Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 10.04.1993, Side 3

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 10.04.1993, Side 3
Alþýðublað Hafnarfjarðar 3 Þær lögðu nótt við dag í starfinu Ritgerð um fyrstu ár Kvenfélags Alþýðuflokksins Valgerður Guðmundsdótt- ir fyrverandi fomiaður Kvenfélags Alþýðuflokksins og núverandi formaður Sam- bands Alþýðuflokkskvenna tók hér á dögunum viðtal við Steinunni Þorsteinsdótt- ur nema í sagnfræði við Há- skóla íslands. En Steinunn hefur skrifað ritgerð um fyrstu ár Kvenfélags Alþýðu- flokksins í Hafnarfirði. Þú valdir þér það við- fangsefni að rekja sögu Kvenfélags Alþýðuflokksins í Hafnarfirði frá 1937-1952. Hvað kom til að þú ákvaðst að gera Kvenfélaginu skil í ritgerð? “í námskeiðinu Þættir úr kvennasögu komu upp þær hugmyndir að skrifa ritgerðir um eitthvað sem lítið hafði verið fjallað um t.d. kvenfé- lög, sögu ömmu, langömmu eða eitthvað sem hingað til hafði verið látið afskiptalaust. í byrjun ætlaði ég reyndar að skrifa um langömmu mína, Steinunni Ólafsdóttur, og störf hennar í verkalýðshreyf- ingunni og Alþýðuflokknum. Eg komst liins vegar fljótlega að því að saga hennar var jafnframt saga kvenfélagsins og verkakvennafélagsins. Þannig að á endanum ákvað ég að einbeita mér að kvenfé- lagi Alþýðuflokksins og skrifa um pólitíska baráttu og það sem kalla mætti jafnréttisbar- áttu þess fyrstu fimmtán ár í sögu félagsins.” Hvaöa heimildir notaöir þú viö gerð ritgerðarinnar? “Eg las fundargerðabækur félagsins og vann ritgerðina að mestu upp úr þeim. Einnig ræddi ég við nokkrar félags- konur og las ævisögur fólks sem bjó í Hafnarfirði á þeim tíma sem kvenfélagið var stofnað.” Viö lestur fundargeröa- hókanna og í þessum við- tölum, hvað kom þér rnest á óvart? “Ég hafði alltaf haft þá hugmynd, um kvenfélög inn- an stjórnmálflokkanna, að þau væru einungis styrktar- aðilar og félagsskapurinn ein- kenndist af kökubakstri og skemmtikvöldum. En við lest- ur á fundargerðabókunum komst ég að því að hugmynd mín var að mörgu leyti röng. Konurnar höfðu mjög mik- inn áhuga á pólitík. Þær virð- ast hafa haft óbilandi trú á jafnaðarstefnunni og settu flokkinn ofar öllu. Sem dæmi um þetta má nefna fumvarp um réttindi kvenna sem lagt var fram á Alþingi í mars 1949. Það kom berlega í ljós í fundargerðabókunum að þeg- ar þær fjalla um frumvarpið á fundum sínum, eru þær hvattar til þess að styðja það í hvívetna. Ekki fyrst og fremst á þeim forsendum að það sé áfangi á leiðinni til bættra réttinda kvenna, held- ur vegna þess að flutnings- maðurinn var Hannibal Valdi- marsson. Það var sem sagt ekki efni frumvarpsins sem réð stuðn- ingi þeirra heldur sú stað- reynd að flutningsmaðurinn var Alþýðuflokksmaður. Fleiri dæmi af þessu toga væri hægt að nefna. En fljótlega eftir 1950 virðist sem hug- arfarsbreyting eigi sér stað hjá konunum og fumvörp sem snéru að konum, sérstak- lega, fá meiri og betri umfjöll- un og þær fara að skora á Al- þingi að aðfgreiða frum- vörpin sem lög.” Var þá engin jafnréttis- harátta til staðar í félaginu á þessum tíma? “Félgið var stofnað á þeim tíma sem ládeyða var í ís- lenskri kvennabaráttu, tími kvennaframboðanna var lið- inn og jafnréttismál féllu í skuggann af stéttarstjórnmál- um. Þrátt fyrir að jafnréttis- barátta hafi ekki verið áber- andi í starfi félagsins fyrstu árin þá störfuðu konurnar að jafnréttisbaráttu innan Verka- kvennafélagsins