Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 06.11.1993, Blaðsíða 4

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 06.11.1993, Blaðsíða 4
IÍT OQ SUÐUR Gengið hefur verið f'rá samningi milli Hafnarfjarðarbæjar og HSÍ um að einn riðill heimsmeistarakeppninnar í handknattleik, sem fram á að fara hér á landi árið 1995, verði leikinn í Iþróttahúsinu í Kaplakrika. I samningnum skuldbindur Hafnarfjarðarhær sig jafnframt til að greiða 3 milljónir á þremur árum til keppninnar. Ingvar Viktorsson bœjarstjóri HaJ'nfirÖinga og Olafur Schram formaður HSI undirrita samning um að einn riðill HM '95 í handbolta farifram í Hafnarfirði. HM 95 í Hafnarfjörð Hjálparsveit skáta fær lóð Á síðasta fundi bæjarstjórnar var samþykkt samhljóða að veita Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði lóð við Flatarhraun fyrir félagsheim- ili og starfsemi sveitarinnar. Stærð lóðarinnar er rúmlega 4.500 fermetra og leifileg hússtærð um 1.500 fermetrar að gólffleti. Áður hafði Hjálparsveitin haft vilyrði fvrir lóðinni. Garðbæingar vilja rafveitu Komið hefur fram ósk frá bæjarstjórn Garðabæjar uni að kanna möguleika á að taka yfir dreifikerfi Rafveitu Hafnarfjarðar í Garða- bæ. Hafnarfjarðarbær hefur enn enga afstöðu tekið til hugsanlegrar sölu dreifikerfisins til Garðbæinga. ^LÞÝÐUBLAÐ Ritstjórn - auglýsingar Sími: 50499 St. Jósefsspítala færður Ijósaskápur aö gjöf Gefendur og þiggjendur fyrir framan Ijósaskápinn. F.v: Jósef Ólafsson lœknir, Arni Sverrisson, framkvcemdastjóri spítalans, Gunnliildur Sigurðardóttir hjúkrunar- forstjóri, Ingibjiirg Sigurðardóttir, sem mun hafa umsjón með Ijósaskápnum, Jóna Bjarnadóttir, Elín Hilda Bates, Ólöf Höjgaard, Stefanía Ingimundardóttir og Arni M. Sigurðsson sent smíðaði Ijósaskápinn. Fimm áhugasamir einstaklingar úr Psoriasis-samtökunum héðan úr Hafnarfirði færðu St. Jósefs- spítala Ijósaskáp að gjöf þann 28. otkóber sl. Þeir vildu fá göngu- deild fyrir psoriasis-sjúklinga í Hafnarfjörð og eftir könnun kom í Ijós að um það bil 100 manns í Hafnarfirði höfðu þörf fyrir slíka þjónustu. Að sögn eins gefandans, Jónu Bjarnadóttur, tóku stjórnendur St. Jósefsspítala hugmyndinni strax vel og hefur Ijósalampanum verið komið fyrir á efstu hæðinni í Kató, þar sem sjúklingum verður jafnframt boðið upp á aðra aðstoð. Ljósin gefa frá sér svokallaða UVB-ljósageisla en notkun þeirra er viðurkennd aðferð við lækningu psoriasis-sjúklinga. Einn gefenda, Árni M. Sigurðsson, smíðaði Ijósaskápinn en hann gaf alla vinnu sína. Hann hefur reyndar smíðað annan eins skáp fyrir Bláa lónið. Slíkir skápar eru mjög dýrir í innkaupum og því er þessi gjöf vafalaust mjög kærkomin þeim sem á Ijósameðferð þurfa að halda. Meðferðin í Ijósaskápnum tekur mjög skamman tíma eða örfáar mínútur og geta því psoriasis- sjúklingar í Hafnarfirði sparað sér margar ferðir til Reykjavíkur nteð tilkomu ljósaskápsins í bæinn. Það voru Kiwanisklúbburinn Hraunborg, Psoriasis-samtökin og Hafnartjarðarbær sem styrktu smíði ljósaskápsins. Skápurinn verður tekinn í notkun föstudaginn 5. nóvember og verður opið í liann mánudaga, miðvikudaga og föstu- daga frá kl. 16:30 til 18:30 fyrst um sinn. Þá er gert ráð fyrir að húðsjúk- dómalæknir verði psoriasis-sjúkl- ingum til ráðgjafar á spítalanum einu sinni í mánuði til að byrja með. |. VI) HEFDIVEIUD ÝKT AB FÁ 1 O Ó8KAK8VBRWAUN kssjAðuhanasaht Fjaröar- vídeó L!& WIUO BttVK íMunið afsíáttarífortin Fjarðarvídeó er elsta leigan í bænum og myndaúrvalið er ótrúlegt "Tlffi HEST WEEPII 8I.\CE ‘GflOSI mm Allar nýjustu myndirnar eru til í mörgum eintökum Nýjar myndir daglega útg. 8/11 '93 Við leigjum út karaokee - tæki og spólur - fróbær skemmtun

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.