Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.06.1978, Síða 1

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.06.1978, Síða 1
XXXVII Alþýðublað Hafnarfjarðar JÚNI 1978_. 5.TBL. Alþýðuflokkurinn vann góðan sigur í bæjar- stjórnar kosningunum, bætti við sig 368 atkv. og er nú næststærsti flokkurinn í bænum Alþýðuflokkurinn skorti aðeins fáein atkvæði til þess að bæta við sig manni í bæjar- stjórnarkosningunum. Flokk- urinn bætti við sig 368 atkvæð- um í kosningunum og bætti við sig flestum atkvæðum allra flokkanna. Alþýðuflokkurinn hlaut 1274 atkvæði og tvo menn kjörna, Alþýðubanda- lagið hlaut 888 atkvæði en þeir unnu einn af Sjálfstæðisflokk- num, Félag óháðra borgara fékk 1165 atkvæði og tvo menn kjörna, Frasóknarfokkurinn 491 atkvæði og einn mann kjörinn og Sjálfstæðisflokkur- inn fékk 2153 atkvæði og fjóra menn kjörna og töðuðu einum ful'.trúa. Fulltrúaráði Alþýðuflokks- ins þótti eðlilegt að þeir flokk- ar sem unnu á í kosningunum hefðu forystu um myndun meirihluta og því skrifaði Alþýðuflokkurinn Alþýðu- Bæjarfulltrúar og varabæjarfulltrúar Alþýðuflokksins næsta kjörtímabil. 1. Hörður Zóphaníasson, skólastjóri. bandalagi og Félagi Oháðra borgara bréf og bauð upp á viðræður um myndun meiri- hluta. En óháðir neituðu við- ræðum við þessa aðilia og völdu fremur Sjálfstæðisflokk- 2. Jón Bergsson, verkfræðingur. inn til samstarfs. Alþýðuflokkurinn harmar að ekki hefur tekist að mynda meirihluta í samræmi við breyttan vilja bæjarbúa þar sem Sjálfstæðisflokkurinn 3. Lárus Guðjónsson, vélvirki. tapaði miklu fylgi og óháðir töpuðu einnig hlutfallsfylgi, en þessir flokkar mynduðu meiri- hluta fyrir kosningar. Alþýðuflokkurinn vill þakka stuðningsmönnum sínum fyrir 4. Grétar Þorleifsson, trésmiður það traust sem þeir sýndu honum. Jafnframt þakkar hann sérstaklega þeim fjölmörgu sem störfuðu fyrir hann í kosningabaráttunni. Kjartan Jóhannsson: Kjarasáttmáli milli verkalýðshreyfingar og þeirra sem stjórna landinu. Meirihlutinn missti mann en situr áfram Óháðir og sjálfstæðis- menn hafa ákveðið að að halda áfram meirihluta- samstarfi sínu í bæjar- stjórn. Þó þessir sam- starfsaðiljar hafi ekki enn gert með sér málefnasam- ning, þá eru þeir allavega sammála um að starfa saman hvað sem tautar og raular og burt séð frá öllu málefnalegu samkomu- lagi. Þetta kom fram á fyrsta bæjarstjórnarfundi s.l. þriðjudag. Þar var kjörið í bæjarráð og hlutu kosningu Árni Gunn- laugsson, Árni Grétar Finnsson og Ægir Sigur- steinsson, en kosið er í bæjarráð til eins árs. Álþýðuflokkurinn mun kappkosta að gæta þess að hagsmunamál bæjar- búa verði ekki fyrir borð borin og leggja að mörkum allt sitt afl til þess að veita framfara- málum brautargengi. \ u \ Úrslit bcejar- og sveitarstjórn- arkosninganna sýna að Al- þýðuflokkurinn er ísókn. Þessi sókn verður að halda áfram til þess að koma núverandi ríkis- stjórn frá völdum. Sóknin er hafin en sigurinn er ekki unn- inn fyrr en úrslit alþingiskosn- inganna liggja fyrir. Ýmsir bundu vonir