Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 06.10.1993, Blaðsíða 3

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 06.10.1993, Blaðsíða 3
Alþýðublað Hafnarfjarðar 3 Framkvæmdum við Suðurbakka að Ijúka Nú er að Ijúka framkvæmdum við 4. áfanga Suðurbakka sem staðið hafa yfir undanfarin tvö ár. Með því lýkur framkvæmduin í Suður- höfninni nema hvað eftir er að tengja Oseyrarbryggju við hinn nýja bakka með svonefndum Háa- bakka. „Með tilkomu hins nýja hafnarbakka stórbatnar öll aðstaða til að veita þjónustu í Hafnar- fjarðarhöfn", sagði Eyjólfur Sæmundsson, formaður hafnar- stjórnar, þegar Alþýðublað Hafn- arfjarðar leitaði hjá honuin upp- lýsinga um þessa framkvæmd. 8 metra djúprista Hinn nýi hafnarbakki er um 200 m að lengd og dýpi við hann miðast við 8 m djúpristu skipa sem dugir fyrir stærstu frystitogara og vöruflutning- askip í almennum flutningum. Þetta dýpi er meira en við aðra legubakka innan hafnarinnar, þegar undan- skildar eru olíubryggjan við Suður- garð og höfnin í Straumsvík þar sem nýbúið er að hreinsa botninn við bakkann og er nú dýpi þar 12 metrar. Srórbætt aðstaða Með lilkomu hins nýja hafnarbakka stórbatnar öll aðstaða til að veita þjónustu í höfninni, t.d. fyrir frystitogara sem gerðir eru út frá Hafnarfirði og fyrir starfsemi Eimskipa hf. í Suðurhöfninni. Reyndar var þegar farið að nota bakkann áður en hann var að fullu tilbúinn, t.d. fyrir stand- siglingar á vegum Eimskipa, en endastöðu þeirra hefur að hluta til verið í Hafnarfirði. Hafnar- fjarðarhöfn liefur verið í forystu við að afla viðskipta við erlend fiskiskip og mun liinn nýi liafn- arbakki gjörbreyta allri aðstöðu til þess. Helstu verkþættir Helstu verkþættir fram- kvæmdarinnar voru dýpkun, kaup á stálþili og niðursetning A'yi hafnarbakkin íSuðurhöfnini gjiirbreytir aliri aðstöðu til að taka t.d. á móti erlendum fiskiskipum þess fyllingar bak við það og e" hér á myndinni sést rússneskur togar sem landaði milum afla við hinn nýja hafnargarð. loks lagnakerfi og þekja úr steinsteypu og malbiki. Enn er eftir að setja upp lýsingu á athafnasvæði bakkans og ganga frá raflögnum svo skip geti fengið rafmagn úr landi. Dýpkunin var ekki einungis bundin við viðleguna sjálfa heldur var stórt svæði í höfninni dýpkað, jafnframt var allt laust efni fjarlægt af því svæði sem tilheyrir Háabakka en hann verður síðasti áfangi fram- kvæmdanna í Suðurhöfninni. Upp- haflegur verktaki við dýpkun hafnarinar var Dýpkunarfélagið hf. frá Siglufirði sem átti lægsta tilboð í verkið. Gekk á ýmsu með það verk enda varð verktakinn gjaldþrota. Björgun hf. sá um að ljúka dýpk- uninni. Niðursetning þilsins og framkvæmdir voru á hendi Hag- virkis-Kletts hf. og gerð þekjunnar annaðist Böðvar Sigurðsson. Allir þessir síðasttöldu verk- takar skiluðu verkum sínum með ágætum. Um 200 milljóna króna kostnaður Heildarkostnaður við fram- kvæmdirnar var í upphafi áætlaður um kr. 200 milljónir. Uppgjöri er ekki lokið en líklegt er að kostnaður í raun verði nokkuð undir áætlun. Hlutur Hafnarfjarðarhafnar á að vera 55% en hlutur ríkisins 45%. Þar sem ríkisvaldið skil- ar sínum hlut yfirleitt nokkuð seint í samstarfsverkum sem þessum, þarf Hafnarfjarðar- höfnin að fjármagna verkið að mestu leyti. Tekið var lán hjá Norræna fjárfestingabank- anum að upphæð 100 milljónir króna en að öðru leyti fjármagnar Höfnin verkið af eigin fé. Afkoma Hafnartjarðarhafnar hefur verið góð á undanförnum árum og fjárhagsstaða hennar er því allsterk. Bókabúð Olivers Steins Strandgötu 31 Sími 50045 Til leigu Skrifstofu- 110 ferm. húsnæði jarðhæð að Kaplahrauni 15 Stórar innkeyrsludyr að Bæjarhrauni 8 Stærð húsnæðisins er um það bil 130 fermetrar fn Bæjarhrauni 8 Sími 54844 Hausttilboð til 20. október Sólbaðsstofa Snyrtistofa Nuddstofa Trimformi Súni: 653005 í Miðvangi Nú fer hver að verða síðastur að taka slátur Nýtt ófrosið slátur kr. 509,- Lifur pr. kg. kr. 226,- Hjörtu pr. kg. kr. 514,- Nýru pr. kg. kr. 205,- Svið pr. kg. kr. 280,- Rúgmjöl 2 kg. kr. 92,- Salt fínt/gróft 1 kg. kr. 38,- Haframjöl 2 kg. kr. 316,- Haframjöl 1 kg. kr. 74,- Allt til sláturaerðar Plastkútar - margar stæröir Plastpokar ■ Suðupokar Sláturnálar - Sláturgarn sZIMT? Tlél; MDVANGI 41 - SIMI 50292

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.