Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.03.1981, Blaðsíða 8

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.03.1981, Blaðsíða 8
Vínveitmgum hætt hjá ríkisstjóminni? Nýlega hafa 10 þingmenn úr öllum stjórnmálaflokkunum lagt fram þingsályktunartillögu um afnám vinveitinga á vegum ríkisins. Fjórir bæjarfulltrúar þeir Ámi Gunniaugsson, Hörður Zóphaníasson, Guðmundur Guðmundsson og Ægir Sigurgeirs- son báru fram á bæjarstjórnarfundi eftirfarandi tillögu, sem var samþykkt með 10 samhljóða atvkæðum: „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar fagnar framkominni tillögu tíu alþingismanna um afnám vínveitinga á vegum ríkisins og tekur undir þá skoðun flutningsmanna, sem fram kemur í greinar- gerð með tillögunní, að mikinn þátt í vaxandi neyslu áfengis hérlendis eigi það viðhorf, sem virðist mjög ríkjandi, að ekki sé hægt að koma til mannfagnaðar eða skemmta sér við önnur tækifæri án þess að áfengi sé þar á boðstólum og að mjög mikilvægt sé, að ríkisvaldið hætti að veita áfengi og sýni þannig í verki, að án þess sé hægt að vara. — Þá hlýtur gott fordæmi opinberra aðilja í þessum efnum að geta orðið al- menningi til eftirbreytni og dregið úr vandanum í áfengis- málum okkar. — Bæjarstjórn skorar því á alþingi að samþykkja tillöguna og ríkisstjórnina og aðra opinbera aðila að hætta vínveitingum í veislum sínum.“ Fegrun Hamarsins Beðið eftir greinargerð Nýlega lögðu fjórir bæjar- fulltrúar úr bæjarstjórnar- meirihlutanum fram eftirfar- andi tillögu um fegrun Ham- arsins. Tillagan var samþykkt með samhljóða atkvæðum og er þannig: „í framhaldi af þeirri ákvörðun að malbika í sumar veginn frá Selvogsgötu að Flensborgarskóla, leggur bæj- arstjórn áherzlu á, að sem fyrst verði lokið við fegrunarfram- kvæmdir á svæðinu að sunnan- verðu við Hamarinn. Er garð- yrkjufulltrúa falið að gera til- lögur um fegrun svæðisins og eftir atvikum leita eftir aðstoð við skipulagningu þess.“ Alllangt er nú síðan bæjar- stjórn fól bæjarverkfræðingi að semja greinargerð um þá valkosti sem helst komi til greina til þess að koma sorp- hreinsunarmálum Hafnfirð- inga í viðunandi horf. Nýlega var eftirfarandi til- laga frá bæjarfulltrúum minni- hlutans samþykkt: „Ljóst er, að tímabært er orðið að marka stefnu varð- andi frambúðartilhögun sorp- hirðu í Hafnarfirði. Bæjar- stjórn ítrekar því fyrri sam- þykkt um að hraðað verði svo sem kostur er greinagerð, þar sem fjallað verði um þá val- kosti sem til greina koma í þessu efni.“ Leítar bærinn til dómstóla? Eftirfarandi tillaga var sam- þykkt samhljóða í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hinn 24. febrúar síðastliðinn: „Samkvæmt samningi við iðnaðarráðuneytið frá 1976 á Hafnarfjarðarbær rétt á endur- skoðun á þeim hluta fram- leiðslugjalds álversins i Straumsvík, sem renna á til bæjarsjóðs. Nú er liðið á þriðja ár frá því að óskað var eftir endurskoðun á samningum og því hefur ekki ennþá verið sinnt þrátt fyrir ítrekuð tilmæli bæjarins um leiðréttingar til að ná eðlilegri samsvörun við hækkun fasteignagjalda. Með vísan til þessa og þar sem fram- leiðslugjaldið hefir yfirleitt þróast í það að vera minnkandi hlutfall af heildartekjum bæj- arsjóðs, samþykkir bæjar- stjórn að tilkynna viðkomandi ráðuneyti nú þegar, að ef ekki liggja fyrir niðurstöður í mál- inu, sem bæjaryfirvöld geta sætt sig við, fyrir 1. apríl næst- komandi, muni bærinn neyðast til að leita réttar síns fyrir dóm- •stólunum. Jafnframt er bæjar- ráði gefið umboð til að ráða lögmann til að reka málið. Þá mælist bæjarstjórn til þess enn á ný við þingmenn Reykjaneskjördæmis, að þeir láti þetta réttlætismál bæjarins til sín taka og beiti öllum til- tækum ráðum til að hafa áhrif á sanngjarna lausn þess.