Jólakveðja frá K.F.U.M. - 24.12.1916, Blaðsíða 6

Jólakveðja frá K.F.U.M. - 24.12.1916, Blaðsíða 6
4 JÓLAKVEÐJA. frá k. f. u. M, vel ekki dauði. Vjer lílum á dæmi Stefáns. Hann var fullur af náð og krapti. En krapturinn var ekki hans eigin kraptur, heldur kraptur guðs, sem liann hafði meðlekið, er hann tók á móti jólaboðskapnum um sendingu Guðs sonari heim- inn til frelsis. í þessum krapti starfaði hann ó- aflátanlega; í þessum krapti vitnaði hann með svo mikilli hugprýði, að allir mótslöðumenn urðu orðlausir. Hann þorði að mæta mótstöðu- mönnum sínum, því hann vissi, hvað hann var að fara með. Hann vissi, á hvern hann trúði og var ekki hikandi í trú sinni. Hann þorði frammi fyrir sjálfu ráðinu að vitna um hann, seni þeir höfðu krossfest, svo að þeir gálu ekki annað en níst tönnum gegn honum. Þeir slóðu í kring um hann sem flokkur af óarga dýrum. Hann stóð alveg rólegur og kviðalaus meðal þeirra, einn á móti þeim öllum. Hin innri gleði jólafagnaðar- ins Ijómaði af ásjónu hans. Svo mikið hugrekki og djörfung gaf jólagleðin honum þeger mest á reyndi. — Er jólagleði vor slik, gelur lnin gefið oss þelta, er á reynir fyrir oss? Gleðileg jól! Guð gefi yður gleðileg jól jafnvel í ýtrustu neyð og dauða. — 2. Þegar á reynir, skapar hin sanna jólagleði kœrleika til Guðs og manna. Á jólunum fyllast menn af einhverrí dular- fullri velvild til allra, og þessi velvild kemur átakanlega i ljós í því, að alla langar þá til að gleðja aðra á einhvern hátt. Hin sanna jólagleði viðheldur þessari velvild alla aðra tíma ársins og tendrar þá síbrennandi þrá í hjörtunum, að verða til blessunar. Jólagleðin minnir oss á allt það, sem Guð befur fyrir oss gjört og innilykur það allt í liinni stærstu veígjörð, að hann gaf oss sinn eingetinn son til frelsis. Við þá stöðugu ihugun kemur fram þakklæti og elska til Guðs, sem elskaði oss svo að fyrra bragði. Enþarsem elsku Guðs er úthelt í hjörtunum, þar förum vjer að elska manninn, sem Guð elskar, ekki vegna sjálfra vor, heldur vegna Guðs, án tillils til, hvort oss finnst að þeir sjeu elskulegir eða ekki. Og er vjer þannig elskum Guð, förum vjer að fyllast af áhuga á því, að leiða manninn lil hans, sem er upphaf gleði vorrar. Og þar sem þessi kærleikur til Guðs býr í hjörtunum, þar gjörir hann oss sáltfúsa, svo að vjer lærum þá erfiðu íþrótt, að blessa þá, sem bölva oss, að biðja fvrir þeim, sem hata oss. Þelta er erfilt, en hafi hin sanna jólagleði fengið að fylla til- veru vora, þá verður það erfiða auðvell. Þetta sjáum vjer á dæmi Stefáns, er liann deyjandi bað fyrir óvinum og drápsmönnum sin- um, bað svo, að þeir, að minnsta kosli sumir þeirra, báru þess menjar, svo að það varð þeim til lífs. — Er jólagleði vor slík, að hún geti gefið oss þenna krapt, þegar á reynir, þegar hatur og óvild þjóta kring um oss eins og æðandi stormar? Gleðileg jól! Guð gefi oss svo gleðileg jól, að þau láti kærleika vorn verða þá hvað mestan, er mest reynir á þolgæði vort. 3. Þegar á reynir, skapar hin sanna jólagleði hina lijandi von í hjörtum vorum. Hin lifandi von sjer hinn opnaða himinn; þar sem Jesús er lil hægri handar Guði. Hin lifandi von horfir þangað upp og öðlast nýjan krapt, því hún veit, að þar uppi eigum vjer samaslað i vændum, og að þar bíða eplir oss opnir hinir cilifu armar, reiðubúnir til þess að taka á móti oss; þessi von er því að eins kröptug, að vjer höfum meðtekið jólafögnuðinn inn í lif vort; þetta, að oss sje frelsari fæddur. Vjer lítum aplur á Stefán. Hann stóð um- kringdur af hatursmönnum sínum, er nístu tönn- um gegn honum, en hann horfði rólegur til himna og sá Jesúm, og það var honum nóg. — Ilvað skaðaði þá dauðinn? Hvað stundarsárs- aukinn? Hann vissi, að innan skamms fengi hann að vera með vini sínum, sem liann tilbað og trúði á. Og i þessari lifandi von sofnaði hann, vært eins og barn við brjóst móður sinnar. — Er jólagleði vor slík, að hún megni í krapti hinnar lifandi vonar, að opna fyrir oss liimin- inn, þegar mest á reynir, þegar sorgir og missir og sjúkdómar og dauði umkringja oss? — Gleðileg jól! Guð gefi oss svo gleðileg jól, að vissan um, að oss sje frelsari fæddur, megni að gefa oss hina lifandi von, sem grundvölluð er á því, að hinn fæddi frelsari er einnig upprisinn frá dauðum og lifir og ríkir með Guði föður í einingu heilags anda um aldir alda. Fr. Fiiðriksson.

x

Jólakveðja frá K.F.U.M.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakveðja frá K.F.U.M.
https://timarit.is/publication/469

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.