórðarso 7. Guðjón Magnússon, sk< 8. Þorsteinn Auðunsson, b 9. Jón Gíslason, útgerðarr 10. Jón Mathiesen, kaupm; 11. Jón Eiríksson, skipstjói 12. Kristinn J. Magnússon, 13. Guðmundur Eggert ís; 14. ísleifur Guðmundsson, 15. Þorbjörn Eyjólfsson, vt 16. Ólafur R. Björnsson, bi 17. Páll V. Daníelsson ,rits 18. Loftur Bjarnason, útgi

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.