“ Heim- sending bóka til aldraðra og öryrkja Tíðarfarið í vetur hefur verið með eindæmum erfitt og umferð um bæinn þar af leið- andi oft slæm, ekki síst gömlu fólki og öðrum sem ekki eru góðir til gangs í misjöfnu göngufæri. Þá hefur mörgum eflaust orðið hugsað til þessa fólks, hugsað til þess hvað samfélagið og bæjarfélagið gerði til þess að auðvelda því lífið og til þess að létta þeim tómstundirnar og í sumum tilvikum þá einveru sem það býr við. Eitt af því sem hægt er að gera til bóta í þessum efnum er að auðvelda þessu fólki að ná sér í lestrarefni til þess að stytta sér stundirnar með. Nýlega var samþykkt í bæj- arstjórn tillaga um þetta efni frá bæjarfulltrúum Al- þýðuflokksins, Alþýðubanda- lagsins og Framsóknarflokks- ins. Tillagan var svona: „Bæjarstjórn samþykkir að beina þeim tilmælum til bóka- safnsstjórnar að hún taki til athugunar og umræðu sín í milli og við forstöðumann bókasafnsins hugsanlega þörf og möguleika á því að koma á fót heimsendingu bóka til aldr- aðra og öryrkja.“ Samtryggingarkerfi peningaaðals óháða íhaldsins Hafa Hafnfirðingar gert sér grein fyrir því hvaða menn það eru sem fara með meirihluta- vald í bæjarmálefnum Hafnar- fjarðar — og kannski öllu frekar hvaða atvinnu þessir menn stunda. Lítum nú á bæj- arfulltrúa óháða íhaldsins — óháðra borgara og Sjálfstæðis- flokksins. Forkólfana og þá sem öllu ráða, þarf vart að kynna. Þar fara þeir Árnar Gunnlaugsson og Grétar Finns- son. Báðir þessir eru stærstir hér í Firðinum í sölu fasteigna. Og eins og allir vita, sem þurfa að kaupa dýrar fasteignir, þá er þörf á lánafyrirgreiðslu. Og þá koma til sögunnar, Guðmund- ur Guðmundsson sparisjóðs- stjóri Sparisjóðs Hafnarfjarðar og þar til hægri handar honum stendur Hildur Haraldsdóttir, sem jafnframt er varabæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Nú ekki má gleyma „gamla manninum“, Stefáni Jónssyni, sem ekki heldur er allfjarri pen- ingamiðluninni. Hann situr i stjórn Sparisjóðsins, og rekur að auki Vélsmiðju Hafnar- fjarðar. Þess má getá í framhjá hlaupi að Vélsmiðja Hafnar- fjarðar hefur í gegnum árin tekið að sér ýmis verk fyrir verksmiðju Lýsi og Mjöl, enda er Stefán þar stjórnarformaður og hluthafi og barðist því hat- ramlega gegn öllum stórbreyt- ingum á rekstri þess fyrirtækis, jafnvel þótt íbúar Hafnar- fjarðar margir hverjir hafi verið nálægt köfnun vegna fýl- unnar frá þeirri verksmiðjunni í vetur. En nóg um það og rekjum okkur áfram með meirihlutamennina. Enn er ótalinn, Einar nokkur Mathie- sen (bróðir Matthíasar þing- manns að auki fyrrum fjár- málaráðherra, eins og eflaust fáir gleyma). Einar þessi hefur sitt lifibrauð af innflutningi. Hann er sem sé heildsali og fær t.a.m. ekki litlar tekjur vegna umboðs á þekktum víntegund- um. Lestina rekur svo í þessum „fríða flokki“ óháða íhaldsins, Andrea Þóröardóttir, sem er eflaust þekktust fyrir útvarps- þætti sína um málefni þeirra sem minna mega sin i þjóð- félaginu. Lítið hefur þó borið á slíkum málflutningi hjá Andreu þessi ár, sem hún hefur setið í bæjarstjórninni, enda á hún við ramman reip að draga, þar sem peningamennirnir — samherjar hennar — fara. Góðir Hafnfirðingar: Þetta eru nú þeir menn sem fara með málefni launþega í Hafnar- firði. Allflestir þeirra reka eigin „bisness“ og allir þeirra standa langt ofan við hinn venjulega vinnandi mann, hvað varðar hin efnislegu gæði. A.m.k. hefur það ekki farið hátt í þjóðfélagi okkar íslendinga, að fasteignasalar, heildsalar, sparisjóðsstjórar og stórat- vinnurekendur, stæðu höllum fæti og þyrftu að hafa áhyggj- ur af brauði morgundagsins. Er ekki timi til kominn að hið vinnandi fólk í Hafnarfirði fari að láta til sín taka og steypi nú af stalli, fulltrúum peninga- aðalsins í bæjarstjórninni. Al- þýðuflokkurinn er og hefur verið fulltrúi hins vinnandi manns, enda byggir hann á grundvallarhugsjón jafnaðar- mennskunnar, ,frelsi —'■ jafn- rétti — bræðralagi. Er því ekki rétt að lita nánar á fulltrúa flokksins — fulltrúa Alþýðu- flokksins — næst þegar kosið er, en hverfa frá peningaaðli óháða íhaldsins? Hreiður íhaldsins: Fasteignasala Árna Grétars Finnssonar. Félagsheimili óháðra borgara og fasteignasala Árna Gunnlaugs- sonar.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.