Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 14.01.1950, Blaðsíða 6

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 14.01.1950, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Leiðrétting á blaðagrein ókunnugs manns Hinn 6. janúar 1950 er skrifað í flokksblaðinu Hamar, að láðst hafi að greiða götu þess fólks, sem lagði leið sína, að mér skilst í grafreit Hafnarfjarðar, þar sem ekki hafi verið nógsamlega mokaðir sjnóskafl ar umhverfis garðinn, svo það kæm ist óhindrað ferða sinna að og um hlið hans, en vegna þess að mér þykir óviðfeldið að ætlast til, að háttvirt blað kingi aftur spýju sinni, leita ég til ritstjóra Alþýðublaðs Hafnarfjarðar, ef hann vildi svo vel gjöra og aka leiðréttingar mínar til aflestrar í það blað. Hinn 16. og 17. desember 1949, sem voru föstudagur og laugardag- ur, fóru fram jarðarfarir í Kirkju- garðinum og var þá lítill snjór, að- eins vel sporrekjandi lausamjöll. gjörði svo hríðarveður um helgina með snjóskafli og stormi, svo að miklir skaflar hlóðust með girðing- unum og beiddist ég eftir á sunnu- dagskvöld að mokað yrði á mánu- dag, sem og gjört var, því jarðar- farir áttu fram að fara bæði 20. og 21., þriðjudag og miðvikudag. Var svo jarðað á þriðjudaginn og var þá frost og stillt veður og lík- bíllinn keyrður inn í miðjan garð, alla leið að gröfinni, auðvitað fyrir það að mokað var. Kom svo mið- vikudagur og var þann dag skaf- hríð, sem stóð meira og minna all- an daginn, og enn var mokað og varð þá að moka allan daginn, frá morgni til þess að jarðarförin var um garð gengin og öll umferð á enda, og var líkbíllinn þá, eins og daginn áður, keyrður inn í miðjan garð, rétt að gröfinni. Leið svo fimmtudagur 22., en að morgni hins 23., Þorláksmessudag, var mokað upp í gönguhlið til að stytta fólki leið inn í garðinn, sem þangað þurfti að komast og var vel bílfært að því hliði, og allur garð- urinn örfoka af snjó, þar sem inn var komið og allur garðurinn inn fyrir miðju, svo ekki finnst mér að þörf hafi verið að kvarta undan ó- færð að svo miklu leyti sem að varð Auglýsing írá Apótekinu Athygli skal vakin á auglýsingu í blaðinu í dag frá Hafnarfjarðar apóteki, þar sem apótekinu verður lokað hér eftir kl. 7 s. d., í stað kl. 8 áður. gjört. En leitt þykir mér að ritstjóri blaðsins Hamar, sem margur hefur svo mjög gaman af að lesa, skyldi óvirða það með óvirðingar Gróu sögum, og verð ég að segja að hon- um hafi láðst að fá upplýsingar um umkvartanirnar, hvort réttmæt- ar væru, sem honum hefði þó verið í lófa lagið, þar sem einn af nán- ustu aðstandendum konu þeirrar, sem grafin var á miðvikudaginn, er myndaður í Hamri, á framboðslista ásamt ritstjóranum og hefði ég trú- að honum til þess að gefa réttari frásögn, heldur en þær óheilbrigðu umkvartanir, sem hann hefur farið eftir. En óskandi er ég þess að fólkið, sem umgengur umrædd hlið hugsi betur um að láta aftur á eftir sér, en gjört hefir verið und- anfarið og eru gróusögumennirnir víst ekki neinir eftirbátar í því að skilja eftir opin hliðin og get ég þar sjálfur umborið, þar sem ég geng meðfram garðinum daglega og kem undantekningarlítið að hlið unum opnum á hverjum degi, eða svo hefur það gengið til síðan fyrir jól, hvað sem hér eftir verður. Með fyrirfram þökk fyrir birta leiðréttingu. Jón Þorleifsson, grafari. „Brotin Hamarssköft" VERÐLAUNAGÁTA Hver sá, sem dæmdur hefur ver- ið í útlegð í samtals 24 ár, sótt um náðun sex sinnum en alltaf feng- ið fjögurra ára dóm endurnýjaðan, sækir enn um náðun og aldrei aumari en nú, sakir óvenju aumra málsbóta, sem þó er í fimm liðum? Málsbætur: 1. Eitt skrautblóm, sem veruleg- ar vonir voru bundnar við, en er nú að vísu fölnað og fállið, (hefur sennilega ekki þolað haustkuldann). 