Framtíðar- innar. f báðum félögunum voru sömu konur að mestu í forsvari og í verkakvennafé- laginu börðust þær m.a. fyrir afnámi launamisréttis.” / hvaöa Ijósi sérðu þess- arkonur? “Þetta voru að mínu mati ótrúlegar konur. Flest allar voru með stór heimili sem þær jíurftu að hugsa um og margar þeirra unnu í fiski ,þegar vinnu var að fá. Allar voru þær á kafi í félagsmálum bæði innan kvenfélagsins og verkakvennafélagsins, sér- staklega þegar kosningar stóðu fyrir dyrum, þá var lagður dagur við nótt í þágu flokksins. Metnaður þeirra var ótrúlegur bæði í félags- störfunum og á heimilinu. Þær konur er störfuðu í kven- félaginu á fyrstu árum félags- ins hafa verið merkilegar kon- ur, konur sem vildu veg flokksins sem mestan. Hags- munir flokksins voru þeirra hagsmunir.” Segir Steinunn Þorsteinsdóttir sagnfræði- nemi en hún undirbýr nú BA ritgerð sína sem að hluta til fjallar um kvenfélag Alþýðu- flokksins í Hafnarfirði. Steinunn Þorsteinsdóttir og Valgeröur Guömundsdóttir 1. maí hátíðarhöldin í Hafnarfirði Dagskrá 1. maí háíðar halda fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna og Staifsinannafélags Hafnai'fjarðar. Kl. 13.30 Safnast saman við Ráðhúsið. - 14.00 Kröfuganga : Gengð verður upp Reykjavíkurveg austur Hverfisgötu og vestur Strandgötu að plani framan við Ráðliúsið. - 14.30 Útifundur á Ráðhústorgi. Fundarstjóri: Þröslir Sverrisson. 1. maí áarp: Sigurður T. Sigurðsson. Aðalræðumaður: Magnús Jón Árnason. Ávörp flytja: Guðríður Elíasdóttir VK.F. Framtíðin. SUMARSTORF VINNUMIÐLUN SKOLAFOLKS Æskulýðs- og tómstundaráð óskar eftir að ráða starfsfólk í eftir- talin störf: 1. Flokksstjóra í Vinnuskólann 2. Leiðbeinendur í skólagarða 3. Leiðbeinendur á íþrótta- og leikjanámskeið Lágmarksaldur umsækjenda er 20 ár. Garðyrkjustjóri óskar eftir að ráða starfsfólk, ekki yngra en 16 ára, í eftirtalin störf: 1. Starfsfólk í slátturflokk 2. Starfsfólk í garðyrkjuflokk 3. Starfsfólk í viðhaldsflokk Árni Guðmunds son STH Steinþór Agrarsson FBM Kl. 15.30 Áætluð fundarlok. Lúðrasveit Hafnarfjarðar mun leika í gðngunni og á útifundinum. Að fundi loknumbjóða félögin upp á kaffiveitingar í Álfafelli ogVitanum. 8 Fóstbræð ur munu koma í bæði húsin og syngja. Merkjasala:Merki dagsinsverða afhent sölubörnum á skri- fstofu Framtíðarinnar, Strandgötu 11, 2. hæð, frá kl. 10.00 aðmorgni 1. maí. Fulltrúaráð Verkalýðsfélaganna í Hafnarfirði og Starfmannafélag Hafnarfjarðar. Umsóknareyðublöð liggja frammi í félagsmiðstöðinni Vit- anum, Strandgötu 1 og tekið er á móti umsóknum 3.-7. maí, kl. 10:00-12:00 og 13:00-16:00. Umsóknarffestur er til 7. maí. Nánari upp-lýsingar eru veittar í síma 50299. Innritun unglinga í Vinnuskóla Hafnarfjarðar fer frant dagana 3 7. maí kl.13:00 - 16:00 í félagsmiðstöðinni Vitanum. Vinnuskólinn er ætlaður unglingum sent ljúka 8. og 9. bekk í vor. Þeim unglingum sem eru að ljúka 10. bekk (f'77 ) er bent á að skrá sig hjá Vinnumiðlun skólafólks. Vinnumiðlun skólafólks opnar skrifstofu í Vitanum 2.maí. Hún er ætluð skólafólki 16 ára og eldri. Ef |)ú ert að leita þér að vinnu, halðu þá endilega samband við okkur og við munum gera hvað við getum til að hjálpa þér í leit að vinnu í sumar. Skrifstofan verður opin alla virka daga kl. 10:00- 12:00 og 14:00- 16:00. Símanúmerið er 50299. Æskulýðs- og tómstundaráð Garðyrkjustjórinn í Hafnarfirði Vinnumiðlun skólafólks

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.