Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 14.01.1950, Blaðsíða 5

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 14.01.1950, Blaðsíða 5
Hafnfirzk æska fylkir sér um Alþýðuflokkinn Hér er mynd af málfundaflokknum, sem starfaði innan F. U. ]. síðastlið- inn vetur. Þar fá ungir menn kennslu og æfingu í ræðumennsku og öðl- ast fræðslu um jafnaðarstefnuna og önnur þjóðfélagsmál. Nú í vetur starfar annar málfundaflokkur inmin félagsins og er þátttaka góð. F. U. J. F. U. J. Almennur æskulýðsfundur Félctg ungra jafnaðarmanna boðar til almenns æsku- lýðsfundar um bæjarmál og bæjarstjórnarkosningar í Al- þýðuhúsinu við Strandgötu, mánudaginn 16. jan. kl. 8,30 e. h. Stuttar ræður flytja eftirtaldir ungir jafnaðarmenn : Kristján Hannesson, bifreiðastjóri Sigurður L. Eiríksson, skrifstofumaður Jón Guðmundsson, rafvirki Magnús S. Gíslason, múrari Egill Egilsson, húsasmiður Albert Magnússon, verkamaður Sævar Magnússon, loftskeytamaður Þorvaldur Þorvaldsson, stud. mag. Olafur Brandsson, sjómaður Stefán Gunnlaugsson, formaður F. U. J. Öllum heimill aðgangur STJORNIN Geysilegur vöxtur í F.U.J. 110 nýir félagar Félag ungra jafnaðannanna í Hafnarlirði hélt félagsfund síðast- liðið mánudagskvöld í Alþýðuhús- inu og var hann fjölmennur og á- nægjulegur. Þessi fundur verður vafalaust talinn einn hinn merkasti í sögu félagsins og Alþýðuflokksins hér í Hafnarfirði, því að á honum voru lesnar upp og samþykktar inntöku- beiðnir frá 110 æskumönnum og konum úr Hafnarfirði, sem óskuðu inngöngu í samtök ungra jafnað- armanna. Það mun vera eins dæmi hér í bæ, að svo margir félagar séu á einum og sama fundi teknir i æskulýðsfélag, enda er F. U. J. nú eitt öflugasta æskulýðsfélag í Hafn- arfirði. Þessir 110 nýju félagar hafa allir beiðst inngöngu í félagið seinustu tvo mánuðina eða eftir síðasta að- alfund félagsins, sem haldinn var eftir Alþingiskosningarnar. En á þeim fundi voru teknir 30 nýir félagar í F. U. J., og hefur því félagátalan aukizt um 140 síðan eftir Alþingiskosningar. A fundinum flutti og Helgi Hann esson bæjarstjóri ágæta- ræðu um bæjarmálin og sýndi með ljósum rökum, hversu mikill eðlismunur væri á stefnu Alþýðuflokksins og íhaldsins. En það væri alltaf liöf- uðmarkmið Alþýðuflokksins að bæta hag fjöldans, og með það fyrst og fremst fyrir augum voru m. a. Bæjarútgerðin og Bæjarbíó stofn- uð. Þessi geysilegi vöxtur í F. U. J. sýnir ljóst, hvert hugur hafnfirzkr- ar æsku stefnir. Hun mun nú fylkja sér fastar en nokkru sinni fyrr um Alþýðuflokkinn og tryggja honum stóran og glæsilegan sigur 29. jan. Enda er A-listinn — listi Alþýðu- flokksins — eini hstinn liér í bæ, þar sem ungur maður skipar ör- uggt sæti, en það er Stefán Gunn- laugsson, formaður F. U. J. Ungir jafnaðarmenn liafa nú haf- ið mikla sókn fyrir sigri A-Iistans og heita á stuðning allra frjáls- huga og víðsýnna æskumanna til baráttu og sigurs góðum málstað. Hverjum er treystandi! íhaldsblaðið „Hamar“ er af veik um mætti að leitast við að „kynna“ frambjóðendur Alþýðuflokksins hér í bæ í síðasta blaði sínu. Þótt égr sem þetta rita, teljist til þeirra, sem ekki hafa mikinn tíma til að taka sér penna í hönd, þá ætla ég mér nú að bregða af vananum og leggja orð í belg. „Hamar“ kynnir m. a. fyrrverandi skipsfélaga mi'nn, sem „reynslulausan ungling“, og á þar við Stefán Gunnlaugsson, sem skip ar 4. sæti A-listans. Það má vel vera, að Stefán hafi hvorki dundað við forstjórn vélsmiðju, strætis- vagna eða íshúss — eða gefist upp við búskap —, en slík reynsla telst ólygnust í augum íhaldsins. En hinsvegar hefur Stefán öðlast aðra reynslu. Hann hefur undanfarin mörg ár jafnframt námi stundað sjómennsku á togurum, komið sér vel fyrir dugnað og prúðmennsku, og kynnst af eigin reynslu högum og kjörum íslenzkra sjómanna. En slík störf kallast að dómi íhaldsins „reynsluleysi“. Við hafnfirzkir sjómenn treyst- um Stefáni Gunnlaugssyni betnr en „forstjórum íhaldsHstans“ að túlka okkar málstað, málstað hins vinandi fólks. Allir eitt um A-list- ann. Bærinn okkar skal aldrei falla í klær íhalds og Moskvamanna. T ogarasjómaður. Kauplð ódýr t Góður og nýbarinn Harðfiskur: LúðurikHng á kr. 28,00 kg Harðfiskur (ýsa) — 8,00 — Riklingur .... - — 10,00 — Reyktur fiskur - — 4,50 — Bæjarins bezta verð hjá REYKHÚSI HAFNARFJARÐAR A-listinn er listi Alþýðuflokksins

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.