2. Strætisvagnaferðir á 20. mín. fresti, umfram allt alla leið frá Ásbúðarlæk. 3. Krýsuvíkurhliðinu sé harðlok- að. 4. Fækkað sé verulega í vinnu- flokkum, en jafnframt sé lögð sterk áherzla á þeim mun meiri vinnuafköst. Teknar upp nýjar aðferðir við verkstjórn. Leitað sé tillagna þeirra, er '■-------:-----------------■-------------N Tilkynning um afgreiSslutíma Hafnarfjarðar Apoteks. Ur auglýsingu landlæknis um afgreiðslutíma lvfjabúða. II. Á stöðum, þar sem er aðeins ein lyfjabúð. 1. Á virkum dögum skal lyfjabúð vera opin eina klst. fram yfir lokunartíma ídmennra sölubúða, að undanskildum aðfanga- degi jóla og gamlársdegi, er bún skal vera opin til kl. 16. 2. Á helgum dögum og löggiltum frídögum skal lyfjabúð vera opin frá kl. 13—16, að undanskildum jóladegi og nýársdegi. 3. Utan afgreiðslutíma lyfjabúðar skal sjúklingum séð fyrir nauðsynlegum lyfjum á eftirfarandi hátt: a. Lyfsali skal láta varðlækni (næturlækni) í té hæfilegan forða lyfja, sem tíðast er gripið til, þegar um er að ræða skyndivitjun. Þegar læknir lætur af hendi lyf af þessum forða, skrifar hann samsvarandi lyfseðil, sem hann síðar fær lyfsala í hendur, og á lyfsali þá kröfu á hendur sjúkra- samlagi og sjúklingi á andvirði lyfsins. b. Nú hefur varðlæknir ekki í fórum sínum nauðsvnleg lyf, og skal honum þá heimilt að kveðja lyfsala eða staðgöngu- mann hans sér til aðstoðar, símleiðis eða á annan hátt. Skal þá lyfsala (aðstoðarmanni) skylt að afgreiða umbeðin lyf samkvæmt fyrirmælum læknisins. Verði (næturverði lyfjabúðar) er þó heimilt að dveljast utan lyfjabúðarinnar og utan heimilis síns, ef hann hefur fyrir brottför sína gefið varðlækni (eða læknum staðarins, ef þar er enginn ákveðinn varðlæknir) glöggar upplýsingar um dvalarstað sinn og símanúmer, ef um er að ræða, enda sé dvalarstað- urinn ekki fjær lyfjabúðinni en svo, að þangað verði kom- izt á skammri stundu. Frá 15. jan. n. k. mun Hafnarfjarðar Apotek fylgja ofangreindum reglum um afgreiðslutíma. Sverrir Magnússon, lyfsali. telja sig kunnuga á þeim slóð um þar sem verkamenn hafa verið sviftir verkfallsrétti, sterkur vinnuagi stackanó-að- ferð notuð o. fl. 5. Samvinna við kommúnista, með óuppsegjanlegum samn- ingi, unz hann hefur fengið staðfestingu erlendis, þá get- ur sá aðiil rofið hann, er álít- ur sér óhag í að halda hann. ATHS. Sökum aumra málsbóta og alvarlegra yfirsjóna er mjög óttast um að fjögra ára útlegðinni verði breytt í ævilanga útlegð þ. 29. jan. 1950. (Verðlaunin eru lófaklapp, þeirra má vitja í Álfheima nokkru eftir dagsetur.) (Hamar skaftstutti). Alþýðuflokksfélag Hafnarfjarðar hélt fund s. 1. mánudagskvöld í Al- þýðuhúsinu. Var fundurinn vel sótt ur og ríkti á fundinum eining og áhugi fyrir að Alþýðuflokurinn kæmi með mikinn og glæsilegan sigur af hólmi við bæjarstjórnar- kosningarnar hinn 29. jan. n. k. Var auðheyrt á fundarmönnum, að allir voru ákveðnir í að gera sig- ur A-listans stærri nú en nokkru sinni fyrr, enda er nú íhaldsliðið hér á hröðum flótta og kom það bezt í Ijós, þegar þeir héldu hina „stóra“ fund sinn s. 1. fimmtudags- kvöld, þar sem 42 mættu á fundi og er sagt frá þeim fundi á öðrum stað í blaðinu. X A-listinn »c*c*c*e*c*c*c*c»e*e*c*c*c*c*c*c*csc*c*c*c*c*c*c*c*c*c*c*c*c»c*c*c*c*c*c*c*c*c*c*c*c*c*c*c*e*c*c»c*c*c*c*c« Ritstjóri og óbyrgðarmaður Óskar Jónsson — Prentsmiðja Hafnarfj. h.f.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.