Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 06.11.1993, Blaðsíða 2

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 06.11.1993, Blaðsíða 2
2 Alþýðublað Hafnarfjarðar Alþýðublað Hafnarfjarðar Strandgötu 32, 220 Hafnarfirði Útgefandi: Alþýðuflokkurinn í Hafnarfirði Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Tryggvi Harðarson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing; símar: 50499 og 54312 Prentun: Steinmark Afram Hafnarfjörður Núna á miðvikudaginn var haldin ráðstefna á vegum bæjarins um atvinnumál undir yflrskriftinni Áfram Hafnarfjörður. Ráðstefnan tókst einstaklega vel og var gríðarlega fjölsótt. Vel á annað hundrað manns sóttu ráðstefnuna sem haldin var í framhaldi af atvinnusýningunni Vor '93. Það er greinilega hugur í Hafnfirðingum þrátt fyrir þá erfiðleika sem hafa sett svip sinn á íslenskt atvinnulíf að undan- förnu. A ráðstefnuninni kom fram greinilegur vilji til aukinnar samvinnu allra aðila vinnumarkaðarins með það fyrir augum að bæta atvinnuástandið. Ljóst er að sýningin Vor '93, þar sem hafnfirskt atvinnulíf var kynnt, skilaði verulegum árangri og jók mönnum þrótt og þor. Það sem skiptir þó mestu máli er sá vilji sem fram hefur komið til að vinna áfram að eflingu og uppbyggingu atvinnulífs í Hafnarfirði. Þannig má segja að atvinnumálaráð- stefnan Áfram Hafnarfjörður hafi veriö upphaf að frekari sókn en ekki neinn lokapunktur þess sem þegar hefur verið gert. Aldrei aftur svefnbær Á undanförnum árum hefur orðið mikil breyting í Hafnarfirði hvað atvinnulíf varðar. Undir stjórnar- tíð sjálfstæðismanna á árum áður var Hafnarfjörð- ur á góðri leið með að breytast í svefnbæ. Fólk úr Hafnarfirði var farið að sækja flest það sem fellur undir menningu og listir eða skemmtan til höfuð- borgarinnar. Miðbærinn hafði koðnað niður og verslun hvers konar og þjónusta átti í vök að verj- ast. Á þessu hefur orðið mikil breyting eftir að Al- þýðuflokkurinn tók við forystu bæjarmála fyrir tæpum átta árum. Nú sækja margir til Hafnarfjarðar til að njóta þar menningar og lista auk ýmis konar þjónustu. Heim- amenn þurfa ekki lengur að halda til höfuðborgar- innar ætli þeir á kaffihús eða út að skemmta sér. Hafnarfjörður hefur verið að breytast aftur í alvöru bæjarfélag. Þótt miklar breytingar hafi átt sér stað í þessum efnum eru enn ótal verkefni framundan. Eitt þeirra lykilatriða sem gerir bæjarfélag að alvöru bæ er öflugur miðbær. Nú eiga sér stað miklar framkvæmdir í miðbæ Hafnarfjarðar bæði af hálfu bæjaryfirvalda og einstaklinga. Með þeim er verið að leggja grunninn að aukinni verslun og þjónust í Hafnarfirði. Alþýðuflokkurinn í Hafnar- firði hefur staðið fyrir eflingu miðbæjarins og markvisst stuðlað að fjölbreyttara mannlífi í Hafn- arfirði. Hafnarfjörður má aldrei lenda í því fari aftur, að breytast í svefnbæ eins og átti sér stað á stjórnarárum sjálfstæðismanna. Sól og Sæla í miðbænum Við vildum hvergi annars staðar vera „Það á eftir að verða rosalega flott hérna en þegar búið að gera mikið við að lagfæra og snyrta umhverfið hér í miðbænum”, sagði Arni Stefánsson í Sól og Sœlu í spjalli við Alþýðublað Hafnarfjarðar. Hann segir að reksturinn hafi gengið injög vel. Hann hafi ekki getað merkt að þær framkvæmdir og það rask sem ætti sér stað í miðbænum hefði haft nokkur áhrif þar á. Miklar framkvæmdir eru nú í miðbæ Hafnarfjarðar. Ný hús eru að rísa eða þegar risin. Eitt þeirra er að Fjarðargötu 11 en þar er nú að finna bakarí, pizzastað, osta- búð og sólbaðstofu. Sólbaðstofuna, Sól og Sœlu, eiga og reka þau Árni Stefánsson, Helga Sveinsdóttir, Helgi Gunnlaugsson og Lauf- ey Hrönn Jónsdóttir. Þeir Heigi og Árni sögðu aðspurðir, að þeir hefðu ekki verið neitt smeykir við að hefja starfsemi sína í nýjum miðbæ í Hafnarfirði. „Við vildum hvergi ann- ars staðar vera” sögðu þeir og að staðarvalið hafi verið niðurstaðan að vel athuguðu máli. Þeir Ami sögðust ekki sjá eftir því. Sól og Sœla opnaði í febrúar sl. Húsnæðið var sérhannað fyrir þá starfsemi sem þar er nú til húsa og er einkar skemmtilegt og opið. Það er opnað snemma á morgnana í Sól og Sœlu eða klukkan hálfátta og segja þeir félagar að meiri aðsókn sé í tímanna fyrir vinnutíma á morgnana en á kvöldin. Sól og Sœla en meira en bara sólbaðsstofa. Þar eru að sjálfsögðu sólarbekkir af nýjustu og bestu gerð. Auk þess býður staðurinn upp á nudd og Trimform og þar er að finna snyrtistofu. Trimform er nokkurs konar rafmagnsnudd þar rafstraumur er notaður til að fá vöðvana til að vinna. Sögðu þeir Ámi og Helgi að það væri sérstaklega hentugt fyrir feitt fólk til að byggja sig upp og einnig þá sem væru mjög grannir. Að lokum kváðust þeir Árni og Helgi vera þakklátir fyrir hversu vel fólk hefði tekið þeim og fyrirtæki þeirra. Þeir litu því björtum augum á framtíðina. í Sól oy Sælu viS trimformtœkiií sem gefur frá sér rafstuS og fær þannig vöSvana til aS vinna CHANEL KTNNING Fimmtudaginn 11. okt. og föstudaginn 12. okt. Hægt er að panta tíma hjá snyrtifræðingi í síma 52615 Alþýðuflokksfélöginn í Hafnarfirði munu standa að sameiginlegri Árshátíð laugardaginn 20. nóvember í Hraunholti við Dalshraun. Allt Alþýðuflokksfólk og stuðningsmenn flokksins eru velkomnir á árshátíðina sem hefst klukkan 20:00 stundvíslega. Boðið verður upp á þríréttaða máltíð og ýmiskonar skemmtiatriði. En umfram allt er ætlast til að fólk skemmti sér sjálft. ‘V’erð aðeiits kr. 1900 Tilkynna þarf þátttöku eigi síðar en þann 15. nóvember í síma 51920 eða 50499

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.