Jólakveðja frá K.F.U.M. - 24.12.1916, Blaðsíða 4

Jólakveðja frá K.F.U.M. - 24.12.1916, Blaðsíða 4
JÓLAKVEÐJA FRÁ K. F. U. M. 2 Jólasálmur. Frelsarinn er fæddur, I foldarreifa klæddur! Því hljómi’ um allan heim í dag Af hjartans gleði dýrðarlag: Dýrð sé Guði’ í himnanna hæðum! Frelsarinn er fæddur Og friður mönnum glæddur! ]3ví hljómi’ um allan heim í dag Af hjartans gleði dýrðarlag: Dýrð sé Guði’ í himnanna hæðum! Frelsarinn er fæddur, Nú fagnar andinn mæddur. Því hljómi’ um allan heim í dag Af hjartans gleði dýrðarlag: Dýrð sé Guði’ í himnanna hæðum! Fr. Friðriksson. Hinn mikli fögnuður. 1. Jóladagur, Þegar þú heyrir talað um hinn mikla fögnuð, þá skjátlast mjer varla, er jeg segi, að þá kemur þjer sjerstaklega til hugar jólagleðin. Hana hefur þú þekt svo að segja frá blautu barnsbeini. Yarla getur þú munað, hvenær hún í fyrsta sinni fjekk inngöngu i þitt unga barnshjarta. Barnssálin getur fyr en flesta grunar orðið fyrir áhrifum jóla- gleðinnar. Margar af þínum björtustu minning- um, margar af þínum sælustu stundum, standa í sambandi við jólagleði þina. Þú hefur þekt margskonar gleði á æfileið þinni, en enga breinni, enga sælurikari, og enga varanlegri. Þú veist, að mörg jarðneska gleðin er harðla slopul, og það sem lakara er, eftirskilur opt tómleik í sálinni, þannig er því ekki varið með hinn mikla fögn- uð, gleði jólanna. Ilún eptirskilur ekki tómleik, heldur Ijúfar minningar — kærleiks og friðar hugsanir. Fyrsta hátíðin sem jeg man eptir frá bernsku- árunum var jólahátíðin á heimili foreldra minna. Mjer er ógleymanleg sú lotning, sá friður, sú gleði, sem þá bjó í sál minni. Jeg get ekki vitað, hvað jeg var þá gamall, en jeg var mjög ungur. Jeg man enn í dag þá hátíðahrifning, sem gagntók sál mína, þegar byrjað var að syngja hátíðasálminn, hinn gamla jólasálm. »Með gleði- raust og helgum hljóm«. Býst jeg við, að margir hafi slíkar endurminn- ingar sem jeg frá æskuárunum, og telji þær dýrmætan fjársjóð, sem með engu móti megi glatast. Þegar vjer nú athugum uppruna og innihald jólagleðinnar, þá verður oss þegar Ijóst, að eigi er að undra, þótt engill Drottins, sem átti tal við fjárhirðana í Betlehem, kæmist svo að orði: »Sjá, jeg boða yður mikinn fögnuð«. Og fagnaðar- efnið mikla var þetta: »Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn í borg Davíðs«. Og hver er svo uppruni jólagleðinnar? Svarið verður á þessa leið: »Svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi ei- líft Iíf«. (Jóh. 3, 16.) Guð elskaði mennina, elsk- aði þá svo heitt, að hann gat eigi þolað, að þeir glötuðust í eymd og neyð, er sprottin var af synd þeirra og spilling. Þeim varð að hjálpa. Þeir urðu að frelsast. Og svo gaf hann þeim hið bezta, sem hann átti, son sinn hinn elskaða, Krist Drottinn Jesúm, til þess að hver, sem á hann trúir sem frelsara, glatist ekkí, heldur hafi eilíft lif. Kristur Jesús er hin blessaða jólagjöf öllu mannkyni til handa. Vjer getum hugsað oss samtal milli föðursins og sonarins frá eilífðar dögum. Faðirinn segir: »Mennirnir glatast, ef þeim er eigi hjálpað. Þeim verður að hjálpa«. Sonurinn svarar: »Hjer er jeg, send þú mig. Til að frelsa mennina og fullnægja öllu rjeltlæti, er jeg fús að verða bróðir þeirra, afklæðast dýrð minni, sem jeg hefi hjá þjer, íklæðast mann- dómi, og ef svo skal vera, líða kvalir og dauða á krossi«. Jólagleðin hefur uppruna sinn írá himnum, frá föðurkærleika Guðs og hjálpræðisráðslöfunum hans frá eilífðardögum. Og nú eigum vjer hina blessuðu jólagjöf, eigum Droltinn Jesúm, hinn heilaga Guðs son að bróður og frelsara. Nú þarf enginn að glatast í eymd og neyð og synd og spilling, og enginn mun glatast, sem á hann trúir, heldur hafa eilítt líf. Engill Drottins birtist á jörðu hjer og ílutti

x

Jólakveðja frá K.F.U.M.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakveðja frá K.F.U.M.
https://timarit.is/publication/469

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.