Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 06.10.1993, Blaðsíða 2

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 06.10.1993, Blaðsíða 2
2 Alþýðublað Hafnarfjarðar Alþýðublað Hafnarfjarðar Strandgötu 32, 220 Hafnarfirði Útgefandi: Alþýðufiokkurinn í Hafnarfirði Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Tryggvi Harðarson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing; símar: 50499 og 54312 Prentun: Steinmark Hafnarfjörður reynslusveitarfélag? Hafnarfjarðarbær hefur sótt um að verða reynslusveit- arfélag. Talið er að Hafnarfjörður eigi allgóða möguleika á því að verða fyrir valinu þar sem bærinn er á ýmsan hátt heppilegur til slíks tilraunastarfs. Hafnarfjörður, Akureyri og Kópavogur hafa sérstöðu hvað stærð varðar meðal íslenskra sveitarfélaga. Þeir eru um það bil helmingi fjölmennari en þeir bæri sem næstir koma og er þá höfuðborgin að sjálfsögðu ekki meðtalin. Af þessum þremur bæjum hafa Hafnarfjörður og Akureyri sóst eftir því að gerast reynslusveitarfélög. Akureyri er hins vegar í ýmis konar samvinnu við ná- grannasveitarfélög sín sem gerir henni erfitt um vik að taka við ákveðnum verkefnum nema þá slíta samvinnu við þau eða sameinast þeim. Eins liggur ekki fyrir hvort og þá hvaða sveitarfélögum Akureyri kann hugsanlega að sameinast. Þegar kemur að því að velja reynslu- sveitarfélög, hlýtur í þeirra hópi að verða eitt sveitar- félag sem byggir á gömlum merg, er sjálfstætt hvað varðar flesta hluti, svo sem þjónustu, verslun og at- vinnulíf. Að því leytinu til er Hafnarfjörður kjörinn til að verða reynslusveitarfélag. Reynslusveitarfélög er til þess hugsuð að taka við ýms- um verkefnum tii reynslu sem verið hafa á hendi rfkis- ins eða undir umsjá og forsjá ríkisvaldsins. Má þar nefna hluti eins og rekstur heilsugæslu og sjúkrastofn- anna, hluta öldrunarmála, málefni fatlaðra, húsnæðis- mál, framhaldsskóla, löggæslu og hugsanlega kirkju- mál. Það mun þó verða samkomulagsatriði í hverju og einu tilviki, hver og hvaða verkefni um verður samið að færist frá ríki til reynslusveitarfélags. Öllu í þeim efn- um hefur verið haldið opnu. Þá er einnig gert ráð fyrir að reynslusveitarfélög geti farið ótroðnar slóðir í ýmsu því er lýtur að stjómsýslu. Alþýðuflokkurinn hér í Hafnarfirði hefur sýnt það og sannað hversu megnugur hann er og hefur um margt farið ótroðnar slóðir. Undir stjórn Alþýðuflokksins í Hafnarfirði hefur bærinn verðið brautryðjandi á mörgum sviðum og bryddað upp á margvíslegum nýjungum innan þess þrönga ramma sem sveitarfélögum er settur. Verði Hafnarfjörður hins vegar fyrir valinu sem reynslu- sveitarfélag bjóðast margir nýir möguleikar til framfara og uppbyggingar á ýmsum sviðum. Til að nýta slíka möguleika þarf hins vegar að hafa fólk í forystu bæjar- ins sem vill, þorir og getur tekist á við ný verkefni. Hafnarfjörður eins og fleiri sveitarfélög hafa verið mis- ánægð með hvemig ríkisvaldið innir af hendi mörg þau verkefni sem það hefur á sinni hendi. Með reynslusveit- arfélögum fá viðkomandi sveitarfélög tækifæri til að sýna hvers þau eru megnug. Þá fæst úr því skorið hvort þau eru fær um að sinna hinum ýmsu málum betur en ríkið. Um það erum við jafnaðarmenn í Hafnarfirði sannfærðir. Með því myndu margir nýir möguleikar opnast. Reynslan hér sýnir að Alþýðuflokkurinn hér f bæ er ávallt reiðubúinn að takast á við ný verkefni og leysa þau af hendi með sóma. Nemendur í Setbcrgsskóla voru önnum kafnir vii5 nám sitt þcgar Ijósmyndari Alþýðublaðs Hafnarfjaröar leit viö lijá þeim í kennslustund í liiniii nýju álinit skólans scm tekin var í notkiin { haust. Setbergsskóli Einn glæsilegasti grunnskóli landsins Síðari áfangi Setbergs- skóla var tekinn í notkun nú í haust. Setbergsskóli er vafalaust einn glæsileg- asti skóli landsins og þótt víðar væri leitað. I skólan- um í vetur eru um 450 nemendur. „Það munar alveg gríðar- lega miklu fyrir allt skóla- starfið að fá þennan síðari áfanga í gagnið", segir Loftur Magnússon, skóla- stjóri í Setbergsskóla. ,,í fyrsta lagi fáum við nú sér stofur fyrir elstu nemend- urna og í öðru lagi sér- kennslustofnurnar. I þriðja lagi hefur félagsleg aðstaða nemenda stórbatnað. Þannig er hægt að kaupa sér mat í skólanum núna og það stendur einnig til að koma upp setustofu fyrir nemend- ur", segir Loftur. Loftur telur að það hefði verið ómögulegt að koma heildsdagsskólanum fyrir nema nýi áfanginn hefði komið til. Nú geti yngstu börnin mætt í skólann kl. 7:45 og verið í skólanum til rúmlega fimm. Heilsdags- skóli er í boði fyrir nemend- ur í 1. til 5. bekk. Loftur segir að heilsdags- skólanum hafi verið tekið mjög vel og nú séu um 40 nemendur sem notfæri sér það að geta verið Iengur í skólanum. Ritföng í miklu úrvali Ingvar Viktorsson bæjarstjóri afhendir Lofti Magntíssyni skólastjóra nýja álmit Set- liergsskóla formlega til notkunar í byrjun september. Fræðslukvöld um vímuvarnir abúð arshf Reykjavíkurvegi 64 Sími 651630 Vímuvarnarnefnd Hafnarfjarðar stendur þessa daganna fyrir fræðslukvöldum um vímuvarnir fyrir foreldra og unglinga í grunnskólum bæjarins. Þegar hafa veriö haldnir fundir í Hvaleyraskóla. Næstu fundir verða í Víðistaðaskóla, fyrir foreldra 7. bekkjaneinenda mánudaginn 11. okt og fyrir foreldra og nemendur 8. bekkja þann 12. okt. Því næst verður fundað í Öldutúnsskóla, mánudaginn 18. okt fyrir foreldra nemenda 7. bekkjar og þriðjudaginn þann 19. fyrir foreldra og nemendur 8. bekkja. Nokkuð hefur borið á því að suinir nemendur grunnskólanna sæki í alls konar vímu og því ekki vanþörf á að fræða bæði unglinga og foreldra um þær hættur sein fylgja neyslu vímu- efna. Umfram allt þurfa foreldrar að vera vakandi fyrir hættunni. FASTEIGNASALA STRANDGÖTU 33 - SÍMI 652790 Ingvar Guömunds. lögg. fasteignas. Hs. 50992 Jónas Hólmgeirsson sölum. Hs: 641152

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.