Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 14.01.1950, Blaðsíða 3

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 14.01.1950, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 3 Bæjarmálaþáttur VII. HÚSNÆÐISMÁLIN Á undanförnum árum hefur ver- ið mikil húsnæðisekla í Hafnarfirði, eins og í flestum kaupstöðum lands ins, ög þá sérstaklega í Reykjavík. Hefur bæjarstjórn haft mikil af- skipti af þessu vandamáli, og reynt að bæta úr svo sem kostur hefur verið. Húsnæðiseklan hefur fyrst og fremst stafað af fólksaukning- unni í bænum, og eins af hinu, að margur húseigandinn hefur bætt við sig húsnæði, og minni leigu- íbúðum þar af leiðandi fækkað, en hins vegar hafa nýbyggingar, þótt miklar hafi verið, ekki full- nægt þörfinni. Bæjarstjórn hefur á margan hátt bætt úr húsnæðisþörf fjölda fólks á undanförnum árum, og greitt götu þess á ýmsa vegu, en hins vegar er það jafn víst, að mikið átak verður að gera á næsta kjör- tímabili, til að koma málum þess- um í viðunandi liorf. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar mun eina bæjarstjórn á landinu hafa kosið sérstaka nefnd, húsnæðis- nefndina, til að vinna að lausn þessara mála, auk þess sem hér hef ur starfað, svo sem í öðrum kaup- stöðum landsins, hin lögskipaða húsaleigunefnd, sem skipuð er samkv. húsaleigulögunum frá 1941. Sú ráðstöfun bæjarstjórnar að hafa sérstaka nefnd starfandi í þessum málum, hefur komið sér vel fyrir margan, sem í húsnæðisvandræð- um hefur verið. Til húsnæðisnefnd arinnar hafa leitað árlega fleiri tugir fjölskyldna, og enda þótt mikið skorti á að hafa ævinlega getað fullnægt þörfum allra, þá hefur nefndin útvegað fjölda fólks húsnæði á undanförnum árum, og greitt fram úr vandræðum þess á margvíslegan hátt. Stærsta átakið, sem gert hefur verið af hálfu þess opinbera í hús- næðismálum Hafnfirðinga er bygg- ing verkamannabústaðanna. Á því kjörtímabili, sem nú er að líða hafa verið teknir í notkun ellefu verka- mannabústaðir, með samtals 44 íbúðum, og nú er hafin bygging þriggja húsa með 12 íbúðum. Fyr- ir meira en 20 árum barðist Alþýðu flokkurinn á Alþingi fyrir lögun- um um verkamannabústaði, og fékk þau samþykkt, þrátt fyrir hat- rama andstöðu og mikinn fjand- skap íhaldsins við það mál. Þess- arar baráttu Alþýðuflokksins njóta nú þúsundir manna víðsvegar um landið. Hér í Hafnarfirði búa nú 80 fjölskyldur í verkamannabú- stöðum. — Stefna Alþýðuflokksins í húsnæðismálunum er fyrst og Framhald á bls. 4 *ING skólanum sunnud. 29. janúar þ. á. og heíst kl. 10 árd. Þessir listar verða í kjöri: . af Sjálfstæðisflokknum. C-listi, borinn fram af Sósíalistafél. Hafnarfj. ái, Vesturgötu 32. emdastjóri, Hverfisgötu 3. , bifreiðarstjóri, Suðurgötu 45. •amkvstj., Suðurgötu 70. :knir, Kirkjuvegi 5. n, verzlunarm., Suðurgötu 36. ásmíðameistari, Olduslóð 8. ifreiðarstjóri, Tunguvegi 6. naður, Merkurgötu 2. iður, Hringbraut. i, Austurgötu 33. málaram., Urðarstíg 3. aksson, skrifstofum., Skerseyrarvegi 5. fiskimatsmaður, Vesturbraut 21. ;rkstjóri, Austurgötu 29. freiðarstjóri, Vesturbraut 23. tj., Hringbraut 65. n., Alfaskeiði 38. 1. Kristján Andrésson, verkamaður, Vörðustíg 7. 2. Ólafur Jó nsson, verkam., Strandgötu 41. 3. Ulugi Guðmundsson, skipstj., Langeyrarvegi 13. 4. Sigríður E. Sæland, ljósmóðir, Hverfisgötu 22. 5. Gísli Guðjónsson, trésmíðameistari, Selvogsgötu 17. 6. Kristján E. Guðmundsson, sjómaður, Smiðjustíg 1. 7. Pálmi Ágústsson, skrifstofum., Hamarsbraut 3. 8. Þorbergur Ólafsson, trésm., Lækjargötu 10. 9. Þórður Halldórsson, bókb., Suðurgötu 18. 10. Jón Kristjánsson, verkam., Vesturgötu 26. 11. Álfheiður Kjartansdóttir, frú, Sunnuvegi 7. 12. Guðjón Sigurfinnsson, verkam., Skúlaskeið 34. 13. Magnús Vilhjálmsson, verkam., Álfaskeiði 3. 14. Sigrún Sveinsdóttir, frú, Skúlaskeiði 20. 15. Hallur Hallsson, tannlæknir, Strandgötu 4. 16. Magnús Þórðarson, verkamaður, Skúlaskeiði 36. 17. Kristinn Ólafsson, fulltrúi, Hverfisgötu 10. 18. Grímur Kr. Andrésson, afgrm., Vesturbraut 1.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.