við þessa ríkisstjórn þegar hún var mynduð. Þcer vonir þeirra hafa brugðist. Ríkisstjórnin hefur rúið sig öllu trausti með getu- leysi og stjórnleysi. Hún hefur engum tökum náð á lands- stjórninni. Það skortir ekki orð og fögur fyrirheit, en fram- kvæmdinni fer minna fyrir. Nú eru stjórnarflokkarnir meira að segja farnir að boða sem sérstök stefnumál sín ýmis þau mál, sem þeirsinntu ekki. Liðið kjörtímabil hefur einkennst af óðaverðbólgu og linnulausum árásum á lífskjör vinnandi fólks. Árásirnar á hfskjörin hafa tekið á sig tvœr myndir. Annars vegar laga- setningar og bráðabirgðarráð- stafanir ríkisstjórnarinnar og hins vegar hafa þær birst í rangri fjárfestingarstefnu. Ríkisstjórnarflokkarnir kunna engar aðrar leiðir en ráðast á hfskjör vinnandi fólks, þegar vandamálin hrannast upp sem afleiðing af margra ára óstjórn þeirra sjálf- ra. Þeir munu feta sömu brautina áfram, ef þeir fá að ráða ferðinni. Enginn launamaður getur treyst þess- um flokkum. Þeirra orð eru marklaus. Þeir lögðu blessun sína yfir launasamningana í júní. Þeir gerðu sjálfir samn- inga við opinbera starfsmenn í nóvember. Báðum þessum samningum riftu þeir ífebrúar. Enginn launamaður getur samið við þá til fjögurra ára með því að greiða þeim atkvæði sitt. Hin ranga fjárfestingar- stefna var kórónuð með Ktöf- luœvintýrinu. í því naut ríkis- stjórnin dyggilega stuðnings Alþýðubandalagsins. Sama ábyrgðarleysið hefur komið fram í árvissum yfirboðum Alþýðubandalagsins í ríkisframkvæmdum. Sannleik- urinn ersá, að ábyrgðarleysi og ævintýramennska af þessu tagi er það sem við megum síst við. Þau eru líka kauprán, því að með því eru lagðar byrðar á okkur öll, hvert og eitt okkar. í komandi kosningum verður tekist á um það, hvort ríkisstjórnarflokkarnir eiga áfram að fá að fylgja leið kjar- askerðingar og samningsrofa. í þeim kosningum verður líka tekist á um það, hvort hér eigi áfram að ríkja yfirboðs- og œvintýrapólitík Kröfluflokk- anna þriggja. — Alþýðuflokk- urinn sker sig frá þessum flokkum. Hann boðar ger- breytta efnahagsstefnu og kjarasáttmála milli verkalýðs- hreyfingar og þeirra sem stjórna landinu. Hann einn hefur mótmælt glæfraspili og duldu kaupráni Kröfluævin- týris og annarra yfirboða ífjár- festingu. Eina ráðið til þess að stöðva bæði kauprán samn- ingsrofa og kauprán fjárfest- ingarvitleysunnar er að styðja Alþýðuflokkinn. Alþýðuflokkurinn er í sókn. Sú sókn þarf að ná því marki að Alþýðuflokkurinn nái for- ystuhlutverki á launþegaarmi íslenzkra stjórnmála. Þá fá ríkisstjórnarflokkarnir þá ráð- ningu sem þeir eiga að fá einungis þannig verður hrund- ið ábyrgðarleysi Alþýðubanda- lagsins. Alþýðuflokkurinn er eina raunverulega mótvægið við Alþýðubandalagið. Alþýðuflokkurinn byggir á nýjum viðhorfum, nýjum vinnubrögðum og endur- nýjaðri stefnumótun. Hann er nýr flokkur á gömlum grunni. Það eru þessi nýju viðhorf sem til þarf í íslenzkum stjórnmál- um til þess að rífa efnahags- framhald á bls. 2

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.